Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2011, Side 52

Frjáls verslun - 01.04.2011, Side 52
52 FRJÁLS VERSLUN 4.tbl.2011 aflamarks. Bersýnilegt er að hugmynd sjávar útvegsráðherra er að handstýra fisk­ veiðum í mun ríkari mæli en áður hefur tíðkast. Hagrænar afleiðingar þeirra breytinga sem í þessu frumvarpi felast eru aug ljós­ ar. Strandveiðar eru dæmigerðar sam ­ keppn isveiðar (Gordon 1954). Sá afli sem þangað fer skilar því engu til þjóðarbúsins. Launatekjur strandveiðisjómanna eru launatap sjómanna hjá öðrum útgerðum. Sá hreini hagnaður sem yrði af viðkomandi afla hjá aflamarksútgerðum gufar upp í bátamergð og ofsókn strandveiðanna og er samfélaginu glataður. Í þessu samhengi er vert að hafa í huga að með fyrirhugaðri aukningu munu strandveiðarnar nema hátt í 5% af leyfilegum þorskafla á yfir stand ­ andi fiskveiðiári. Strandveiðarnar jafngilda því í raun að þessum þorskafla, um 8 þús. tonnum, sé kastað á glæ. Úthlutun aflahlutdeilda til stuðnings byggð um er í rauninni millifærsla afla frá hagkvæmum útgerðum og útgerðar svæð ­ um til þeirra sem slakari eru. Í þessu felst augljóst beint þjóðhagslegt tjón auk hins óbeina sem felst í að brengla hvata og ýta undir kostnaðarsama rentusókn. Sé svona sértækur stuðningur talinn skynsamlegur á annað borð væri miklu betra að fá við ­ komandi aðilum jafngilda upphæð í krón­ um og leyfa þeim síðan að kaupa þær afla­ heimildir sem þeir kysu. Aukin skattheimta í formi veiðigjalds veikir sjávarútvegsfyrirtækin, minnkar fjárfestingargetu þeirra og brenglar fjár­ festingar. Hún dregur úr sam keppn­ ishæfni íslensks sjávarútvegs á alþjóð­ legum mörkuðum fyrir sjávarvörur, þar sem samkeppni fer nú ört vaxandi m.a. vegna fiskeldis auk þess sem flestar sam ­ keppnisþjóðir okkar hafa nú þegar tekið upp aflamarkskerfi í sínum fisk veið um án þeirra viðamiklu opinberu gjalda og kvaða sem nú þegar eru lögð á íslenskan sjávarútveg og enn á að þyngja. Um aukið vald ráðherra og afskipti af starfsemi í þessum atvinnuvegi þarf ekki að ræða. Slíkt er sjaldan til annars en efna­ hagslegrar óþurftar, enda lúta ráðherr ar stjórnmálalegum lögmálum sem snúast um völd en ekki efnahagslega hagsmuni þjóð­ arheildarinnar (Buchanan og Tullock, 1962). Stóra frumvarpið Stóra frumvarpið er miklu viðameira en hið litla. Það felur í sér öll aðalatriðin í litla frumvarpinu en þar að auki grund vallar ­ breytingu á gildandi stjórnkerfi fisk veiða. Aflamarkskerfið er ekki beinlínis lagt af. Hins vegar er svo nærri því gengið að það verður ekki nema svipur hjá sjón nái frum ­ varpið fram að ganga. Breytingar á stjórnkerfi fiskveiða sam­ kvæmt þessu frumvarpi eru mjög margar og ekki rúm til að rekja þær allar hér. Veiga mestar virðast eftirfarandi: • Eignarréttur á varanlegum aflaheimildum er afnuminn. • Framsal aflahlutdeilda er bannað. • Leiga aflamarks er takmörkuð enn frekar. • Veðsetning aflahlutdeilda er bönnuð. • Veiðigjald er tvöfaldað. • Mjög aukinn hlutur leyfilegs heildarafla er tekinn til hliðar til sérstakrar úthlutunar meira og minna eftir geðþótta ráðherra. Eignarréttur á varanlegum aflaheim­ ildum afnuminn Í stað núverandi ótímabundins eignarréttar á varanlegum aflaheimildum, svokölluðum aflahlutdeildum, kemur skýr eignarréttur ríkisins. Jafnframt er tekið fram að óheimilt sé að láta þennan eignarrétt af hendi. Hér er því um skýra óafturkræfa þjóðnýtingu að ræða. Þar sem öðru er iðulega haldið fram er vert að vekja athygli á því að hér er ekki verið að færa eignarrétt á nytja­ stofn um eða auðlindum sjávar til þjóð ar­ innar – þessar auðlindir hafa aldrei verið í eigu eða umsjón kvótahafa. Það sem hér er um að ræða er að færa réttinn til fisk ­ veiða til ríkisins. Frumvarpið skapar í raun einka rétt ríkisins til þessarar at vinnu starf­ semi, þ.e. að veiða eða láta veiða fisk við Íslandsstrendur. Í frumvarpinu er að finna heimild fyrir sjávarútvegsráðherra að gera tímabundna nýtingarsamninga við einstaklinga og fyrirtæki, fyrst til 15 ára að hámarki, síðan mest til átta ára. Tekið er fram að nú ver ­ andi handhafar aflahlutdeilda eigi rétt á svona samningum, en ekkert tekið fram að öðru leyti um inntak samninganna eða tímalengd. Þannig er ljóst að ráðherra hefur verulegt svigrúm til að koma sínum hugðar efnum að í þessari samningsgerð. Það svigrúm er enn víðara við hugsanlega endurnýjun nýtingarsamninga. Þetta skapar augljós tækifæri til kostnaðarsamrar rentu sóknar og fyrirgreiðslupólitíkur. Frá hagfræðilegu sjónarmiði er kjarni þess arar breytingar sá að eignarréttur í atvinnustarfsemi er stórlega skertur. Útgerðar aðilar verða leiguliðar ríkisins með leigusamning sem mest getur numið átta árum þegar fram í sækir en gæti vel orðið skemmri. Þar með hafa útgerðar ­ aðilar, þeir sem raunverulega stunda veið arnar, miklu minni hvata en áður til langtímauppbyggingar í þessari atvinnu ­ grein hvað snertir (i) fiskistofna, (ii) vernd ­ un lífríkisins, (iii) fjárfestingar í fjármun ­ um, mannauði og tækniframförum, (iv) markaðsþróun og (v) nýsköpun yfirleitt. Þetta er þeim mun alvarlegra þegar haft er í huga að mjög stór hluti þess arðs sem skapast hefur í fiskveiðum frá því afla ­ marks kerfið hóf göngu sína hefur einmitt orðið vegna þessara þátta. Í stórum drátt ­ um er með þessari breytingu tekið upp það kerfi leiguliða í landbúnaði sem fyrr á öldum tíðkaðist hér á landi og víða um heim og leiddi til gríðarlegrar óhagkvæmni og stöðnunar. Ljóst er að þessi stutti samningstími sem í þessu frumvarpi felst rýrir markaðsvirði aflahlutdeilda verulega. Gróft mat á þessari verðmætarýrnun er að finna í hólfi 1. Vert er að hafa í huga að þótt þessi eigna ­ upptaka sé formlega bundin við sjávar ­ út veginn getur ekki farið hjá því að hún grafi undan öryggi eignarréttarins í öðrum at vinnuvegum. Á það ekki síst við um þá atvinnuvegi sem grundvallast í ríkum mæli á náttúruauðlindum eins og orku ­ geir ann, ferðamannaiðnað og jafnvel land­ búnað. Ef frumvarp þetta gengur eftir í sjávarútvegi, hversu langt er þess að bíða að hliðstæð kerfisbreyting eigi sér stað í þessum atvinnuvegum? Eigi ekki að mis ­ muna atvinnuvegum landsmanna er það í rauninni óhjákvæmilegt. Framsal aflahlutdeilda bannað Frumvarpið bannar framsal aflahlutdeilda, þ.e. aflaheimilda umfram eitt veiðitímabil. Erlendir lánardrottn­ ar og fjárfestar hljóta að velta fyrir sér hvort unnt sé að treysta ríkis stjórn sem dembir slík um ósköp ­ um yfir lands menn. Fram kom in frumvörp eru því einnig til þess fallin að minnka al ­ þjóðlegt traust á Íslandi og láns hæfi landsins á fjár mála­ mörkuðum.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.