Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2007, Page 40

Frjáls verslun - 01.04.2007, Page 40
40 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 7 Frá: Sigurði Boga Sævarssyni/sigbogi@simnet.is Sent: Maí 2007 Til: Fólks í viðskiptalífinu Efni: Áhugaverðar spurningar TÖLVUPÓSTURINN ... … TIL FROSTA ÓLAFSSONAR, HAGFRÆÐINGS VIÐSKIPTARÁÐS ÍSLANDS: Ísland fellur um þrjú sæti, úr því fjórða í sjöunda, í samanburði IMD- Viðskiptaháskólans í Sviss á samkeppnishæfni þjóða. Hvað veldur þessu? Fórnarkostnaður hagsældar „Að mestu má rekja þetta til ójafnvægis í hagkerfinu. Við höfum búið við mikla þenslu í langan tíma sem hefur leitt til vaxandi verðbólgu, hárra vaxta og viðskiptahalla. Þetta er að vissu leyti fórnarkostnaður hagsældar undanfarinna ára en skaðar að sjálf- sögðu samkeppnisstöðu okkar til skamms tíma. Mikill hagvöxtur, fjárfestingar og einkaneysla ýta öll undir þessa þróun. Það sem er afar jákvætt við niðurstöður könnunarinnar er að jákvæðir lang- tímaþættir hafa verið að treysta sig í sessi og styrkjast. Þannig stöndum við best allra þátttökuþjóða hvað varðar sveigjanleika og regluverk vinnumarkaðar, frumkvöðlaanda, viðhorf til alþjóðavæð- ingar, framlag til menntamála, sjálfbærni í orkumálum og heilsu- samlegt umhverfi.“ … TIL ÞÓRMUNDAR BERGSSONAR, FRAMKVÆMDASTJÓRA MEDIACOM ISLAND: Þú hafðir nýlega milligöngu um það fyrir hönd Byrs sparisjóðs og fjögurra þekktra bloggara að sjóðurinn auglýsti á síðum þeirra. Er Netið að verða sterkari mið- ill en áður var talið? Stafrænn vöxtur „Já, alveg klárlega. Við greinum þennan vöxt alls staðar í heiminum og hjá móðurfyrirtæki okkar WPP er meðal annars búið að stofna alveg sérstakt fyrirtæki sem eingöngu hjálpar okkur við að nálgast og vinna með rafrænni miðlun, það er Digital Media. Það má segja að hinn vestræni heimur sé orðinn mjög vel „tengdur“ með háhraðatengingum og netnotkun. Við hjá MediaCom Iceland höfum verið að vinna mikið inn á vefnum og þá sérstaklega fyrir Brimborg, nýtt hann meðal annars til að auglýsa ýmsar tegundir bíla sem ekki hefðu ratað svo auðveldlega í prentauglýsingar. Byr og S24 eru einnig á meðal viðskiptavina okkar sem leita mikið þangað inn. Það er auðvitað alltaf kappsmál að leita nýrra leiða til að koma upplýsingum á framfæri – ekki endilega bara á vefnum – heldur alls staðar. Vandinn er oft sá að erfitt er að meta hver áhrifin eru. Reyndar benda margar rannsóknir til þess að það sé enn betra að koma fréttum eða slíku efni inn á Netið, frekar en auglýsingaborðum, svo það eru líklega almannatengslafyrirtækin sem þurfa að vera á tánum á næstunni.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.