Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2011, Blaðsíða 94

Frjáls verslun - 01.11.2011, Blaðsíða 94
94 FRJÁLS VERSLUN 11. TBL. 2011 varðandi starfsskilyrði þeirra og framtíðarhorfur. Losun gjaldeyrishafta: Seinni flokkur brýnna viðfangsefna teng ist einmitt losun gjaldeyris- hafta, sem verður eitt stærsta verkefni ársins 2012. Megin- forsendur losunar þeirra eru þjóðhagslegur stöðugleiki, sjálfbær ríkisfjármál, traustar fjármálastofnanir sem geta fjár- magnað sig utan hafta og trygg erlend lausafjárstaða þjóðarbú- sins sem birtist bæði í öflugum gjaldeyrisforða og aðgangi að erlendum lánamörkuðum. Tölu verður árangur hefur náðst varðandi allar þessar forsendur en erlend fjármálakreppa getur þó sett strik í reikninginn. Hverjar eru horfurnar fyrir árið 2012? Samkvæmt spá Seðlabankans frá því í byrjun nóvember mun efnahagsbatinn halda áfram á næsta ári með nærri 2½% hag - vexti og áframhaldandi minnk un atvinnuleysis. Jafnframt er því spáð að verðbólga verði nálægt verðbólgumarkmiði undir lok ársins. Þetta er hins vegar háð mikilli óvissu, jafnvel meiri en alla jafna, og gæti hagvöxtur orðið meiri eða minni eftir því hvaða óvissu- þættir munu að lokum verða að veruleika. Þar munu togast á hugsanleg áhrif veikari heims- búskapar og vísbendingar um meiri kraft í innlendu efnahagslífi á síðustu mánuðum. Það verður spennandi á nýju ári að fylgjast með því reiptogi. „Hér felast mikilvæg­ ustu verk efnin í því að ljúka fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækja.“ Hvað er brýnast að gera í efnahagsmálum þjóðarinnar? Sjaldan hefur verið meiri óvissa á Íslandi og í kringum Ísland hvað varðar efnahagsmál en núna. Óvissa, ólíkt áhættu, þýðir yfirleitt að við getum ekki reiknað okkur út úr stöðunni eða valið á milli möguleika sem hafa kosti og galla. Við vitum ekki einu sinni hvaða möguleikar eru í boði. Eyþór Jónsson, framkvæmdastjóri Klaks. Gjaldmiðillinn: Þetta endur- speglast í gjaldmiðlaumræðunni þar sem menn eru svo áttavilltir að einu möguleikarnir sem ekki hafa verið nefndir sem lausn er að Ísland eigi að búa til nýjan gjaldmiðil eða vera án gjald- miðils. En klárlega er spurningin um gjaldmiðilinn eitt af brýnustu efnahagsmálunum þar sem gjaldeyrishöft draga verulega úr erlendri fjárfestingu og við- skiptum. Skuldastaða fyrirtækja hefur farið skánandi en þarf að fara undir 100% af VLF til þess að draga úr áhættu í kerfinu og auka möguleika fyrirtækja að taka áhættur og fjárfesta til fram- tíðar. Þessi skortur á innlendri og erlendri fjárfestingu gerir það að verkum að við erum með atvin- nuleysi sem hefur verið nálægt tveggja stafa tölu í þrjú ár. Atvinnustefna: Aðgerðir til að leysa atvinnuleysi eru hug- myndasnauðar en það þarf fjárfestingu til þess að stökk- breyting verði á atvinnuleysi. Hins vegar er brýnt að hugsa vel um hvað er sokkinn kostnaður og í hverju á að fjárfesta vegna þess að það hætt við að sóunin verði mikil þegar framtíðarsýn þjóðarinnar er þokukennd. Það er galið að eyða öllum fjármu- num í steypuinnviði þegar við þurfum að byggja upp þekkingu og verðmætasköpun. Framtíðarsýn: Sýn á framtíð sem er fylgt eftir með raun- verulegum aðgerðum dregur úr óvissu og skapar von bæði á meðal almennings og hjá fyrirtækjum. Þetta er ekki tími fyrir pólitískan hringlandahátt og valdagræðgi heldur sýn og sam- stöðu í að skapa framtíð þessa lands. Það er jafnframt brýnasta efnahagsmálið árið 2012 Einn uppáhaldsfrasinn minn um framtíðina er að það eina sem ég veit um framtíðina er að ég veit ekki neitt. Það sem við gerum venjulega er að spegla næsta ár með því fyrra eða draga línur sem sýna ákveðna leitni. Reynslan ætti að hafa kennt okkur að þetta er kannski ekki mjög góð leið til þess að hugsa um framtíðina. Hugsa nýtt: Við vorum eins og kjúklingurinn sem fékk mat frá bóndanum á hverjum einasta degi og hafði enga trú á öðru en að morgundagurinn yrði eins, þangað til honum var slátrað. Þá er of seint að hugsa eitthvað öðruvísi. Að því sögðu er heldur ekki hægt að hugsa ekki um framtíðina og hafa væntingar en þetta gerir það að verkum að ég kýs að hafa heldur jákvæðar væntingar þrátt fyrir þá miklu óvissu sem ríkir á mörgum sviðum. Hverjar eru horfurnar fyrir árið 2012? Árið 2012 verður mjög erfitt ár en vonandi ár ákvarðana og lausna. Þetta verður vonandi árið sem uppgjör mun eiga sér stað við kreppuna og afleiðin- gar hennar. Þjóðin þarf á því að halda sem og viðskipta- og efnahagslífið. Tíma tiltektar er að ljúka og nú er þörf fyrir að horfa fram á veginn á ný. Ég hef trú á því að 2012 geti orðið merkilegt ár sem þarf eiginlega að marka upphaf nýrra tíma fyrir Ísland sem sýnir hvað við höfum lært, hvað við getum nýtt, hvað við getum bætt og hvað við getum skapað. Ég er ekki frá því að þegar maður er með slíka von í hjarta splæsi maður í eina freyðivín og skáli með bros á vör á áramótum. skortir framtíðarsýn Eyþór Jónsson, framkvæmdastjóri Klaks
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.