Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2011, Blaðsíða 75

Frjáls verslun - 01.02.2011, Blaðsíða 75
FRJÁLS VERSLUN 1.tbl.2011 75 Bækur Bókin Fish! eftir Step hen C. Lundin, Harry Paul og John Christensen kom fyrst út í íslenskri þýðingu árið 2005, útgef andi Salka, og á sjaldan betur við en núna þegar erfiðleikar steðja að fjölda fyrirtækja. Eins og segir á bókarkápu er hugmynda fræðin „einstök leið til að auka vinnu­ gleði og bæta starfsárangur“. Sýnt hefur verið fram á tengsl starfsánægju og ánægju viðskipta vina með fjölda rann­ sókna. Ánægðir viðskiptavinir koma aftur og aftur og það er því til mikils að vinna að stuðla að ánægju starfsmanna. Í erfi ðu árferði verður erfiðara að halda uppi starfsánægju vegna fjölda utan aðkomandi þátta og því gaman að sjá að hugmynda fræð­ in Fiskur virðist vera að ganga í end urnýjun lífdaga hjá stjórn end­ um. Þessi einfalda hugmynda­ fræði byggist á samnefndri bók sem er dæmisaga um stjór­ nanda sem tekur við erfiðri deild í fjármála stofn un og hvernig henni tekst með hjálp fisksala að breyta eitruðu andrúmslofti og neikvæðu viðhorfi starfsmanna sinna til hins betra. Einfalt og aðgengilegt Það sem gerir hugmyndafræðina að Fisknum svo árangursríka er einfaldleiki hennar. Einfaldleik­ inn gerir það að verkum að hug myndafræðina má yfirfæra á hvaða fyrirtæki sem er, í hvaða starfsgrein sem er. Í sinni einföldustu mynd geng­ ur hún út á að velja viðhorf sitt, sama hvaða verkefni er sinnt. Öll vinna getur verið leiðinleg fyrir þann sem verður að vinna hana en mörg höfum við þurft að láta breytingar á verksviði yfir okkur ganga undanfarin miss ­ eri. Við getum kannski ekki valið verkefnin en við getum öll valið viðhorf okkar gagnvart þeim. Í öðru lagi hvetur hún starfs­ fólk til að hafa meira gaman í vinnunni með því að bregða á leik og það er nokkuð sem fisk­ salarnir eru snillingar í með því að kasta fiskum sín á milli, bjóða viðskiptavinum að reyna að grípa sleipan fiskinn o.fl. Þegar við leik­ um okkur erum við lík legri til að gera daginn eftir minni legan. Það er einmitt það sem fær fólk til að koma aftur og aftur. Að lokum hvetja fisksalarnir okkur til þess að vera til staðar; þ.e. gefa okkur af heilum hug þegar við tölum við fólk eða sinn um verkefnum. Þannig ná­ um við meiri árangri. Hljómar einfalt en er oft hæg­ ara sagt en gert, sérstaklega í erli dagsins. En það er þess virði þar sem vinnugleðin eykst og með henni árangurinn. Fyrir hverja? Sjaldan eða aldrei hefur verið mikilvægara að leita leiða til að auka vinnugleði og afköst. Bókin er tilvalin fyrir stjórnendur og starfsmenn sem vilja bæta orkuna á vinnustöðum sínum, auka starfsgleði, minnka vinnu­ leiða og koma í veg fyrir kulnun í starfi. Hún er einnig tilvalin fyrir skipulagsheildir sem vilja auka samvinnu sín á milli og bæta afköstin og andrúmsloftið á vinnu staðnum. Fjölmargir vinnustaðir hafa innleitt þessa hugmyndafræði með góðum árangri. Til dæmis er lögð mikil áhersla á Fiskinn hjá Íslenska gámafélaginu sem valið var fyrirtæki ársins í flokki stærri fyrirtækja í VR­könnuninni 2010. Helga Fjóla Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri starfsmanna­ sviðs fyrirtækisins, segir lítinn vafa á því að Fiskurinn eigi stór­ an þátt í starfsánægju innan fyrir­ tæk isins. Það er ekki eftir neinu að bíða. Fiskurinn! er einfaldur og auðlesinn og mun klárlega veita lesandanum innblástur til að gera breytingar sem stuðla að aukinni starfsánægju og þar með auknum árangri. Fiskurinn eykur starfsánægju Leið til að finna vinnugleðina á ný? Hvernig Fiskbúðin Pike Place í Seattle varð inn­ blástur að einfaldri en áhrifaríkri hugmyndafræði sem hvetur starfsmenn til að hafa gaman af því sem þeir eru að gera og auka þannig árangur og afköst. TexT: UnnUr valborG HilMarsdÓTTir „Fiskur! Er dæmisaga, tilbúningur um að finna hina djúpu orkulind, sköpunarkraft og ástríðu sem blundar innra með okkur öllum með því að læra að unna því sem við gerum, jafnvel þótt í svipinn séum við ekki að gera nákvæmlega það sem við viljum.“ HugmyndaFræði Fisksins Veldu þér viðhorf – Þú hefur alltaf val um hvernig þú vinnur vinnuna þótt þú hafir ekki val um vinnuna sjálfa. Leiktu þér – Börn leika sér óhikað en fullorðnir virðast tapa þessum eiginleika. Gerðu daginn eftirminnilegan – Fólk kemur aftur ef við gerum eitthvað eftirminnilegt og öðruvísi. Vertu til staðar – Við viljum öll vera mikilvæg og skipta máli. Gefðu þig allan í þau samskipti sem þú átt í hverju sinni í stað þess að vera annars hugar. Fisksölunum í Pike Place tekst þetta meistaralega eins og velgengni hugmyndafræðinnar sýnir og sannar. Það er ekki síst einfaldleikinn sem gerir það að verkum að hugmyndafræðin hefur náð mikilli útbreiðslu. Í sinni einföldustu mynd gengur Fisk­ urinn út á að velja viðhorf sitt, sama hvaða verkefni er sinnt. Við getum kannski ekki valið verkefnin en við get­ um öll valið viðhorf okkar gagnvart þeim. Einstök leið til að auka vinnugleði og bæta starfsárangur Fisksalarnir í Seattle hafa veitt stjórnendum og starfsmönnum út um allan heim innblástur til að auka vinnugleði og bæta afköst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.