Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2011, Blaðsíða 98

Frjáls verslun - 01.02.2011, Blaðsíða 98
98 FRJÁLS VERSLUN 1.tbl.2011 afi minn athafnamaðurinn M ér fannst sem það sem nú er kallað samfélagsleg ábyrgð væri inngróið í hugsunarhátt afa míns,“ segir Einar Krist­ inn Guðfinns son alþingis­ maður um nafna sinn og afa, athafnamann­ inn Einar Guðfinnsson í Bolungarvík. „Hann var alltaf með þarfir samfélagsins í huga,“ segir Einar yngri. „En hann hugs­ aði ekki um „samfélagslega ábyrgð“ sem þátt í ímynd fyrirtækisins eins og gert er í fyrirtækjum í dag. Ég held ekki að hann hafi vitað hvað almannatengsl voru enda ekki um það talað.“ Einar Kristinn eldri var lands­ kunnur athafna maður lengi á síðustu öld. Bolungar vík og hann voru jafnan nefnd í sömu andrá. Hann var aðalatvinnurekandi staðarins í sex áratugi; útgerðar­ maður, fiskverkandi, kaup maður og raunar tengdur flestum fyrir­ tækjum þar, sama hvort það var bakarí, raf veita, flutningar á landi og sjó eða vél smiðja – auk alls sem viðkom fiski. árabátaformaður Einar keypti upphaflega eignir Hæsta kaup­ staðarverslunar á Ísafirði í Bolungarvík 1. nóvember árið 1924, þá 26 ára gamall. Frá þeim degi var Víkin athafnasvæði hans. Áður hafði hann stundað útgerð á opnum báti frá Hnífsdal og enn fyrr inni í Djúpi. Hann var sem ungur maður meðal síðustu for manna á árabáti – Svarta Tóta. „Ég held að það segi töluvert um afa að honum tókst að gera út vélarlausan bát þegar aðrir voru almennt komnir með vélar í sína báta,“ segir Einar Kristinn. „Hann hafði ekki efni á að kaupa dýrara fley og þá varð árabáturinn að duga. Þetta var erfitt lengi og hann var alltaf gætinn í fjármálum.“ Í meira en 20 ár var atvinnurekstur Einars í Bolungarvík erfiður. Kreppan mikla skall á sex árum eftir að hann keypti þar. Einar segir að rétt fyrir kreppu hafi hann haft hug á að færa út kvíarnar og taka lán. Það fékk hann ekki og taldi það síðan gæfu sína að hafa ekkert lán fengið. Það voru líka sigrar í barátt­ unni. Einar var meðal stofnenda Íshúsfélags Bolungarvíkur og forsvarsmaður þess. „Hann var alltaf framsýnn og fékk ráðið því að þetta yrði vél frystihús en ekki íshús með klaka. Það reynd­ ist rétt ákvörðun,“ segir Einar Kristinn. Raunveruleg umskipti urðu þó ekki í rekstr­ inum fyrir en eftir síðari heimsstyrjöld. Þá tókst að koma upp varanlegum brimvarnar­ garði í Bolungarvík – Brjótnum – og hægt var að stækka báta og auka umsvif. Það var á þessum tíma sem fyrirtæki Einars tók að blómstra og árabátaformaðurinn fór að gera út togara. Framkvæmdamaður Einar Kristinn man eftir afa sínum frá því fyrst eftir 1960. Einar yngri fæddist 1955 en afi hans 1898. „Hann var alltaf mjög áhugasamur um allan reksturinn,“ segir Einar. „Hann var ár risull og fór þá gjarnan rúnt um fyrirtækin að sjá hvernig gengi. Honum hentaði betur að vera snemma á fótum en að vera að lengi frameftir. Hann gekk jafnan með hatt og sagan er sú að þegar hattbarðið vissi upp á enninu gekk vel en illa ef það slútti niður.“ Einar segir að afi hans hafi tekið þátt í dag legum störfum, til dæmis við saltfisk­ verk un, sem hann kunni vel frá fyrri tíð. Eftir því sem á leið tóku þrír synir hans meira og meira við rekstrinum en gamli maðurinn var alltaf með og vakinn og sofinn yfir velferð fyrirtækja og fólksins þar. „Okkur, sem yngri vorum, var innprentað að markmiðið væri að byggja upp samfél­ agið,“ segir Einar. „Hugsunarhátturinn var töluvert ólíkur því sem verið hefur í íslensku atvinnulífi síðustu ár. Hann fann til ábyrgðar á velferð fólksins. Það var alltaf pláss fyrir alla, jafvel þótt starfsorkan væri skert, og engum var sagt upp vegna aldurs.“ Einar segir einnig að afi hans hafi ekki haft sérstakan áhuga á pólitík. „Hann tók þátt í stjórnmálum en leit á það sem sam­ félagslega skyldu sína fremur en vegna brenn andi áhuga á stjórnmálum,“ segir Einar. „Hann var dreginn í hreppsnefnd því þar var gott að hafa framkvæmdamann, t.d. við að koma Brjótnum upp. En hann var ekki málrófsmaður og áhugasvið hans var á öðr um vettvangi en í stjórnmálunum.“ Einar Guðfinnsson alþingismaður segir frá afa sínum og nafna, Einari Guðfinnssyni athafnamanni í Bolungarvík. „Hann var alltaf með þarfir samfélagsins í huga.“ FAnn TiL áByrGðAr Hann gekk jafnan með hatt og sagan er sú að þegar hattbarðið vissi upp á enn- inu gekk vel en illa ef það slútti niður. Einar Guðfinnsson. TexTi: Gísli krisTJánsson VÍB – Eignastýringarþjónusta Íslandsbanka er leiðandi á íslenskum markaði og veitir alhliða eignastýringar- og verðbréfaþjónustu með áherslu á fagmennsku og æðslu. Eigna- og lífeyrisþjónusta Hefðbundin ávöxtun, sparnaður í áskri , stakar árfestingar og lífeyrissparnaður með aðstoð séræðinga okkar. Einkabankaþjónusta Viðskiptavinum sem gera ríkar krör býðst þjónusta sem er sniðin að þeirra þörm. Viðskiptastjóri annast stýringu eignasafns og veitir margvíslega ráðgjöf. Netbanki Viðskiptavinir hafa aðgengi að eignay‚rliti sínu í Netbankanum auk þess að hafa aðgang að Kauphöll og einu breiðasta sjóðaúrvali landsins †rir þá sem stýra eignasafni sínu sjál‚r. Fáðu nánari upplýsingar á www.vib.is eða pantaðu viðtal við ráðgjafa í síma 440 4900. Sparnaðarþjónusta ­rir alla VÍB veitir spari­áreigendum og fag­árfestum alhliða þjónustu Íslandsbanki | Kirkjusandi | 155 Reykjavík | Sími 440 4900 | vib@vib.is | www.vib.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 1 1 -0 4 0 2 Hjónin Einar Guðfinnsson og Elísabet Hjaltadóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.