Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2011, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.07.2011, Blaðsíða 24
24 FRJÁLS VERSLUN 7.tbl.2011 ég var barn og lék mér við Lauga veginn kynntist ég glaðlyndum leik fangasala sem nokkrum sinnum á ári kríaði út innflutningsleyfi og fékk send leikföng frá útlöndum í vold ugum trékassa með járngjörðum. Kaup maðurinn kom sjálfur út í portið með klaufhamar. Barnagull in voru vafin í hálmstrá. Ef ég var á vettvangi spurði ég ætíð sömu spurn ingarinnar: „Hvað er í kassan­ um?“ Og leikfangasalinn svaraði, móður og másandi: „Það er mosi frá kónginum, vinur minn.“ Hann var indæll maður og minnti mig dálítið á Gissur Gullrass úr teiknimyndun­ um. Í þessari ritgerð kíki ég ofan í kassann sem hnattvæðing viðskipta­ lífsins sendi okkur á nýrri öld og spyr: Hvað er í kassanum? Er evran verðlaus mosi frá kónginum? Og hvað með efnahagsbylt inguna í Kína og stöðu Bandaríkjanna? Allt mosi frá kónginum? Á mörkuðum fyllast menn stundum óvissu og á þá rennur æðibunugang ur. Fyrirvaralaust getur eitthvert smá ræði fyllt kaupendur eða selj end ur skelfingu og upp úr því fær enginn ráðið við atburðarásina, þar til lægir aftur. Þarna gilda óræð lög mál hjarðhyggj- unnar og ógerlegt er að spá nákvæm­ lega um upphaf, um fang og endalok slíkra atburða. Við þessar aðstæður eru hagfræðingar í svipaðri stöðu og jarðfræðingar. Jarð fræðingar eru vel upplýstir um orsakir og eiginleika jarðskjálfta og hvar þeirra er helst að vænta – vegna misgengis jarðlaga og annarra þátta – en fræðingarnir geta ekki tímasett skjálftana og spáð stærð þeirra. Eigi að síður er enginn skortur á kokhraustum hagfræðingum sem allt vita. Þeir eru ósparir á hrunspár, vita nákvæmlega til hvaða úrræða á að grípa og sjá greinilega fyrir hvernig ráðvilltur markaðurinn bregst við bjargráðum af ýmsu tagi. Þetta eru kranahagfræðingarnir, sem ég nefni svo eftir erlendum hag fræðingi, vitrum og gamalreynd um, sem heimsótti Ísland nokkrum miss erum fyrir hrun. Hann spáði því að íslenska hagkerfið væri yfirkeyrt og komið að fótum fram og nefndi því til staðfestingar frum skóg bygg ingar krana á leiðinni frá Leifsstöð til Reykjavíkur. Nú hef ég slegist í leikinn; hér kemur smá skammtur af kranahagfræði. Fyrst fáein orð um horfurnar í Kína og Banda ríkjunum og síðan hugleiðingar um evruna og Evrópusambandið. Kaupmaðurinn kom sjálfur út í portið með klaufhamar. Barna­ gullin voru vafin í hálmstrá. Ef ég var á vettvangi spurði ég ætíð sömu spurningarinnar: „Hvað er í kassanum?“ Og leik fangasalinn svaraði, móður og másandi: „Það er mosi frá kóng inum, vinur minn.“ kína: púðurkerling? Undanfarna áratugi hafa Kínverjar ekki látið sér nægja að skreyta lands- lagið með byggingarkrönum; þeir hafa á einu bretti og fyrir framtíðina byggt borgir sem bíða mannlausar en rólegar eftir borgurunum – með öllu sem tilheyrir, svo sem miðbæ, úthverf­ um, einbýlishúsum, íbúðarblokkum, verslunarhúsnæði, opinberum bygg­ ing um og samgöngukerfi. Ég trúði þessu tæplega, þegar ég las frásögn um málið í erlendu stórblaði, en þarna kemst kranahagfræðin vissulega í feitt, ef satt reynist! Uppgangurinn mikli í Kína undanfarna áratugi er reistur á útflutningi og innlendri fjár festingu svo sem í samgöngum og öðr um máttar­ viðum kerfisins, stóriðju og húsnæði. Neysluútgjöldum hefur verið haldið niðri. Í Kína er hlutfall einkaneyslu af þjóðarframleiðslu um 1/3, en það er sem næst helmingur sama hlutfalls í Bandaríkjunum og um það bil 2/3 hlutfallsins í Japan og flestum ríkjum Vestur-Evrópu. Kínversk stjórnvöld hafa nýlega sett sér það markmið að auka hlut neytenda í þjóðarframleiðsl- unni til að tryggja stöðugan hagvöxt til langs tíma – en það er nauðsynlegt ef hægir á vexti útflutningsgreina. Kínverjar hafa þróað nær óskilj an - lega blöndu af sósíalísku og kapí tal- ísku hagkerfi sem vaxið hefur með ógnarhraða undanfarna áratugi. Ef Þráinn Eggertsson hagfræðingur metur hér horfurnar í efnahagsmálum heimsins fyrir Frjálsa verslun. Hann kíkir ofan í kassann sem hnattvæðing viðskiptalífsins sendi okkur á nýrri öld og spyr: Hvað er í kassanum? Er evran verðlaus mosi frá kónginum? Og hvað með efna hagsbyltinguna í Kína og stöðu Bandaríkjanna? Allt mosi frá kónginum? MOSI FRÁ KÓNGINUM? HOrfur Í EfnaHagsMáluM HEiMsins Og staða Evrunnar Þegar Greinarhöfundur, Þráinn Eggerts­ son, er prófessor í hagfræði hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands og Hertie School of Governance í Berlín. Hann var um árabil alþjóðlegur heiðursprófessor við New York University og gistiprófessor við Columbia University í New York og ýmsa aðra bandaríska há skóla. Hann hefur einn ig starf ­ að hjá Max Planck­stofn un inni í Þýskalandi og verið gesta pró­ fessor við Hong Kong háskóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.