Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2008, Blaðsíða 38

Frjáls verslun - 01.07.2008, Blaðsíða 38
38 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 8 Forsíðu grein sprotaFYrirtÆKi amivox er myndað af latnesku orð�unum „amicus“ og „vox“ eða vinur og rödd. Þessir vinir raddarinnar eru þrír rafmagnsverkfræðingar sem bjóða upp á nýja aðferð við að tala í síma. ,,Amivox er fyrst og fremst skilaboða� þjónusta fyrir einstaklinga, einföld í notkun og hentar fyrir alla sem nota farsíma,“ segir Birkir Marteinsson, einn frumkvöðlanna. En þeir hafa ekki fundið upp nýjan far� síma. Hver er vandinn sem þeir hjá Amivox leysa? Birkir tekur dæmi: Flestir hafa heyrt setningar eins og „Ég nennti ekki að skrifa SMS svo ég hringdi bara,“ og „Ég ákvað bara að senda SMS í stað þess að lenda í löngu símtali.“ ,,Amivox brúar þetta bil í samskiptum milli einstaklinga,“ segir Birkir. ,,Amivox byggist á því að nota röddina til að semja skilaboð. Þau koma strax fram eins og SMS og það er hægt að hafa samskipti við marga eins og í MSN og notandinn sér hverjir eru tengdir.“ Birkir segir að markmiðið sé að Amivox� samskipti séu jafnafslöppuð og með SMS og MSN en nái um leið fram þeim persónulega keim sem símtölin hafa. ,,Amivox kemur því í stað margra símtala og sparar þannig tíma en er um leið mjög skemmtilegur og persónulegur samskipta� máti,“ segir Birkir. ,,Þetta er þjónusta sem allir eiga að geta notað óháð því hvort þeir eru hjá sama síma� fyrirtæki, í sama landi eða í sitthvorri heims� álfunni,“ bætir hann við. ,,Stór hluti af þjónustu Amivox er gjald� frjáls og því enginn kostnaður við að prófa þjónustuna,“ segir Birkir. ,,Notendur þurfa eingöngu að greiða fyrir einstaka sérþjónustu sem lausnin býður upp á. Öll gjaldtaka er samkvæmt fyrirframgreiðslum og því ekki um reikning eða skuldbindingu að ræða.“ Og þjónustuna er hægt að sækja frítt á www.amivox.com. Fyrirtækið var stofnað á Íslandi árið 2006. Amivox hóf starfsemi sína í frumkvöðlasetri HR (nú Klak) ásamt því að vera með skrif� stofu í Kolding í Danmörku. Sumarið 2007 fékk Amivox inngöngu í frumkvöðlasetur Hillington Wireless Innovation Centre í Skotlandi. Verkefni Amivox hafa hlotið styrki frá Impru og haustið 2007 fékk Ami� vox styrk frá Tækniþróunarsjóði. ,,Amivox hefur í dag sett á markað nokkrar lausnir í fyrstu útgáfum,“ segir Birkir. ,,Við gerum ráð fyrir að á næstu misserum fari fram frekari vinna við vöruþróun og frekari markaðsaðlögun. Amivox hefur nú þegar hafið samvinnu við nokkra innlenda fram� haldsskóla með það að markmiði að tengja Amivox við skólaumhverfi. Erlendum not� endum hefur jafnframt fjölgað nokkuð á árinu. Í byrjun ársins 2009 hefst svo sókn Amivox á erlendan markað fyrir alvöru.“ Stofnendur Amivox og starfsmenn eru þeir Arnar Gestsson, Birkir Marteinsson og Eric Figueras Torras. Þeir eru allir með meist� aragráður í rafmagnsverkfræði frá erlendum háskólum. Auk frumkvöðlanna starfa hjá fyr� irtækinu tæknifræðingar, tölvunarfræðingar og námsmenn. Birkir segir að starfsmenn og stofnendur Amivox eigi það sameiginlegt að sækja reynslu sína í fjarskipta�, tölvu� og viðskiptaheiminn bæði á Íslandi og erlendis. ,,Það mikilvægasta við stofnun sprota� fyrirtækis er líklega að starfsmenn nái að vinna vel saman og að fyrirtækið vandi vel valið á fyrstu starfsmönnum. Það skiptir mestu þegar fyrirtæki eru að taka sín fyrstu skref,“ segir Birkir um reynslu sína af rekstri Amivox. Amivox va l dir s pro ta r Amivox byggist á að nota röddina til að semja skilaboð. Þau koma strax fram eins og SMS og það er hægt að hafa samskipti við marga eins og í MSN.Birkir Marteinsson hjá símafyrirtækinu amivox sameinar KosTi símTala, sms og msn Birkir Marteinsson, Eric Sigueras Torras og Arnar Gestsson eru mennirnir að baki Amivox.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.