Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2011, Blaðsíða 39

Frjáls verslun - 01.07.2011, Blaðsíða 39
FRJÁLS VERSLUN 7.tbl.2011 39 Einkenni á frumkvöðlum sem hafa komið fram í rann sóknum eru eins og: Ásókn í áskoranir, áhættu þol og vilji til að læra af mistök um, skapa sína eigin gæfu, sjálfstæði, ákveðni, frum ­ kvæði, frumleiki, trú á sjálf an sig, ábyrgðartilfinn ing, tækifærisþrá hyggja, þörf fyrir endurgjöf, framtíðar sýn, óvissu þol, ofurbjartsýni, stefnufesta og leiðtoga hæfni. ar mynd. Hins vegar hefur teoretísk umræða um frumkvöðla skipst í tvo flokka sem byggja á talsvert ólíkum forsendum. Annars vegar ákveðnu raunsæi og vísindalegri hegðun þar sem hlutverk frumkvöðulsins er að greina tækifæri og meta fýsileika þeirra áður en hann hefur aðgerðir. Áhersla á við skipta - áætlanir er dæmi um þetta raunsæ is mat sem frumkvöð ullinn þarf að hafa sam kvæmt þessari hugmyndafræði. Hins vegar hefur umræðan snúist um skap andi hugsun og aðgerðir það sem hug myndir eru skapaðar og mótaðar með hug myndaflugi, þróun og prófun. Hann hefur frum kvæði til þess að gera hlutina. Það sem snýr að rann sóknum og greiningum kallast greining ar hæfni en það sem snýr að frumleika og til raunum sköpunarhæfni. Því meira sem fólk vinnur með frum­ kvöðlum, hvort sem ráðgjafar, samstarfsmenn eða fjárfestar, því betur áttar fólk sig á hvað það er mikilvægt að frumkvöðl ar hafi hæfni til þess að eiga og vilja eiga samskipti. Tengslanet, hvernig frumkvöðlar „selja“ viðskiptahugmynd ina, framboðið og fyrirtækið og hvernig frum kvöðl ar skapa teymi og hvetja það eru þættir sem geta skipt höfuðmáli. Þriðja hæfnin sem frumkvöðlar ættu að hafa er þar af leið- andi samskiptahæfni. Full ljóst er að það er erfitt og næstum ómög ulegt fyrir einn einstakling að vera með sterka greining ar- hæfni, sköpunarhæfni og samskiptahæfni og þess vegna er yfirleitt reynt að skapa þessa hæfni í frumkvöðla teym inu frekar en hjá einum frumkvöðli og um leið skapa trúverðugleikann að teymið muni gera viðskiptahugmyndina að veruleika. Geðveikin Á Vísindavefnum segir: „Þegar talað er um geðveiki er oftast átt við geðklofa og geð hvarfasýki. Einkenni geðveiki eru alvarlegar andlegar truflanir, svo sem ranghugmyndir eða of skynjanir og skert raunveruleikaskyn.“ Einhver myndi segja að ranghugmyndir og ofskynjanir og skert raunveruleikaskyn og einhverskonar geðklofi lýstu einkenn um frum kvöðla býsna vel. Það er þó meira í gamni en alvöru. Hins vegar leynir sér ekki að þegar eiginleikar frum­ kvöðla eru skoðaðir að þá er til ansi mikils ætlast af einum manni og óraunhæft að hann geti verið slíkur súp ermaður. Hagfræðingurinn Schumpeter, sem skrif aði einna fyrstur um frumkvöðla í efna hags legu samhengi, talaði reyndar um eins konar súpermann þegar hann talaði um frumkvöðul- inn. Geðveikin snýst þess vegna kannski frekar um að ætla frumkvöðl inum um of frekar en að byggja upp teymi sem hefur t.d. þá þríþættu hæfni sem áhersla er lögð á í Viðskiptasmiðj unni til þess að skapa trúverðugleika. Ef slík hæfni er geðveiki þá væri óskandi að öll þjóðin væri geðveik og sæi ávinninginn í að vinna saman og rækta greiningar­, sköpun ar- og samskiptahæfni til þess að skapa trúverðuga verðmætasköpun til framtíðar. fjallað um Björk guðmundsdóttur í nordic innovation: Eiginlega er Björk frum-kvöðull í tvennum skiln­ingi. Hún hefur á liðnum þremur áratugum átt stóran þátt í að kynna íslenska tónlist í útlöndum og opna öðrum tónlistarmönnum leið inn á erlendan markað. Sjálf hefur hún verið í röðum hinna stórtækustu útflytjenda á tónlist og stutt aðra. Í þessum skilningi má líta á hljómsveitir sem sprotafyrirtæki. Hugmynd- ir verða til, þær eru gerðar að seljanlegri vöru – og seldar. Hins vegar hefur Björk lagt sitt af mörkum við nýsköpun á Íslandi í gegnum verkefni sem hún kallar Neista. Neisti gat af sér Klak, þar sem ungu fólki gefst færi á að klekja út nýjum hugmyndum. Frumleg Um þessa þætti í starfi Bjarkar er fjallað í Nordick Innovation. Þar er bent á að Björk hafi sent frá sér ekki færri en sjö hljóm­ plötur, sem allar hafi náð langt á alþjóðlegum tónlistarmarkaði. Og eins og margir aðrir frum - kvöðlar fer hún sínar eigin leiðir. Hún hermir ekki eftir öðrum. Þetta hefur aflað henni virðing- ar og varð m.a. til þess að sænska tónlistarakademían veitti henni í fyrra „The Polar Music Prize“ sem líkt er við Nóbelsverðlaun – bara í tónlist. Í viðtali í Nordic Innovation kemur frumkvöðulshugsun Bjarkar einmitt fram. Hún mæl ir gegn sérkennalausri fjölda - fram leiðslu á tónlist og segir: „Allt sem er gott gerist hægt. Ný sköpunin er lykillinn að velgengni.“ Hvert stefnir? Hún talar einnig um nauðsyn einlægni. Það borgi sig ekki að berast á og þykjast vera mikill; raunveruleg og einlæg sköpun verði að búa að baki. Hún talar líka um að enginn sem reynir að gera eitthvað nýtt sjái fram úr því sem fyrir höndum er. „Ég sé oft ekki skóginn fyrir trjánum,“ segir hún en reynir samt að átta sig og skapa eitt­ hvað nýtt. Þetta er sami vandi og aðrir frumkvöðlar lenda í. Meðan hugmynd er að þróast vita menn oft ekki hvert stefnir. Því skiptir miklu að reyna að átta sig á hvað menn vilja og fylgja svo því óháð öllum tískubylgjum. „Stöðnun er hinn valkosturinn ef ekkert nýtt er skapað,“ segir Björk. „Tækni er verkfæri sem við notum við að skapa en það eru hugmyndirnar sem eru skapandi.“ Og í Nordic Innovation er álykt- að sem svo að „andi ný sköp - un ar“ geri Björk sérstaka og að mikilvægum listamanni. fruMkvöðullinn Björk Björk Guðmundsdóttir er skærasta tónlistarstjarna Íslands. Hún er það íslenska nafn sem flestir útlending- ar þekkja. En Björk er ekki bara tónlistarkona, hún er einnig frumkvöðull. Það vill oft gleymast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.