Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2010, Page 24

Frjáls verslun - 01.04.2010, Page 24
24 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 1 0 ÁRSÆLL VALFELLS, LEKTOR VIÐ VIÐSKIPTADEILD HÁSKÓLA ÍSLANDS: Hver ættu að vera brýnustu verkefni nýju bankanna þegar stjórn þeirra og skipulag virðist komin í fastar skorður? Ársæll Valfells: Að koma heimilisfesti þeirra úr landi og fá með því aðgang að seðlabanka sem getur þjónað hlutverki lánveitanda til þrautavara í gjaldmiðli. Það er líkanið sem Lúxemborg hefur starfað eftir með góðum árangri og þannig þurfa smáríki ekki að standa að baki fjármálafyrirtækjum þegar illa fer. Lúxemborg er með hagstæða bankalöggjöf sem laðar að bankastarfsemi en gætir þess að bera ekki ábyrgð á bönkunum. Efnahagsreikningur íslenska ríkisins bar ekki bankakerfið og ber ekki enn. Oft er bent á að mikið fé liggi í bönkunum og ekki lánað út. Er eitthvað hægt að gera til að koma þessum fjármunum í umferð? ÁV: Losa gjaldeyrishöftin. Með því að losa gjaldeyrishöft fá er lendir fjárfestar að flytja eignir sínar hingað. Flæði erlendrar fjárfestingar gerir það að verkum að íslenskir fjárfestar geta flutt eignir utan Íslands og minnkað þannig landsáhættu sína. Eina leiðin til að fá fjárfestingu aftur í gang er að opna fyrir flæði fjármagns. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra sagði í erindi í Noregi að ís lensk a bankakerfið væri nú eitt hið traustasta í Evrópu og þyldi áföll meðan það væri í skjóli gjaldeyrishafta. Er þetta rétt mat? ÁV: Langt því frá. Með efnahagsreikning íslenska ríkisins að baki og fjármagnshöft verður íslenska fjármálakerfið alltaf ósam­ keppnishæft við erlend. Ísland þarf ekki bankakerfi heldur útibú erlendra banka. Grunnefnahagur Íslands kallar ekki á flókna banka starfsemi. Með því að losa okkur við ofvaxið bankakerfi, með til heyrandi ofvöxnum seðlabanka og fjármálaeftirliti, og fá útibú erlendra banka getum við hætt að hafa vinnuafl bundið í atvinnugrein þar sem Íslendingar hafa engar forsendur til að hafa samkeppnisforskot á aðra. Nýja­Sjál and, Lúxemborg og fleiri smærri ríki einbeita sér að þeim atvinnu greinum sem þau eru góð í en eftirláta öðrum að reka og bera ábyrgð á bönkunum. Er yfirleitt grundvöllur til að reka sérstakt bankakerfi á Íslandi? ÁV: Nei, og hefur sennilega aldrei verið. Ísland þarf ekki banka ­ kerfi, seðlabanka, sjálfstæða krónu né fjármálaeftirlit. Ísland á að einbeita sér að þeim atvinnuvegum þar sem það hefur sam­ keppnis lega yfirburði: Það er orka, fiskur, ferðamenn og kraftmikið skapandi fólk. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – 1 0– 05 54 Þessi starfsmaður þarf að senda sendingar. Það er ekki flókin aðgerð. Á höfuðborgarsvæðinu er hægt að fá sendingar afhentar samdægurs. Stærðin skiptir ekki máli. Tikk, takk, tikk, takk. Það er samt alltaf betra að senda sendingar eins hratt og hægt er. Okkar maður getur valið um nokkrar mismunandi leiðir til að koma sínum sendingum áleiðis með Póstinum. Umslag með viðkvæmu innihaldi getur verið komið í hendur viðtakanda daginn eftir. Það gæti þurft að senda boðskort á viðburð sem er eftir nokkra mánuði. Þá er óþarfi að velja hrað- þjónustu og betra að nýta sér hagkvæmni venjulegs bréfapósts. Sendandinn gæti viljað láta bera sendinguna heim að dyrum viðtakanda. Það er fallega hugsað að spara viðtakanda sporin á þennan hátt. Stóru bílarnir eru til taks til að flytja þungar sendingar. Það er ólíkt þægilegra að rúlla þungri þvottavél upp á lyftuna á bíl sem ræður við hana. Í rekstri fyrirtæ kja skipta sen dingar miklu m áli. Það skiptir máli að sendingar ski li sér á réttum tíma, að innih ald þeirra sé í óaðfinnanleg u ástandi og hæ gt sé að rekja þær. Þá er go tt að að nýta s ér víðfeðmt dreifikerfi og r eynslu Póstsin s. Allt starf Pó stsins miðar a ð því að veita viðskiptavinum betri þjónustu , lágmarka ko stnað og hám arka skilvirkn i. Hafðu samban d við söludeild í síma 580 10 90 eða á sala@ postur.is og kynntu þér hvernig Póstu rinn getur aðs toðað þig við a ð koma sendingum til skila á besta mögulega hát t. Vörudreifing P óstsins getur hjálpað þínu f yrirtæki að ha græða Það jafnast ekkert á við ánægðan viðskiptavin. Fólk um allt land treystir á að fá sendingar afhentar á réttum tíma svo það geti staðið við skuldbindingar sínar.Þessi kona er búin að fá sendingu með brothættu innihaldi afhenta. Það er að sjálfsögðu óskemmt. Hann lítur kannski ekki út fyrir það en hann vinnur í bókhaldi og er mjög ánægður með lágan sendingar- kostnað Póstsins. Litlu bílarnir eru snarir í snúningum. Það kemur sér vel þegar það þarf að fara inn í íbúðahverfi með botnlöngum og bílum út um allt. Sama á við um fjölfarnari atvinnusvæði. www.postur.is Ísland þarf ekki bankakerfi, seðlabanka, sjálfstæða krónu né fjármálaeftirlit. Ísland á að einbeita sér að þeim atvinnuvegum þar sem það hefur samkeppnislega yfirburði: Það er orka, fiskur, ferðamenn og kraftmikið skapandi fólk.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.