Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2007, Qupperneq 54

Frjáls verslun - 01.04.2007, Qupperneq 54
54 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 7 L A X V E I Ð I nálægt 15 milljörðum króna. Að þessum félögum frátöldum er algengast að einstakir veiðileyfasalar leigi eina þekkta lax- eða sil- ungsveiðiá og sjái um sölu veiðileyfa í hana en á því eru nokkrar undantekningar. Sum af smærri stangaveiðifélögunum eru með nokkur ársvæði á leigu og í þeim hópi er Stangaveiðifélag Keflavíkur hvað öflugast. Þá leigja sumir einstaklingar fleiri en eitt vatnasvæði. Nefna má að Pétur Pétursson og erlendur félagi hans leigja veiðirétt í Vatns- dalsá, Reykjadalsá í Reykjadal og Skálm- ardalsá á Vestfjörðum. Ástþór Jóhannsson leigir veiðirétt í Straumfjarðará á Snæfellsnesi og Mýrarkvísl í Suður-Þingeyjarsýslu með öðrum, Einar Sigfússon er annar eigandi Haffjarðarár og leigir auk þess veiðirétt í Víkurá í Hrútafirði og Ásgeir Ásmundsson leigir Skógá og aust- urbakka Hólsár, svo að nokkrir af hinum smærri leigutökum séu nefndir. Loks er því við að bæta að Svisslendingur að nafni Doppler leigir Ormarsá og Deild- ará, sem báðar eru í nágrenni Raufarhafnar, og hefur auk þess haft ítök í Haukadalsá. Veiðileyfi í fyrrnefndu árnar tvær hafa ekki verið til sölu á almennum markaði. Stangaveiðitímabilið hefst 1. apríl ár hvert en þá byrjar veiði í ýmsum vötnum sem og í nokkrum sjóbirtingsám á Suðurlandi og Norðurlandi. 1. maí er síðan heimiluð veiði í enn fleiri vötnum og nægir í því sambandi að nefna Elliðavatn og Þingvallavatn. Laxveiði- tímabilið hefst hins vegar ekki fyrr en 1. júní ár hvert en þar sem lítil laxgengd hefur verið fyrstu veiðidagana í flestum ám sem opnaðar eru svo snemma, hefur opnunin víðast hvar verið að færast aftar. Opnun í Norðurá var að þessu sinni að morgni 5. júní og síðar þann dag hófst lax- veiðin í Blöndu. Í mörgum ánum hefst lax- veiðin ekki fyrr en 20. júní og í enn öðrum er ekki heimilt að hefja veiðar fyrr en komið er fram í júlí. Samkvæmt lax- og silungs- veiðilögunum má stunda veiðarnar í 105 daga í straumvatni og lýkur laxveiðitímanum því víðast hvar fyrir lok septembermánaðar. Þar sem sjóbirtingur er í aðalhlutverki eru veiðarnar yfirleitt heimilaðar til 10. október ár hvert og ekki er óalgengt að framlenging fáist til 20. október þar sem stofnar sjóbirt- ings eru taldir vera í góðu ástandi. Verð á silungsveiðileyfum Verð á stangaveiðileyfum er ákaflega misjafnt svo ekki sé meira sagt. Ódýrustu silungs- veiðileyfin kosta e.t.v. 500 til 1.000 krónur fyrir stöngina en dýrustu silungsveiðileyfin eru í bestu sjóbirtingsánum þar sem þau geta kostað hátt í 30 þúsund krónur fyrir stöng- ina. Verð veiðileyfa í bestu urriðaveiðiánum (staðbundinn urriði) er sennilega hæst í Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal eða hátt í 15 þús- und krónur fyrir stöngina á besta tíma og í Minnivallalæk þar sem leyfin kosta tæpar 13 þúsund krónur. Fyrir bestu bleikjuveiðileyfin þarf að greiða tæpar 25 þúsund krónur í Víðidalsá en þar er þó nokkur laxavon á silungasvæð- inu og tekur veiðileyfaverðið mið af því. Fyrir venjulegt fólk, sem hefur gaman af því að kasta fyrir silung án þess að eyða of miklu fé í veiðileyfin, er Veiðikortið sannkölluð snilldarlausn en handhafar þess geta veitt á 38 vatnasvæðum víðs vegar á landinu fyrir aðeins 5.000 krónur. Verð á laxveiðileyfum Verð á laxveiðileyfum er svo allt annar hand- leggur. Þar endurspeglast verðið á leyfunum Í skýrslu Hagfræðistofnunar frá árinu 2004 segir: „Niðurstöður úttektarinnar gefa til kynna að stangaveiðin leggi mun meira til þjóð- arbúsins en áður hefur verið ætlað. Bein, óbein og afleidd áhrif stangaveiði innlendra og erlendra veiðimanna eru áætluð á bilinu 7,8 til 9,1 milljarðar króna á ári. Þar af er gert ráð fyrir að sölu- og leigutekjur veiðifélaganna séu á bilinu 868 til 961 milljón króna og að viðbótartekjur leigutaka séu á bilinu 173 til 228 milljónir króna á ári. Útgjöld innlendra veiðimanna til neyslu á innlendri vöru eða þjónustu eru metin á bilinu 501 til 543 milljónir króna á ári og útgjöld erlendra stangveiðimanna á bilinu 201 til 403 milljónir króna. Samtals eru því beinu áhrifin talin vera á bilinu 1,7 til 2,1 milljarðar króna á ári. Óbein og afleidd áhrif eru talin vera 6,1 til 7,0 milljarðar króna á ári. Af þessum niðurstöðum má ráða að tekjur veiðifélaga og leigutaka séu aðeins lítill hluti af þeim efnahagslegu umsvifum sem lax- og silungsveiði á stöng á Íslandi hafa í för með sér, eða um 13%.“ Árið 2004 (Tölur í milljónum kr.) Sölu- og leigutekjur veiðifélaga915 Viðbótartekjur leigutaka 200 Bein útgjöld innlendra veiðimanna tengd veiðinni 522 Bein útgjöld erlendra stangveiðimanna tengd veiðinni 222 Samtals bein áhrif1.859 Önnur eyðsla. Samtals óbein og afleidd áhrif 6.550 Niðurstaða: Efnahagsleg umsvif lax- og silungsveiði á stöng 8.409 (Unnið upp úr skýrslu Hagfræðistofnunar)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.