Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2011, Blaðsíða 119

Frjáls verslun - 01.11.2011, Blaðsíða 119
FRJÁLS VERSLUN 11. TBL. 2011 119 Á sta Bjarnadóttir, vinnu­ og skipulags­ sál fræðingur og stjórnunarráðgjafi hjá Capacent, legg - ur áherslu á að stjórnend ur megi aldrei upplifa sig í sam keppni við starfsmenn sína. „Óeðlileg sam keppni milli yfir manns og undirmanns er ávís un á hug­ myndastuld með til heyrandi sár indum,“ segir hún. Yfirleitt sé stjórnskipulag samt þannig innan fyrirtækja að einn yfirmaður er yfir hverjum hópi. „Í rannsóknum hefur komið í ljós að hópar sem vinna eiga að verkefni búa sjálfir til svona skipulag. Lýðræði hefur almennt ekki gefist vel í rekstri og þetta skipulag er notað bæði í einka- geiranum og þeim opinbera. Yfirmaðurinn er að vissu leyti talsmaður hópsins og fulltrúi hans út á við. Þess vegna er viður kennt upp að vissu marki að hann fái heiðurinn af vinn­ unni þótt allir viti að viðkomandi hefur ekki unnið alla vinnuna einn. Flestir starfsmenn verða ánægðir þegar hugmyndir þeirra eru notaðar enda fá þeir þá oft tækifæri til að vinna áfram með þær og koma þeim í fram- kvæmd.“ Stjórnandi eða samstarfs- maður? Stjórnandi sem hefur nægilegt sjálfsöryggi til að átta sig á að hann er ekki í samkeppni við sitt fólk áttar sig á því að hann hefur engu að tapa með því að gefa öðrum heiðurinn. Sem stjórnandi fær hann miklu meira út úr starfsmönnum sínum ef hann þakkar þeim, hrósar og hvetur þá til að koma með nýjar hugmyndir. Metnaðarfullur starfsmaður þarf að fá þakk­ ir og heiður fyrir sín verk og á endanum fær stjórnandinn heið urinn fyrir að hafa ráðið svona gott fólk. Oftast stafar óþarfa hug myndastuldur af reynsluleysi eða óöryggi hjá stjórnand anum – hann gleymir að hætta í samkeppni þegar hann verður stjórnandi. Hug­ myndastuldur er enn alvar legra mál þegar samstarfs menn eiga í hlut. Samstarfs menn eru á vissan hátt í sam keppni og al­ mennt er ekki viður kennt að einn starfsmaður setji fram góðar hugmyndir fyrir hönd annars. Sérstaklega á þetta við þegar tekjur, starfs öryggi eða umbun af einhverju tagi eru gæði sem úthlutað er í sam keppni. Stjórn­ endur þurfa að vera vakandi fyrir þessu, því starfsmaðurinn, sem hugmynd um er stolið frá, getur orðið afar ósáttur.“ Ef skaðinn er skeður Ásta segir að ef sú staða kemur upp að starfsmanni finnist stjórn- andi hafa stolið hugmynd af sér sé það á ábyrgð stjórnandans að tryggja áframhaldandi sam ­ starf, til dæmis með því að biðj- ast afsökunar, þakka viðkomandi fyrir þannig að aðrir heyri eða með því að huga að bónus eða annarri viðurkenningu. „Ef hugmyndastuldur er vanda- mál í starfsmannahópi þarf að hjálpa hugmyndasmiðum að njóta viðurkenningar fyrir sínar hugmyndir án truflunar. Til dæm is að láta hugmyndirnar eða uppruna þeirra koma fram á fundi með fleiri aðilum. Það er gríðarlega mikilvægt að láta ekki drepa niður hugmynda­ auðgi innan starfsmannahóps- ins og það gildir um öll fyrir tæki, ekki bara um þau sem starfa í rannsóknum eða þróun.“ Ásta segir að starfsmaður sem upplifir að búið sé að stela hug mynd frá honum geti horft á björtu hliðarnar þrátt fyrir allt: „Hann hefur þá eitthvað sem er þess virði að stela! Og hug myndaflugið verður ekki frá nein um tekið.“ E yþór Eðvarðsson, MA í vinnusálfræði og stjórnendaþjálfari hjá Þekkingarmiðlun, segir ýmsar ástæður geta ráðið því að stjórnandi eignar sér hugmyndir undir­ manna sinna. Hann nefnir sem dæmi að þeir geti verið stress - aðir, óöryggir og þetta geti tengst menningu og skipulagi vinnu staðarins. „Þetta geta líka verið einstakl­ ingar sem gera þetta oft; sama hvar þeir eru. Það fylgir sumum að komast áfram á framlagi annarra.“ Eyþór nefnir dæmi úr stjórn­ endafræðum þar sem fjallað er um spegilinn og gluggann en það tengist því hverjum góðir stjórnendur eigni m.a. árangur. Ásta Bjarnadóttir. „Ef hugmyndastuld­ ur er vanda mál í starfs mannahópi þarf að hjálpa hug­ myndasmiðum að njóta viðurkenn ingar fyrir sínar hugmynd­ ir án trufl unar.“ Ásta Bjarnadóttir, vinnu- og skipulags sál fræðingur og stjórnunarráðgjafi hjá Capacent.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.