Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2011, Blaðsíða 98

Frjáls verslun - 01.03.2011, Blaðsíða 98
98 FRJÁLS VERSLUN 3.tbl.2011 afi minn athafnamaðurinn Þ að er Stuðmaðurinn Jakob Frí ­ mann sem lýsir þessum ferð um afa síns og nær alnafna, kaup­ félagsstjóra KEA, milli allra starfs­ stöðva félagsins í bæn um. Orðið „starfsstöð“ var að vísu ekki til á þessum eftirstríðsárum heldur var talað um deildir – deildir Kaupfélags Eyfirðinga, Ak ureyri. En rúnturinn hófst á bryggjunni þaðan sem karlar, sem seldu afla sinn til KEA, reru, og svo í frystihúsið, mjólkurstöðina, slippinn, búðirnar og iðnfyrirtækin þar sem saumaðar voru Iðunnarúlpur, sólaðir Gefjunarskór, soðin Sjafnarsápa og brennt Bragakaffi. Þetta var löng röð – langt í frá allt er talið hér – og ferðinni lauk hálfum öðrum klukku tíma síðar á upphafsstað og við morgun­ verðarborðið í Þing vallastræti 2. Ljúfir morgnar „Borghildur Jónsdóttir, amma mín, var mikil matselja og hús móðir, sú mesta sem ég hef vitað, hjúkrunarkona að mennt og hún framreiddi þarna kjarn góðan morgunverð og sann kallað hollmeti fyrir okkur,“ segir Jakob Frímann um minn ingu þessara ára þegar hann var nánast fóstursonur á heimili kaupfélagsstjóra KEA – fyrst í láni þar meðan foreldrarnir voru í Vesturheimi og síðar sem vikapiltur og sendi sveinn, einmitt hjá KEA. Hann vann bæði í Alaskabúðinni og byggingarvörudeildinni. En þessi mynd af þeim Jakobunum sýnir hvernig Akureyri var á mestu velmektar­ árum KEA. Jakob Frímannsson kaupfél ags­ stjóri var allt í öllu. Hann gjörþekkti alla starf­ semi félagsins og þekkti alla og réð miklu. Klukkan 10.15 fór hann á Hótel KEA og hélt þar kaffifund með lykilstjórnendum og allan daginn fram á kvöld var stöðugur straumur manna á fund kaupfélagsstjórans að fá úrlausn daglegra vandamála, hvort sem það var með víxil að skrifa upp á eða ræða um úttekt. Stærra en ríkið Jakob var líka lykilmaður í Sambandi ís lenskra samvinnufélaga og stjórnarfor­ maður þar á þeim árum þegar SÍS varð stærra en ríkið. Og hann sat í bæjarstjórn á Akureyri og í stjórnum svo margra félaga að hann hafði vart tölu á. Jakob Frímann segir að þegar afi hans settist í helgan stein hafi þeir náð að telja upp 24 félög þar sem hann var í stjórn. Jakob kom til starfa hjá KEA árið 1915. Hann varð kaupfélags stjóri 1940 og sat til ársins 1971, þá kominn yfir sjötugt, fæddur árið 1899. Þetta eru 56 ár að frátalinni námsferð í Verslunarskólann. KEA varð að stórveldi á stjórnarárum hans og langstærsta kaupfé­ lag á Íslandi. „Völd hans kunna að þykja mikil en hann sinnti sínum verkum með þeim hætti að það elskuðu hann allir,“ segir Jakob. „Þessu réð geðslag hans. Allir sem kynntust honum tóku eftir þessu ljúfa geðslagi. öllum leið vel í návist hans og ég veit ekki til að hann hafi æst sig eða skammast við nokkurn mann.“ Þó var á það deilt að eitt fyrirtæki hefði svo mikil áhrif í bæjarfélaginu og nágranna­ byggðum. Akureyri og KEA voru nánast eitt og hið sama um nokkurra átatuga skeið. Og einn maður, kaupfélagsstjórinn Jakob Frímannsson, hélt um alla þræði: Skórnir á fótunum, skyrið á diskinum og gosflaskan í hendinni – allt var frá KEA. Búmannsvit Jakob Frímann segir afa sinn hafa búið yfir miklu búmannsviti. Í því felst að vera bæði framsækinn og gætinn. Búmannsvitið hafði hann með sér að heiman úr Svarfaðardal. Og hann var samvinnumaður af hugsjón. „Smæð samfélagsins gerði það að verk­ um að einn maður gat haft yfirsýn yfir alla þætti; verið með fingur á púlsinum og hald ið um leið trúnaðartrausti,“ segir Jakob. En svo fór allt að lokum að allt sem búið var að byggja upp sundraðist. „Afi minn horfði upp á það á ævikvöldi sínu að sjá KEA og SÍS verða að dufti og hverfa. Hann tók það nærri sér og skildi ald rei hvað hafði gerst,“ segir Jakob Frímann og skýrir endalokin með skorti á búmannsvitinu sem afi hans hafði. „Að fá að dvelja svo þétt við hlið afa Ja kobs á uppvaxtarárunum hefur hins vegar reynst mér hið dýrmætasta veganesti í lífi nu,“ segir Jakob Frímann. „Ég geymi styttu af honum í stofu minni og hugsa til hans oft á dag. Hann var engum líkur.“ Þegar klukkan var sjö að morgni flesta daga ársins var Buick­bifreið með ein kenn­ isstafina A 4 ekið frá Þingvallastræti 2 á Akureyri og niður á bryggju. Undir stýri sat Jakob Frímannsson kaupfélagsstjóri og við hlið hans dóttur sonurinn Jakob Frímann Magnússon. Morgunrúnturinn um deildir KEA var að hefjast. Bjó yfir MiklU BúMannsViti „Öllum leið vel í návist hans og ég veit ekki til að hann hafi æst sig eða skamm ast við nokkurn mann.“ Jakob Fríman Magnússon. TexTi: Gísli krisTJánsson „Afi minn horfði upp á það á ævikvöldi sínu að sjá KEA og SÍS verða að dufti og hverfa.“ – segir Jakob Frímann Magnússon, fyrrverandi sendill hjá KEA um afa sinn Jakob Frímannsson CT 200h - eldsneytisnotkun í blönduðum akstri er 3,8 - 4,1 l á 100 km. Útblástur CO2 er 87 - 94g á km í blönduðum akstri. HLJÓÐLÁTA BYLTINGIN ER HAFIN NÝR LEXUS 200h. FYRSTI HYBRID-FÓLKSBÍLINN Í FLOKKI SMÆRRI LÚXUSBÍLA Lexus CT 200h fer í fylkingarbrjósti hljóðlátrar byltingar. Háþróuð hybrid-vélin nær að skapa hljóðlátt samspil sparneytni og lítils útblásturs. Eftir sem áður ber fumlaust viðbragð og lipurð í akstri vitni um að þetta er Lexus, að hægt er að draga úr mengun og sóun án þess að slá af kröfum um fágun og framúrskarandi gæði. Heimsæktu okkur á www.lexus.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.