Iðnaðarmál - 01.02.1971, Qupperneq 29

Iðnaðarmál - 01.02.1971, Qupperneq 29
Frá vettvangi stjórnunarmála Ástancfl og riorfur I rafreilcnimálum á Islancfli Dagana 22. og 23. maí 1971 var haldin ráðstefna á vegum Stjórnunar- félags Islands og Skýrslutæknifélags íslands, þar sem fjallað var um ástand og horfur í rafreiknimálum á íslandi. Jakob Gíslason, formaður Stjórn- unarfélags íslands, setti ráðstefnuna og skipaði Hauk Pálmason, verkfræð- ing, fundarstjóra. Þá voru flutt stutt erindi frá öllum þeim fyrirtækjum og stofnunum hér á landi, sem leigja eða eiga rafreikni, og meðal annars lýst þeim verkefnum, sem unnin eru í rafreiknideildum þeirra. Þeir, sem fluttu erindi, voru: Ottar Kjartansson frá Skýrsluvélum ríkis og Reykjavíkurborgar. Gunn- laugur Björnsson, sem gerði grein fyrir þeim verkefnum, er unnin eru í rafreikni Sambands íslenzkra sam- vinnufélaga. Jakob Sigurðsson, er lýsti starfsemi rafreiknideildar Slát- urfélags Suðurlands. Olafur H. Olafs- son sagði frá þeim verkefnum, er unnin yrðu í rafreikni þeim, er Is- lenzka Alfélagið var að fá þá dagana. Sveinbjörn Egilsson lýsti starfsemi Skýrsluvéladeildar Landsbanka ís- lands. Aðalsteinn Júlíusson lýsti þeim verkefnum, sem Yerzlunarbankinn vinnur í rafreikni Verzlunarbanka Is- lands og Eimskipafélagsins. Vilhelm Andersen talaði fyrir hönd Mjólkur- samsölunnar og Magnús Magnússon fyrir Reiknistofnun Háskólans. Sig- urður Þórðarson ræddi rafreiknimál Loftleiða hf., og að lokum lýsti Ottó A. Michelsen starfsemi Skýrslu- vinnsludeildar IBM á Islandi. sem auk þess að sjá um venjulega starf- semi fyrir IBM selur viðskiptavinum fyrirtækisins afnot af vélunum í fyrir- fram ákveðinn tíma (Block time). 011 voru þessi erindi fróðleg og gáfu glögga mynd af þeim verkefnum, sem unnin eru í rafreiknum hérlendis, og starfsemi rafreiknideilda þeirra fyrirtækja, sem hafa þessar vélar. Síðari dag ráðstefnunnar hélt Helgi V. Jónsson, borgarendurskoð- andi, erindi um rafreikni sem stjórn- unartæki. Hann sagði m. a., að notk- un rafreikna væri hér aðeins á byrj- unarstigi, en ræddi þó um margs konar verkefni, sem unnin væru í rafreikni af hinu opinbera. Á sviði viðskipta og iðnaðar væru nokkrir aðilar, er notuðu rafreikni semstjórn- unartæki, sérstaklega á bókhaldssvið- inu og til bókfærslu birgða og eftir- lits með þeim. I iðnaði taldi hann að rafreiknir- inn ætti mikla framtíð fyrir sér sem stjórnunartæki, þar sem nauðsynlegt væri að fylgjast nákvæmlega með framleiðslukostnaði á einingu, taka ákvarðanir um framleiðslumagn, gera söluspár o. s. frv. Með aukinni sjálf- virkni í iðnaðinum yrði stöðugt meiri þörf fyrir rafreikna, og erlendis væru nú þegar verksmiðjur, sem al- gjörlega eða að hluta væri stjórnað af rafreiknum. Áreiðanlega væri tímabært fyrir íslenzkan iðnað að gefa rafreikninum meiri gaum en verið hefur, ef hann ætti að standast harðnandi samkeppni. Að erindi Helga V. Jónssonar loknu skiptu ráðstefnugestir sér í um- ræðuhópa, þar sem rætt var um á- stand og horfur í rafreiknimálum á Islandi með tilliti til ýmissa atriða, svo sem framtíðarþróunar í vélabún- aði og menntunar á rafreiknisvið- inu. Þá kom mjög skýrt fram það álit fundarmanna, að hér þyrfti að koma upp fáum stórum rafreiknum, sem veittu möguleika á að tengja við þá endastöðvar, jafnframt því sem not- endur gætu starfrækt litlar deildir sniðnar eftir eigin þörfum. Það, sem einkum mælir með þess- ari þróun, er það, að ýmis verkefni eru fyrirliggjandi hér á landi af slíkri stærðargráðu, að rafreiknar þeir, sem fyrir hendi eru nú, ráða ekki við þau. Notkun stærri rafreikna yrði líklega einnig ódýrari, þar sem þeir bjóða upp á betri nýtingu tækja, mannafla og fjármagns. Þeir nota þróaðri forritunarmál og auka magn þeirra hugverka (software), sem að- gangur er að, og spara því kostnað við kerfissetningu. Stærri rafreiknar opna einnig möguleika á stærri gagnabönkum og meiri upplýsinga- söfnun en nú er, og með fjarvinnslu- tækni veita þeir fleiri fyrirtækjum tækifæri til að hafa aðgang að raf- reiknum. Þá er einnig mjög nauðsyn- legt, að fylgjast með hinni öru þróun í rafreiknimálum, og stærri einingar eru í samræmi við þróunina erlendis. Stærri rafreiknar krefjast þó betra skipulags á öllum sviðum og betur menntaðs starfsfólks. Líklegt var talið, að stórir raf- reiknar yrðu ekki fengnir til landsins nema með samvinnu einhverra not- enda, og var í því sambandi bent á, að nú væri starfandi nefnd milli bankanna um samvinnu þeirra, og einnig væri starfandi nefnd milli Skýrsluvéla rikis og Reykjavíkur- IÐNAÐARMÁL 59

x

Iðnaðarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.