Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2011, Blaðsíða 52

Frjáls verslun - 01.11.2011, Blaðsíða 52
52 FRJÁLS VERSLUN 11. TBL. 2011 Það er minnst á mann ­ vit á fjórum stöð um í Hávamálum og Eyj­ ólfur Árni Rafns son, forstjóri mannvits, stærstu verk fræðistofu lands ins, segir að það hafi þótt henta vel sem nafn þegar þrjár verkfræðistofur sam ­ ein uðust fyrir tæpum fjórum árum. „Verkfræði byggist á þekkingu og mann ­ viti og við vonumst til að standa undir nafni,“ segir eyjólfur á hógværan hátt um leið og hann bendir á að Sigurður Arnalds, stjórn arformaður félagsins, eigi heiðurinn af nafninu. Verkfræðin á undir högg að sækja á Íslandi í dag, ekki nóg með að fáir sæki í þetta mikilvæga nám heldur er í heildina litið of lítið fyrir verkfræðinga að gera sé horft á hinn hefðbundna markað. eyjólfur segir að í dreifbýlasta landi Evrópu skyldi maður halda að næg væru verk efnin, sérstaklega þar sem landið er ríkt að náttúrugæðum og tækifærin enda ­ laus í atvinnuuppbyggingu. Staðan sé hins vegar sú að vinna hafi dregist verulega sam an fyrir ríkið og sveitarfélögin. einnig sé byggingariðnaðurinn í mikilli lægð. Það sem hafi hins vegar haldið velli sé fjárfesting í áliðnaðinum og þjón ­ usta við hann sem og hugmyndir um nýfjárfestingar í orkufrekum iðnaði. Sam ­ hliða þessu hafi orkufyrirtækin haldið undirbúningi ýmissa verkefna gangandi. Þessi staðreynd hafi leitt til þess að Mann ­ vit og önnur fyrirtæki í þessari grein hafi í auknum mæli orðið að sækja á erlenda mark aði. eyjólfur segir að ekki beri að skilgreina þetta sem vonda þróun en ekki hafi endi lega verið að þessu stefnt. mannvit var stofnað árið 2008 við sameiningu Hönnunar hf., VGk hf. og Rafhönnunar hf. Fyrirtækin standa á gömlum merg en VGK og Hönn ­ un hafa veitt verkfræðiráðgjöf allt frá árinu 1963 og Rafhönnun frá 1969. núna býður Mannvit upp á þjónustu á sviði verkfræði, ráðgjafar, stjórnunar, rekstrar og EPCM­ verkefnastjórnunar. mannvit er stærsta ráðgjafarfyrirtæki landsins á sviði verkfræði og tækni og þar starfa um 400 reyndir verk­ fræð ingar og tæknimenntað fólk með fjölþætta reynslu á flestum sviðum verk ­ fræðiþjónustu. Aðal skrifstofa mannvits er á Grensásvegi 1 í Reykjavík og einnig er starfsemi á Grens ásvegi 11, Skeifunni 3 og Ármúla 42, ásamt sjö starfsstöðvum utan Reykjavíkur: á Akra nesi, Akureyri, Húsa vík, Egilsstöðum, Reyðar firði, Selfossi og í Reykjanesbæ auk starfsemi erlendis. Sjálfsagt kemur umfang félagsins mörgum á óvart en það var í 78. sæti á lista Frjálsrar verslunar yfir 300 stærstu fyrirtæki ársins. Fyrirtækið hefur verið að klifra upp listann undanfarin ár og mun líklega taka enn eitt stökkið þegar næsti listi birtist. Eyjólfur Árni lauk doktorsprófi í bygg ­ ingarverkfræði við University of Missouri­ Rolla í Bandaríkjunum árið 1991 en þess má geta að Gunnar Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri Kópavogs, lauk einnig sínu doktorsprófi þar en „hann öðrum fremur hvatti mig þarna til náms á sínum tíma“. Sérsvið eyjólfs er jarðtækni og grund un, sveiflufræði í jarðvegi og umhverfis mál. Hann hefur verið forstjóri mannvits frá upphafi en áður var hann framkvæmda­ stjóri hjá Hönnun hf. frá árinu 2003. Því má segja að stjórnun hafi orðið hlutskipti hans eftir nokkra reynslu af verkfræðistörfum og verkefnastjórnun auk kennslu við Háskóla Íslands. eyjólfur segist vel hafa getað hugs að sér akademískan feril en smátt og smátt hafi stjórnunin tekið yfir. Hann var með stundakennslu við Háskóla Íslands um tíma og situr nú í stjórn Háskólans í Reykjavík þannig að akademían hefur ekki alveg horfið. Hann játar með bros á vör að hann kunni nú orðið harla lítið í verkfræði. Stefnan til 2015 Samkvæmt stefnumótun mannvits, sem stjórn fyrirtækisins samþykkti vorið 2010, er gert ráð fyrir að samstæðan vaxi um 40% á tímabilinu frá 2009 til 2015. Það þýðir um 15% vöxt frá 2008 þegar umsvifin voru mest. Segir eyjólfur að í stefnumótuninni Þ Eyjólfur Árni rafnsson fæddur: 21. apríl árið 1957 á bænum Mosum á Síðu Maki: Egilína S. Guðgeirsdóttir frá Vík í Mýrdal Börn: Fjórir synir og fimm barnabörn. Í aldursröð: Rúnar Þór markaðsfræðingur, Rafn iðnaðarverkfræðingur, Reynir Ingi hagfræðingur og Róbert Verzlunarskólanemi Menntun: Doktorspróf í byggingarverkfræði við University of Missouri-Rolla í Bandaríkjunum Áhugamál: Hestamennska og gönguferðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.