Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2011, Side 61

Frjáls verslun - 01.07.2011, Side 61
FRJÁLS VERSLUN 7.tbl.2011 61 Að sögn for­stjór ans, Páls Harð arsonar, óx Kauphöllin hægt í fyrstu sem breyttist á tíunda áratug síðustu aldar, en 75 fyrirtæki voru skráð þegar mest lét um aldamótin: „Um það leyti var Kauphöllin stærsta sjávarútvegskauphöll í heimi. Hlutur fjármálafyrir­ tækja óx hratt og fyrir hrun til­ heyrði um 80% markaðsvirðis skráðra fyrirtækja fjármálageir­ anum. Á sama tímabili fækk aði sjávarútvegsfyrirtækjum. Best væri að markaðurinn end ur­ speglaði efnahagslífið með fjöl breyttari flóru fyrirtækja. Þrátt fyrir það sem á undan er gengið leikur ekki vafi í mínum huga á að kauphöll er nauðsynleg fyrir efnahagslíf­ ið. Við höfum farið vandlega ofan í það hvaða lærdóm má draga af hruninu, bæði hvað Kauphöllina og markaðs um ­ gjörðina varðar, en þetta er samvinnuverkefni margra. Við teljum að þörf sé á fræðslu um markaðinn til allra sem að honum standa, öflugra neti eftirlits með fyrirtækjum og stjórnendum sem virða verk­ efni sitt. Við verðum að geta treyst réttmæti upplýsinga sem fyrirtæki senda frá sér og að góðir stjórnarhættir séu virtir í hvívetna. Markaður byggist fyrst og fremst á trausti sem nú þarf að byggja upp. Flaggskipin á markaði í dag, Össur og Marel, eru góð dæmi um sprotafyrirtæki sem hafa náð langt. Marel var skráð í Kauphöllina fyrir nítján árum og Össur sjö árum síðar. Þessi fyrirtæki hefðu ekki vaxið og dafnað sem raun ber vitni ef þau hefðu ekki notið fjár magns á markaði og aflað sér virðingar með góðum stjórnarháttum og fjárfestatengsl­ um. Og vöxturinn hefur verið ævintýralegur. Markaðsvirði Marels hefur t.a.m. meira en sexhundruðfaldast frá skrán­ ingu. Þetta er galdurinn; að vera traustsins verður og hafa góða framtíðarsýn og stefnu. Það eru mörg öflug sprotafyrirtæki á Ís­ landi í dag sem yrðu áhugaverð fyrir fjárfesta, eins og sjá má á listanum í blaðinu. First North­ markaðurinn er hentug leið fyrir fyrirtæki sem telja sig ekki tilbúin á aðalmarkað, en vilja samt afla fjármagns og ekki síst styrkja ímynd sína. Aðstæður til skráningar á markað eru núna góðar, en mikill skortur er á fjárfestingartækifærum. Við getum komið markaðnum og atvinnulífinu aftur vel í gang, en það gerist ekki nema allir leggist á árarnar; við í Kauphöll­ inni, fyrirtæki, fjárfestar, ráð­ gjafar, fjölmiðlar og fleiri. Með öflugum hlutabréfamarkaði ýtum við undir vöxt efnahags­ lífsins.“ kauphöllin, nú í eigu naSDaQ OMX, var stofnuð 1985 fyrir forgöngu Seðlabankans. tilgangur stofnunar kauphallar var að þróa samkeppnishæft umhverfi fyrir íslensk fyrirtæki til vaxtar. Kauphöll er nauðsynleg fyrir efnahagslífið Páll Harðarson, forstjóri íslensku NASDAQ OMX-kauphallarinnar. „Flaggskipin á markaði í dag, Öss ur og Marel, eru góð dæmi um sprot a fyrir ­ tæki sem hafa náð langt.“ viðskiptahugmyndin

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.