Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2008, Blaðsíða 57

Frjáls verslun - 01.07.2008, Blaðsíða 57
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 8 57 N æ r m y N d – s i g u r ð u r ó l i ó l a f s s o N Eftir að hafa kynnt sér vísindahliðina í nokkurn tíma ákvað Sig- urður þó að skipta um starfsvettvang, enda von á fjölgun í fjölskyld- unni og nauðsynlegt að afla meiri tekna til heimilisins. Hann hóf störf hjá samheitalyfjafyrirtækinu Omega Farma sem markaðsstjóri, en var fljótt orðinn yfir þróun og skráningu. Búferlaflutningar fjölskyldunnar Árið 1998 ákvað fjölskyldan að flytjast búferlum til Canterbury í Englandi þar sem Sigurður hóf störf hjá Pfizer, stærsta lyfjafyrirtæki í heimi. Hann segir þennan tíma hafa styrkt fjölskylduna enda nokk- urt rask að flytja til útlanda með tvö lítil börn. Fjölskyldan kunni vel við sig í Bretlandi en árið 2000 tók hún sig aftur upp og flutti, í þetta sinn til East Lyme, lítinn svefnbæ í Connecticut í Bandaríkjunum þar sem Sigurður starfaði fyrir sama fyrirtæki í þróunarhöfuðstöðvum þess. Hann segir East Lyme hafa verið frábæran stað, allt öðruvísi en England og Ísland, en með því að búa á mismunandi stöðum hafi hann lært að meta kosti hvers staðar fyrir sig. Sigurður vann hjá Pfizer til ársins 2003 en gekk þá til liðs við Actavis og stofnaði fyrstu skrif- stofu þess í Bandaríkjunum, í Hartford í Connecticut. Árið 2006 varð Sigurður síðan aðstoðarforstjóri Actavis og flutt- ist þá fjölskyldan aftur heim eftir átta ára búsetu erlendis. Hann segir það hafa verið hægara sagt en gert að flytja heim með unglinga en þau hafi nú aðlagast ágætlega þó fyrsta árið hafi eftirsjá eftir vinunum og lífinu í Bandaríkjunum vissulega gert vart við sig. sterkir stjórnendur Sigurður segir starfið hjá Actavis virkilega skemmtilegt og þar starfi hann sem einn af fjöldanum í hópi frábærra stjórnenda, meðal ann- ars með Guðbjörgu Eddu Eggertsdóttur aðstoðarforstjóra, sem hafi ótrúlega reynslu og þekkingu. Raunar sé reynsla stjórnendateym- isins gríðarleg, hjá mismunandi fyrirtækjum um allan heim. Sig- urður segist hafa reiknað það út nýlega að í framkvæmdastjórn Actavis búi meira en 200 ára reynsla úr lyfjageiranum. Stjórnendahópurinn sé alþjóðlegur og í raun er aðeins lítill hluti starfsins á Íslandi. Sigurður getur þess þó sérstaklega að þungamiðja þróunarstarfs félagsins sé hér heima. Hér vinni um 150 starfsmenn að þróun á nýjum samheitalyfjum, sem sé undirstaðan að vexti fyr- irtækisins í framtíðinni. Actavis hefur vaxið hratt síðastliðin fimm ár og segist Sigurður líta björtum augum fram á veginn, þó að næstu ár verði vafalaust öðruvísi. Fyrirtækið muni vissulega halda áfram að vaxa, en nú einkum inn á við. Innri vöxtur Actavis hefur verið yfir 10% á árinu 2008 að hans sögn og er gert ráð fyrir meira en 1000 markaðs- setningum á lyfjum í ár. Sem stjórnandi segir Sigurður mikilvægt að hafa sterka stjórnendur í kringum sig sem hafi skoðanir sem hlustað sé á og að ákvarðanir séu þá teknar í framhaldi af því ef með þarf. Þegar svo miklum tíma er eytt í vinnunni er líka mikilvægt að þar sé skemmtilegt og góður félagsskapur eins og raun ber vitni í fyrirtæk- inu. Kveðst hann hafa það að leiðarljósi að taka vinnuna alvarlega en sjálfan sig ekki um of. veikur fyrir rómantískum gamanmyndum Sigurður er giftur Björgu Harðardóttur íslenskufræðingi og eiga þau tvö börn. Í frístundum les Sigurður mikið, allt frá fræðibókum yfir í sögubækur og horfir mikið á kvikmyndir, en rómantískar gam- anmyndir segir hann vera sinn veikleika. Jóhannes Sigurðsson, aðstoðarforstjóri Milestone: mikill húmoristi Ég kynntist Sigga Óla þegar við störfuðum saman í Actavis. Fyrirtækið var í miklum vexti og við unnum mikið saman í verk- efnum tengum fyrirtækjakaupum. Það var mjög skemmtilegt að vinna með Sigga því það er alltaf stutt í húmorinn hjá honum. Hann er mjög glöggur og fljótur að setja sig inn í flókin mál. Hans sterka hlið er hversu góður hann er í samskiptum við fólk, sem kemur sér mjög vel í samningaviðræðum og við vinnslu á öðrum verkefnum. Þá er hann mjög góður í að leiða starfs- fólk í erfiðum og flóknum viðfangsefnum eins og hann hefur margsýnt í störfum sínum hjá Actavis. Í stuttu máli er Siggi mjög öflugur í því sem hann tekur fyrir sér hendur og þægilegt að vinna með honum. Svo er það bónus hversu mikill húmoristi hann er og skemmtilegur í samstarfi. Einar Þór Magnússon, fjármálastjóri Eimskips: duglegur að halda sambandi Við Siggi kynntumst á unglingsárunum þegar við unnum saman í kjötborðinu í SS Glæsibæ og náðum strax vel saman, en það var mikil upphefð í því að fá að fara beint í kjötið. Þó við höfum aldrei verið saman í skóla höfum við þó alltaf haldið sambandi og Siggi er ótrúlega duglegur við það, sama hvert hann fer, að halda sam- bandi við þá sem hann þekkir. Þrátt fyrir að hann hafi flutt heim gefst allt of sjaldan tími til að hitta hann þar sem hann eyðir miklum tíma erlendis starfs síns vegna. Hann hefur hingað til varla vitað hvar hann verður staddur í heiminum á morgun. Ég myndi fyrst og fremst segja að Siggi sé afburða- greindur og traustur og góður drengur sem alltaf er mjög gott að leita til. SAGT UM SIGURð ÓLA:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.