Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2011, Blaðsíða 124

Frjáls verslun - 01.11.2011, Blaðsíða 124
124 FRJÁLS VERSLUN 11. TBL. 2011 Hvað þarf til að markmið næsta árs geti orðið að veruleika? Þeir sem hafa mest áhrif á hvort þessi markmið nást eru stjórnendurnir sjálfir. Þar kemur þrennt til. Hversu vel tekst þeim að stýra og hvetja sitt fólk? Hversu vel tekst þeim að stýra verkefnum í rekstrinum? Hversu vel tekst þeim að stýra sjálfum sér? TexTi: siGrún ÞorleifsdÓTTir mynd: Geir Ólafsson oG Ýmsir LykiLhæFni sTjÓrnenDa 2012: Sigrún Þorleifsdóttir sTJÓrn enda ÞJálfari HJá vendUm. sTjÓrnUn næsTa Árs „Stjórnendur sem vilja auka mögu­ leika sína á góðum árangri árið 2012 ættu að byrja á að leggja áherslu á eigin heilsu, að efla og viðhalda góðu starfsþreki og auka úthald til að forðast að brenna upp.“ Þegar talað er um lykilhæfni er algengt að skipta hæfni -þáttum í þrennt eftir eðli þeirra. Í fyrsta lagi hæfni til að stýra öðrum, þ.e. starfsfólkinu, og hafa áhrif. Í öðru lagi hæfni til að stýra fyrirtækinu og þeim verk efnum sem stjórnandinn ber ábyrgð á. Í þriðja lagi hæfni til að stýra sjálfum sér. Þegar litið er til þess hvaða lykil hæfni íslenskir stjórnendur þurfa að búa yfir á næsta ári til að ná árangri þarf að skoða horf ur í atvinnulífinu. Helstu álitsgjafar virðast sammála um að mikil óvissa ríki. Almennt er gert ráð fyrir litlum hagvexti. Spáð er að atvinnuleysi verði áfram mikið og fjárfestingar litlar. Eitt er víst; rekstrarumhverfið verður áfram krefjandi og verulega mun reyna á hæfni stjórnenda til að halda sjó og ná góðum árangri við þess ar aðstæður. Að sjálfsögðu reynir mismikið á einstaka hæfnisþætti eftir að - stæðum innan hvers fyrirtækis eða stofnunar, eftir eðli starfs og þess rekstrar sem um ræðir. Eins getur mismunandi framtíðarsýn, gildi og ólík markmið kallað eftir áherslum á ólíka hæfnisþætti. Á sama hátt hafa þættir í svoköll- uðu ytra umhverfi áhrif á hvaða hæfni reynir mest á: Aðgangur að auð lindum s.s. orku, hrá- efni, mann auði og fjármagni, stöð ug leiki í efnahagsmálum og stjórnmálum, samkeppni, þró unar- og tækni stig, lög og reglu gerðir, viðskiptasambönd og viðskiptabanda lög og ýmsir sam félagsþættir s.s. menntun og menning. Hæfni til að stýra öðrum og hafa áhrif Hlutverk stjórnenda er að hvetja, leiðbeina og stýra öðr um. Þá reyn ir á hæfni í sam skiptum og hæfni til að fá aðra með sér í lið. Í því felst m.a. að hlusta, veita athygli, sýna umhyggju, skapa vellíðan og tækifæri til að hjálpa öðrum að ná árangri og vaxa. Takast þarf á við ólík sjónarmið og viðhorf til að teymisvinna verði árangursrík. Í þessu sam bandi er líka mikilvægt að byggja og viðhalda góðu tengsla neti. Hæfni til að stýra fyrirtækinu Stjórnandinn ber ábyrgð á fram­ gangi þeirra verkefna sem hon­ um eru falin og á því að þeim sé lokið. Það er hans hlutverk að stýra breytingum, og sjá til þess að vandamál leysist, tekið sé á ágreiningi og ákvarðanir séu teknar. Oft fylgir þessu að tak - ast þarf á við pólitísk öfl og beita áhrifum sínum til að koma hlutum í verk. Þá skiptir máli að vera úrræðagóður, hafa kjark til að fara ótroðnar slóðir og taka áhættu. Stjórnandi þarf því að hafa gott vald á því að móta stefnu og framtíðarsýn, verk- efna stjórnun. Til að ná árangri þarf stjórnandinn að hafa skiln­ ing á fyrirtækinu, rekstrinum og við skiptaumhverfinu og stuðla að þróun og uppbygging þekk- ingar. Hæfni til að stýra sjálfum sér Hæfni til að stýra sjálfum sér greinir að þá stjórnendur sem ná árangri og þá sem gera það ekki. Stjórnendur þurfa að spyrja sjálfa sig hvað þeir vilja standa fyrir. Farsælir stjórnend - ur leggja áherslu á gott sið ­ ferði og heilindi. Þeir búa yfir auðmýkt og geta fundið til með öðrum. Þeir hafa fundið tilgang með störfum sínum og vinna af ástríðu, sýna dugnað og þraut seigju. Þeir vilja vera góð fyrir mynd og vinna markvisst að því að efla eigin þekkingu og hæfni. Að þekkja eigin styrk leika og takmarkanir getur aukið sjálf straust, sem skilar aukinni yfirvegun og aðlögunar­ hæfni. Eins er mikilvægt að ná jafnvægi milli starfs og einkalífs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.