Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2007, Side 58

Frjáls verslun - 01.04.2007, Side 58
58 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 7 L A X V E I Ð I Ég held að ég fari rétt með það að stang-ardagar í laxveiði á landinu öllu séu taldir vera um 35 þúsund talsins á sumri. Stangaveiðifélag Reykjavíkur (SVFR) er alls með um 60 veiðisvæði á sínum vegum og skiptingin milli lax- og silungsveiðisvæða er því sem næst jöfn hjá okkur. Við erum með alls um 16 þúsund stangardaga til ráð- stöfunar á þessu sumri og þar af eru tæplega 10 þúsund í laxveiði,“ segir Bjarni Júlí- usson, formaður SVFR, í samtali við Frjálsa verslun. Stangaveiðifélag Reykjavíkur er stærsta áhugamannafélag um stangaveiði á landinu og félagsmenn eru nú á milli 3200 og 3300 talsins. Mikil fjölgun hefur orðið í félaginu síðustu mánuði og misseri og lætur nærri að fjölgunin nemi rúmlega 1000 manns á sl. tveimur árum. SVFR hefur til ráðstöfunar um fimm stangardaga fyrir hvern félagsmann um þessar mundir og er skiptingin þannig að þrír stangardagar eru í laxveiði en tveir stang- ardagar í silungsveiði. Að sögn Bjarna þarf að fara aftur til árdaga félagsins til þess að finna dæmi um hærra hlutfall stangardaga á hvern félaga, en SVFR var stofnað 17. maí árið 1939. Miðað við að félagsmönnum fjölgi um 10% á ári næstu ár þá þarf SVFR að bæta við 1500 til 1600 stangardögum á ári, bara til þess að halda í horfinu. Það hefur tekist sl. tvö ár en Bjarni viðurkennir að það hljóti að koma að því að stangardögum á hvern félagsmann fækki á nýjan leik, þ.e.a.s. ef þessi mikla fjölgun félagsmanna heldur áfram. Erlendum veiðimönnum hefur fækkað verulega Að sögn Bjarna hefur sala veiðileyfa á vegum SVFR gengið mjög vel og síðustu ár hefur félagið verið að selja um 80-90% veiðileyfa sinna ef miðað er við verðmæti. Félagið hefur til ráðstöfunar fjölbreytt úrval veiðileyfa, allt frá ódýrri silungsveiði og tilraunaveiðileyfi í laxi á fyrrum netaveiðisvæðum í Hvítá í Árnessýslu og upp í dýr laxveiðileyfi í ám eins og Norðurá í Borgarfirði. Verðið fyrir dýr- ustu dagana í þeirri á er vel á annað hundrað þúsund krónur fyrir stöngina en fyrir ódýr- ustu dagana er verðið tæplega 18 þúsund krónur. Við það verð bætist svo húsgjald fyrir fæði og gistingu. Er það 7.900 og 13.900 krónur sumarið 2007. „Það blasir við að ásókn í laxveiðileyfi hefur farið vaxandi. Íslenskir veiðimenn eru í miklum meirihluta hjá okkur og sumarið 2006 nam sala til erlendra veiðimanna vart nema 5% af verðmætum. Sala til íslenskra fyrirtækja hefur farið vaxandi en þrátt fyrir það eru fyrirtækin ekki með hátt hlutfall stangardaga. Hvað varðar verðmætin þá gæti Bjarni Júlíusson er formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur „Dýrustu veiðileyfin hafa náð toppnum“ Bjarni Júlíusson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur. STANGAVEIÐIFÉLAG REYKJAVÍKUR:
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.