Iðnaðarmál - 01.02.1971, Side 18
um á þér, þegar eitthvað eða einhver
angrar þig eða veldur þér óþægind-
um. Vertu ekki taugaspennt eða æst,
þegar allt gengur öðruvísi en þú
hafðir hugsað þér. Sjólfstraust er
raunverulega andstæðan við það að
hafa vantrú á sjálfri sér. Þú veizt,
að þú ert gædd ákveðnum eiginleik-
um og hæfni. Beittu þeim á jákvæð-
an hátt við allar aðstæður og vanda-
mál, sem verða á vegi þínum.
Vissulega verður þú að temja þér
góða siði í viðskiptalífinu, engu síð-
ur en í samkvæmislífinu. Vertu ávallt
háttvís í samskiptum þínum við sam-
starfsfólk þitt, og þá mun þér veitast
auðvelt að sýna gestum framkvæmda-
stjóra þíns fulla kurteisi. Góðir siðir
kosta litla áreynslu og enn minni
tíma. Oft þarf ekki annað en skjóta
inn orðum eins og „gjörið svo vel“
eða „þakka yður fyrir“ á réttum
stöðum í samtalinu.
Málfar þitt og tungutak er einnig
mikilvægt. Þú ættir aldrei að tala
óþarflega hátt, en talaðu heldur ekki
svo lágt, að áheyrandinn þurfi að
leggja eyrun að hverju orði. Radd-
blærinn endurómar afstöðu þína. Ef
„gjörið svo vel“ hljómar eins og
skipun, væri betra að láta þau orð
ótöluð. Til viðbótar við hæfilega tón-
hæð og viðfelldinn raddblæ skaltu
tileinka þér fjölbreyttan orðaforða
og málfræðilega rétt tal. Slíkt ber
vott um þá góðu menntun, sem gert
er ráð fyrir, að þú hafir.
En hafðu nú gát á sjálfri þér. Er
það nú víst, að gallinn sé hjá hinum,
eða ert þú að þjaka einhverja af
starfsliðinu með of mikilli heimtu-
frekju? I stað þess að skipa sölu-
deildinni að leggja fram síðustu
vikuskýrslu kl. 11:30 fyrir hádegis-
verðarfundinn, mætti þá ekki frekar
spvria á þessa leið: „Við vildum
gjarnan leggja skýrslu yðar um met-
söluvikuna fyrir fund nú í hádeginu.
Gætuð þér haft allar tölur tilbúnar
handa okkur kl. 11:30?“ Skoðaðu
hug þinn vandlega, ef verið gæti, að
þú værir haldin einhverjum hleypi-
dómum, sem hindruðu snurðulaus
samskipti. Oþarft er að ganga fram-
hjá aðstoðarmanni og beint til
„æðsta manns“, ef þú þarft á ein-
hverjum upplýsingum að halda.
Hafðu hugfast, að aðstoðarmannin-
um er einmitt ætlað að létta slíkum
tímafrekum viðvikum af fram-
kvæmdastjóranum. Tíminn er stund-
um dýrmætari gæði en hráefnið, sem
fyrirtæki þitt framleiðir vörur sínar
úr — farðu því vel með tíma ann-
arra. Vertu ekki uppnæm gagnvart
hugsanlegum brögðum og undirferli
— það gæti verið misskilningur af
þinni hálfu. Ef þér finnst, að sam-
skipti þín við aðra séu orðin eitt-
hvað leiðinlegri en þau áður voru,
þá hafðu góða gát á öllu og leitaðu
að orsökinni. Hugsazt gæti, að þú
hefðir látið tilfinningarnar fremur en
skynsemina ráða í skiptum þínum
við aðra.
Haltu vöku þinni
A flestum skrifstofum er um fleiri
aðferðir að ræða til að vinna sama
verkið. Haltu ekki með þrjózku í
gömlu aðferðina, sem þú telur bezta.
Fjöldi nýrra hugmynda hefur þróazt
við skrifstofustörf, og margar þeirra
geta flýtt fyrir. Vertu vakandi og
reyndu nýjar leiðir. Segðu ekki „nei“
við öllu. Segðu heldur: „Gott og vel,
ég skal reyna þetta. Ef til vill er nýja
aðferðin betri.“ Taktu nýju hug-
myndunum með velvilja og prófaðu
þær á heiðarlegan hátt.
Aðhæfðu þig aðferðum fyrirtækisins
Þegar þú ræður þig til starfa hjá
nýju fyrirtæki, ertu raunar að segja:
„Ég skal vinna eftir aðferðum fyrir-
tækisins, hvort sem þær eru réttar
eða rangar.“ Vera má, að þú sjáir
sitt af hverju athugavert við vinnu-
brögðin, en það er mikilvægt, að þú
fylgir leikreglunum, sem fyrirtækið
hefur sett. Ef þú hefur ástæðu til að
ætla, að hugmyndir þínar geti bætt
vinnubrögðin, þá gættu þess að ræða
um þær við framkvæmdastjóra þinn,
áður en þú gerir nokkrar breytingar.
Útskýrðu fyrir honum gildi hug-
mynda þinna.
Taktu gagnrýni með jafnaðargeði
Sumir framkvæmdastjórar geta
fundið að á þann hátt, að manni
finnst gagnrýni þeirra réttlát og heið-
arleg. A hinn bóginn eru til fram-
kvæmdastjórar, sem geta verið kald-
hæðnir og ruddalegir í gagnrýni
sinni. Það er mikilvægt fyrir þig að
taka gagnrýninni með ró. Það er
mikið álag á framkvæmdastjórann að
sjá um, að verkin séu leyst af hendi
bæði fljótt og vel. Honum finnst
hann hafa fullan rétt til að gagnrýna
vinnu þína og hegðun. Við skulum
vona, að hann geri það af háttvísi
og heiðarleika. En ef það skyldi
bregðast, verður þú samt að geta
tekið gagnrýninni með jafnaðargeði
48
IÐNAÐARMAL