Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2011, Blaðsíða 60

Frjáls verslun - 01.03.2011, Blaðsíða 60
60 FRJÁLS VERSLUN 3.tbl.2011 F yrirtækið Sportís var stofnað árið 1983 og vörumerkið Cintamani árið 1996. Ársvelta fyrirtækisins er um milljarður króna. Fyrirtækið lætur framleiða vörur sínar í verk­ smiðjum m.a. í Lettlandi, Búlgaríu, Tyrklandi og Kína og eru starfsmenn fyrirtækisins um fjörutíu. Hvað vefverslunina varðar er lögð áhersla á að viðskiptavinir geti séð hvað er til á lag­ er fyrirtækisins í hverju landi og er hægt að fá nánast alla vörulínuna með því að panta á netinu. Vörur frá Cintamani eru seldar í um þrjátíu verslunum á Íslandi og í verslunum í Dan­ mörku og Noregi. Í ágúst munu vörur frá Cintamani fást í Bandaríkjunum og tæplega tuttugu útivistarverslunum í Þýskalandi. „Við viljum alls ekki byrja á of mörgum mörkuðum heldur gera vel þar sem varan mun fást,“ segir Dagný Guðmundsdóttir, rekstrarstjóri hjá Cintamani. „Við viljum heldur ekki vera með lítið af vöru í mörgum verslunum. Við viljum góðar verslanir í góð­ um borgum.“ Dagný segir að áherslurnar í rekstrinum séu að ná fullkomnum fókus á kjarnastarf­ semina, sem er Cintamani­merkið. „Við erum að taka hönnunina og framleiðsluferlið í gegn til að búa okkur undir útflutninginn sem byrjar af alvöru á næsta ári auk þess sem við erum að bæta við verksmiðjum sem framleiða fyrir okkur til að stytta af­ hend ingartíma svo vörurnar komi fyrr í versl anir. Pantanir fyrirfram frá útlöndum fyrir haustið 2011 eru nú þegar orðnar um 60% af heildsölu Cintamani. Í fyrra var þessi tala 7%. Við viljum gera vel og leggj um alla áherslu á að geta byggt upp sterkt merki í Evrópu. Við verðum með lager í Þýskalandi og verðum í stakk búin til að afhenda kúnnum okkar vöruna reglulega og á réttum tíma. Framleiðendur okkar eru spenntir fyrir Þýskalandsmarkaði og styðja vel við bakið á okkur. Þeir verða með efni á lager til að hægt verði að anna eftirspurn á mest seldu vörunum. Við verðum með NOOS­prógramm (never out of stock) þar sem tuttugu best seldu vörurnar okkar eiga alltaf að vera til. Þetta hefur háð rekstrinum mikið hingað til en þegar salan er eins góð og hún hefur verið eigum við bestu hlutina oft ekki til í réttum stærðum og litum. Þetta breytist með haustinu.“ Cintamani „Við viljum alls ekki byrja á of mörgum mörkuðum held­ ur gera vel þar sem varan mun fást,“ segir Dagný Guðmundsdóttir, rekstr ar­ stjóri hjá Cintamani.“ Dagný Guðmundsdóttir. „Pantanir fyrirfram frá útlöndum fyrir haustið 2011 eru nú þegar orðnar um 60% af heildsölu Cintamani.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.