Iðnaðarmál - 01.02.1971, Page 34
Nýjung í hitalögnum
Notkun jDolypropylensröra í hita-
lagnir fer ört vaxandi í Vestur-Þýzka-
landi. Meðfylgjandi mynd sýnir notk-
un polypropylenröra í geislahitun.
Úr „Modern Plastics", apríl 1971
Þurrt vatn
Svíar hafa fundið nýtt slökkviefni,
svonefnt þurrt vatn. Sé efni þetta
notað í stað venjulegs vatns, er sagt,
að draga megi verulega úr vatns-
skaða við slökkvistörf, en eins og
kunnugt er, er vatnsskaði o. fl. jafn-
mikill eða meiri en eldskaðinn.
Þetta nýja efni er venjulegt vatn,
sem í hefur verið bætt nokkrum pró-
sentum af lilaujrmyndandi efnum.
Þurrvatnið má nota bæði í litlar
handdælur og stórar slökkvidælur,
það leggst sem þurrt lag yfir þann
hlut, sem sprautað er á. Þurrt vatn
dregur meira úr útbreiðslu elds en
venjulegt vatn, vegna þess að upp-
gufun þess er hægari, t. d. tekur það
2—5 sinnum lengri tíma að kveikja
í hlut, er sprautaður hefur verið með
þurrvatni, en ef hluturinn hefði verið
sprautaður með venjulegu vatni.
Annar mikilvægur eiginleiki þurr-
vatns er, að því má skófla í burt,
þegar slökkvistarfi er lokið, án þess
að það hafi valdið hliðstæðum
skemmdum og venjulegt vatn.
Þurrt vatn hefur verið þekkt um
nokkurt skeið, en tæknilegir erfið-
leikar hafa verið á sjálfvirkni íblönd-
unar hleypiefnanna í brunaslöngur
samfara því, að eiginleikar vatns-
geislans frá brunaslöngunum hafa
breytzt. Sænskur verkfræðingur, Mats
Lindgren, hefur nú leyst þessi tækni-
legu vandamál, og sala efnisins er
hafin í Svíþjóð.
Fyrirtækið Gelco Projects Lind-
gren & Co. í Svíþjóð hefur söluum-
hoð fyrir þurrt vatn.
Mottuvog
Nýtt vogarkerfi er nú að ryðja sér
rúms. Með þessari tegund voga má
vega hvað sem er, ef undirstaðan er
föst. Það eru aðeins tvær einingar í
þessu kerfi, þrýstingsnæm motta og
rafeindalesari, sem gefur beinan af-
lestur.
Þykkt hinnar loftfylltu mottu
breytisl eftir þvi hvaða þungi er
lagður á mottuna og mælir rafeinda-
lesari mismun á þykkt.
Þessa mottu má nota til þess að
vega allt að 25 tonna þunga, en von
er á nýrri gerð af mottum, er nota
má til þess að vega allt að 100 tonna
þunga.
Meðfylgjandi mynd sýnir tækið í
notkun.
Úr „Mechanical Handling“ í marz 1971.
64
IÐNAÐARMAL