Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2011, Blaðsíða 91

Frjáls verslun - 01.03.2011, Blaðsíða 91
FRJÁLS VERSLUN 3.tbl.2011 91 sögn gerir „Master Blenderinn“ þeirra í Skotlandi það þegar hann bland ar viskíið því með þeim hætti finnur maður fleiri bragðtegund ir en ella. Því næst fór Peter með ljóð eftir Skotann Robert Burns og sagði að skáldið hefði gjarn­ an farið með það við upphaf máltíða. Skoska stemningin á Hótel Holti var í algleymingi. Svo skemmtilega vildi til að blaðamaður Frjálsrar verslunar og Chivas­sendiherrann voru borðfélagar og gafst því gott tækifæri til þess að spyrja hann um starfið. „Já, ég er svokallaður sendi­ herra og starfið felur í sér talsverð ferðalög. Ég ferðast aðallega um í Danmörku, þar sem ég bý að staðaldri, og er með smökkun fyrir ýmsa og ólíka viðskiptavini. Ég kenni líka viskífræði. Stundum fæ ég tækifæri til þess að ferðast til annarra landa, eins og hingað til hins fallega Íslands,“ sagði Peter á skemmtilega blæ brigð a­ r íkri skosku. „Það er mjög algengt að fólk sé hrætt við að blanda vatni saman við viskí en eins og ég mun sýna ykkur hér er það er eiginlega nauðsynlegt til þess að finna hinar mismunandi bragðtegundir viskísins. Ef þú drekkur viskí með ísmolum færðu ekki allt bragðið, kæling­ in sér um það. Vatnið ætti að vera við stofuhita, sama hita og viskíið. Fyrir þá sem eru að byrja að drekka viski er 12 ára Glenlivet kjörinn kostur, bragð þess einkennist af suðrænum ávextum, sérstaklega ananas. Það er þægilegt og mjúkt. Það eru raunverulega til tvær gerðir af viskíi. Hið upphaflega maltviskí var fyrst nefnt til sög­ unnar í Skotlandi árið 1494. Að sjálfsögðu hafði viskí verið þekkt í Skotlandi öldum saman áður, en þetta tiltekna ár er það í fyrsta sinn nefnt opinberlega. Síðan fóru bændurnir að búa til viskí. Það var gefið leyfi af yfirvöldum til þess að menn byggju til viskí fyrir sig og fjöl­ skyldu sína, en þeir brugguðu auðvitað eins mikið viskí og þeir gátu og fóru að nota það sem gjaldmiðil eða greiðslu fyrir ýmislegt eins og leigu á býlum og landi. Þetta þoldu yfirvöld illa og árið 1644 hófu þau að skattpína bændurna. Hina viskí tegundina, kornviskí, var farið að búa til árið 1830 en hún var gerð úr ýmiss konar korni. Nú gátu Skotarnir farið að framleiða mikið magn af viskíi á skömmum tíma og keppt við brandí eða kon íak sem fólk af mið­ og efri mið stétt drakk mikið af.“ Kálfakjöt marínerað í 18 ára gömlu viskíi Nú var forrétturinn borinn fram sem var skötuselur og humar. Aðalrétturinn var kálfakjöt sem hafði verið marínerað í 18 ára gömlu viskíi í tvo sólar­ hringa, var það einkar ljúffengt og viskíbragðið virkilega góð tilbreyting. Eftirrétturinn var þétt, dökkt súkkulaði með unaðslegri viskísósu. Siglingar með þúsundir viskíáhugamanna Peter Vjær sagði að maltviskíið væri oftast einmöltungur (single malt), eins og Glenlivet sem er frá einu sérstöku viskíbrugg­ húsi. Nú eru starfandi 95 viskí brugghús í Skotlandi og hvert þeirra framleiðir einstakt single malt­viskí. Það er einmitt sú gerð sem vakið hefur mest­ an áhuga viskíunnenda og fer hann enn vaxandi. Það er mikið skrifað um single malt­viskí, safnarar og áhuga­ menn eru mjög margir og hald n ar eru smakkanir, sýningar og hátíðir um víða veröld. Til gam ans má geta þess að sér­ stakar viskísiglingar eru farn ar frá Stokkhólmi til Finnlands með þúsundum viskíáhugamanna innanborðs. 95% af viskíframleiðslunni fara í það sem kallast „blended scotch“, tegundir eins og Chiv as Regal, Ballantine’s og Johnny Walker. Blandað viskí er aðaldrif fjöður viskíbransans. Eða eins og Peter Vjær sagði: „Þú getur borið þessar tvær viskítegundir saman við hljóm­ sveit. Ef aðeins væri leikið á eitt hljóðfæri væri um að ræða ein möltung en þegar margir hljóðfæraleikarar koma saman fáum við samhljóm. Það færðu í „blended scotch“. Það hefur því oft meira fram að færa en single malt.“ 12 Chiv as Regal er mest selda tegundin af blönduðu viskí, enn bragð þess minnir á hunang og sætu. Glenlivet hefur hinnsvegar vinninginn í single malt flokknum. Eftir kvöldverðinn fór fram smökkun á þremur tegundum viskís og sendiherrann fræddi gesti almennt um viskí. Smakkað var 17 ára Ballan­ tine’s, 18 ára Glenlivet og 21 árs Glenlivet og þessari fræði­ legu og bragðgóðu kvöldstund lauk svo með Ballantine’s­ kokt eil með kókosívafi á barnum. Smakkað var 17 ára Ballantine’s, 18 ára Glenlivet og 21 árs Glen livet og hinni fræð ilegu og bragð góðu kvöld­ stund lauk svo með Ballantine’s­ kokt eil með kókosívaf á barnum. Ljúffengur forréttur með viskítónum; skötuselur og humar. Steinþór Einarsson hjá Mekka Wine&Spirits bauð gesti velkomna í viskíkvöldverðinn á Hótel Holti. Í þessum þremur staupum eru eðaldrykkirnir 17 ára Ballantine’s, 18 ára Glenlivet og 21 árs Glenlivet.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.