Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2008, Blaðsíða 73

Frjáls verslun - 01.07.2008, Blaðsíða 73
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 8 73 b æ k u r Að lokum langmikilvægasta spurningin af þeim öllum. Kjarninn í kynningunni: Hvert er algjört lykilatriði sem ég vil koma á framfæri? Með öðrum orðum, ef áheyrendur myndu aðeins eitt atriði úr kynningunni, hvaða atriði væri það? Hönnun Þegar meginefni og tilgangur kynningarinnar er ljós þá er kominn tími til að setja kynn- inguna sjálfa saman. Fyrir mörgum þýðir það að setjast niður fyrir framan tölvuna og setja saman tugi PowerPoint slæða sem innihalda kynninguna sjálfa. Höfundur ræður fyrirles- urum frá því og leggur enn og aftur áherslu á einfaldleikann. Frekar að draga úr efni glæranna en að bæta við. Tekin eru dæmi um nokkrar glærur fyrir og eftir einföldun og það atriði eitt og sér á eflaust eftir að nýtast fjölmörgum við að skerpa á kynningunum og gera þær áhrifaríkari. Hvenær á að nota myndir og hvenær ekki, hvernig á að nota línurit og súlurit. Hvernig á að nýta sér autt rými til aukins skýrleika, skipulags og áhuga. Einnig er góð útlistun á því hvar hægt er að nálgast góðar myndir til að nota í glærunum því eins og sagt er: „Mynd segir meira en þúsund orð“ og það á við um glærur eins og annað. Flutningur Það er sama hvort við eigum samræður við einn aðila eða höldum kynningu fyrir 1000 manns, lykilatriði við flutninginn er að vera ekki með hugann annars staðar heldur ýta vandamálum og erfiðleikum til hliðar og ein- beita sér að kynningunni. Þetta ætti að vera sjálfsagður hlutur en einhvern veginn er það svo að stundum finnst manni fyrirlesarinn víðs fjarri. Tenging við áheyrendur er þessu náskylt, hvernig við verðum að höfða til til- finninga áheyrenda og hreyfa við þeim eins og tónlistarmenn hreyfa við tónleikagestum. Sýnum ástríðuna sem við höfum fyrir efninu sem um ræðir. Tæknileg atriði eins og að fjarlægja hindranir milli fyrirlesara og áheyr- enda geta skipt miklu máli, með hindrunum er átt við púlt, pallborð o.s.frv. Þegar þessi atriði eru höfð í hávegum ætti fyrirlesarinn að upplifa þá góðu tilfinningu sem fylgir því að sjá áheyrendur áhugasama, kinka kolli, jánka þegar við á og skella upp úr þegar við á. Áheyrendur eru þátttakendur í kynningunni, ekki bara áheyrendur. Fyrir hverja er bókin? Bókin er fyrir alla sem vilja skapa sér sérstöðu og halda einfaldar en kraftmiklar kynningar. Hvort sem er fyrir stóra hópa eða maður á mann. Hún er jafnt fyrir þá sem hafa mikla reynslu og þá sem eru að feta sín fyrstu spor í kynningum því jafnvel reyndustu fyrirlesarar hafa lært eitthvað nýtt við lestur bókarinnar. Það sem gerir bókina sérstaklega notadrjúga eru hin fjölmörgu dæmi sem eru tekin frá þekktum fyrirlesurum, hvað það er sem þeir gera til að ná tengingu við áheyrendur og koma skilaboðum sínum á framfæri. Dæmin sanna aðferðirnar. Tekin eru dæmi um mann eins og Steve Jobs og vísað er í vefsíður með kynningum sem hægt er að skoða til að fá enn fleiri dæmi. Höfundur er trúr sínum aðferðum og er bókin sett fram á skýran, einfaldan og mjög hnitmiðaðan hátt sem gerir skilaboðin enn skýrari en ella. Bókin er mjög hagnýt og þeir sem hana lesa ættu eftir stuttan lestur að hafa fengið fjölda hugmynda um hvernig má gera kynn- ingarnar áhrifaríkari. Hvernig við komum skilaboðum okkar á framfæri skiptir höf- uðmáli í hörðu samkeppnisumhverfi dagsins í dag. Kynningartækni eins og sú sem sett er fram í bókinni getur því haft úrslitaáhrif á hvernig okkur vegnar í daglegum störfum. Hristum aðeins upp í kynningunum okkar og sjáum hver áhrifin verða. Að halda góðan fyrirlestur Margir setja saman tugi PowerPoint slæða sem innihalda kynninguna sjálfa. Höfundur ræður fyrirlesurum frá því og leggur enn og aftur áherslu á einfaldleikann – og hafa glærurnar færri en fleiri. Spyrjið ykkur þessarar spurningar: Hvaða lykilatriði vil ég koma á fram- færi? Þetta merkir eftirfarandi: Ef þú vilt að áheyrendur muni aðeins eitt atriði úr kynningunni, hvaða atriði væri það? Unnur Valborg Hilmarsdóttir skrifar að þessu sinni um bókina Presentation Zen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.