Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2011, Blaðsíða 97

Frjáls verslun - 01.02.2011, Blaðsíða 97
FRJÁLS VERSLUN 1.tbl.2011 97 fólk Ég hóf störf hjá Actavis 2005 í nýrri stöðu hjá fyrirtækinu. Starfið er fjölbreytt og gefandi og ég nýt mikils stuðnings yfir­ stjórnenda. Actavis hefur á und­ anförnum árum fengið alþjóð ­ legar vottanir fyrir umhverfis­ og öryggisstjórnun sem staðfestir að við erum að gera hlutina rétt. Eitt af því sem mikil áhersla er lögð á í dag er heilsuefling innan fyrirtækisins, skemmtilegt verkefni sem ég tók þátt í að móta. Mikil þátttaka hefur verið í verkefninu, sem snýst um að stuðla að betra og heilsusam­ legra líferni starfsfólks. Þess má geta að við vorum að klára Lífshlaupið í febrúar og unnum þriðja árið í röð, en um helming­ ur starfsmanna tók þátt í því. Þá hef ég fengist við að skipu­ leggja viðbrögð í innri stjórn fyrirtækisins komi til utanaðkom­ andi áfalla og hvað gera skuli í kjölfarið til að koma rekstrinum í samt lag og hélt ég erindi á ferðamannaþingi í fyrra um þau mál. Það er nóg að gera og þessa dagana er verið að vinna í áætlunum til að ná markmiðum ársins og hleypa þeim af stokk­ unum. Meðal annars í öryggis­ málum, því markmið okkar er að allir starfsmenn fari heilir heim úr vinnu. Svo erum við að fá inn til okkar ný og spennandi þróunarverkefni á lyfjum og þar er ég að vinna með öðrum að öryggismálum. Við munum einn ig halda áfram með krefj­ andi verkefni í umhverfismálum þar sem við leggjum áherslu á að draga úr orkunotkun og lágmarka umhverfisáhrif. Við höfum kynnt verksmiðju Actavis á Íslandi sem líklega einu lyfja­ verksmiðjuna í heiminum er notar eingöngu græna orku.“ Leó útskrifaðist með B.Sc. í byggingartæknifræði frá Tækniskóla Íslands 1995 og með M.Sc.­gráðu í verkfræði með sér hæfingu í umhverfisstjórn un frá háskólanum í Álaborg 2002. Árið 2007 hlaut hann alþjóðlega stað festingu á að hann hefði fullnægjandi þekkingu til að vinna við og byggja upp öryggis­ stjórn un hjá fyrirtækjum. „Mitt fyrsta starf í þessum geira var í Jakarta í Indónesíu þar sem ég hóf minn feril ef svo má segja, en hluti af náminu í Danmörku var að fara í starfsþjálfun. Ég fór sem verkefnis stjóri til Jakarta til að innleiða umhverfis­ og öryggis­ stjórnun fyrir alþjóðlegt fyrirtæki. Nú er ég í fjarnámi í skóla í Bret­ landi í alþjóðlegri öryggisstjórn­ un. Ég er einnig í faghópi um umhverfis­ og öryggisstjórnun á vegum Stjórnvísi en markmið hópsins er að taka virkan þátt í umræðum um öryggismál ásamt ytri og innri umhverfis­ málum fyrirtækja.“ Áhugamál Leós tengjast að nokkru leyti vinnunni. „Ég hef mikinn áhuga á heilsueflingu almennt, rækta mína heilsu, bæði andlega og líkamlega, fer reglu lega í líkamsrækt og hef gaman af útiveru. Geng á fjöll og í heilsuvikunni hjá Actavis hvatti ég fólk til að fara saman í fjall göngu. Ég hef verið að stíga mín fyrstu skref í golfi á undan­ förnum tveimur árum og ætla að reyna að ná einhverjum tökum á þeirri íþrótt. Svo er á dagskrá hjá mér að fara á námskeið í flugu kasti í vor með vinum mínum. Ég hef alltaf veitt mikið, meðal annars með börnunum þremur, en þau eru stór hluti af mínu lífi. Skíði stunda ég þegar tækifæri gefst og fór ég með tveimur yngri börnum mínum í skíðaferð til Akureyrar fyrir stuttu sem heppn aðist mjög vel. Við notuðum meðal annars tækifærið til að fara í leikhús og sjá Rocky Horror sem krökkunum fannst mjög skemmtileg sýning. Þá er þess loks að geta að fjölskyldan á sum arbústað í Skorradal. Þar er gott að vera, góðar göngu­ leiðir og stutt í veiði og golf, sem sagt mjög góður sumardvalar­ staður.“ Leó Sigurðsson sviðsstjóri öryggis-, heilsu- og umhverfissviðs Actavis „Ég hef mikinn áhuga á heilsueflingu almennt, rækta mína heilsu, bæði andlega og líkam- lega, fer reglulega í líkamsrækt og hef gaman af útiveru. Geng á fjöll og í heilsuvikunni hjá Actavis hvatti ég fólk til að fara saman í fjallgöngu.“ Nafn: Leó Sigurðsson Fæðingarstaður: Reykjavík, 20. júlí 1968 Foreldrar: Ásta Lára Leósdóttir, Þorvarður Sæmundsson Börn: Ingólfur Hannes, 22 ára, Snædís Erla, 16 ára, og Alexander, 14 ára Menntun: B.Sc. í byggingar tækni­ fræði og M.Sc. í verkfræði með sér hæfingu í umhverfisstjórnun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.