Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2008, Blaðsíða 107

Frjáls verslun - 01.07.2008, Blaðsíða 107
F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 8 107 stúlka skorin í tvennt Claude Chabrol var í hópi leikstjóra sem ábyrgir voru fyrir frönsku nýbylgj- unni. Hann, eins og Francois truffaut og Jean-Luc Godard, hóf afskipti af kvikmyndum sem gagnrýnandi á Cahier du Cinema. Chabrol, sem þótti ekki eins framúrstefnulegur og Godard eða búa yfir snilld truffauts, sendi samt frá sér mjög athyglisverðar kvikmyndir sem oftar en ekki byggðu á sakamálum þar sem kafað var djúpt í sálarlíf aðalper- sónanna. Chabrol sem orðinn er 78 ára gamall er enn að og nýjasta kvikmynd hans La fille coupée en deux hefur vakið athygli og verður sýnd í Bandaríkjum í haust undir nafninu The Girl Cut in Two. Fjallar myndin um veður-fréttakonu sem á tvo aðdáendur sem hún vill ekki sleppa tökum á. Annar er vinsæll miðaldra rithöf- undur og hinn er erfingi mikilla auðæfa. Þegar annar þeirra afneitar henni þá gift- ist hún hinum og setur af stað atburðarás sem hefur alvarlegar afleiðingar. Með aðalhlutverkin fara Ludivine Sagnier, Francois Berleand og Benoit Magimel. Ludivine Sagnier í hlutverki veðurfrétta- konunnar. Hættulegar upplýsingar Eitt mesta illmenni kvikmyndasögunnar, Anton Chigurh, kom fram í hinni frábæru kvikmynd No Country For Old Men, sem þeir bræður Ethan og Joel Cohen gerðu. Eins og öllum er minnisstætt stóð Chigurh uppi í lok myndarinnar og til alls vís. Cohen bræður eru ekki á þeim bux- unum að gera framhaldsmynd, allavega ekki á næstunni, þar sem í Burn After Reading, nýjustu kvikmynd þeirra, slá þeir á léttari strengi. Um er að ræða gráleita gamanmynd þar sem tveir starfsmenn lík- amsræktarstöðvar komast yfir geisladisk sem inniheldur viðkvæmar upplýsingar yfirmanns hjá CIA. Þeir ákveða að selja diskinn hæstbjóðanda, en eins og nærri má geta eru ekki allir á því að borga pen- inga fyrir þær upplýsingar sem þar koma fram. Í aðalhlutverkum eru Brad Pitt, George Clooney, John Malkovich, tilda Swinton og Frances Mcdormand. Burn After Reading verður frumsýnd hér á landi 10. október. George Clooney og Frances McDormand í hlutverkum sínum í Burn After Reading. Blindur leiðir blindan Brasilíski leikstjórinn Fernando Meirelles vakti fyrst heimsathygli þegar hann sendi frá sér hina margverðlaunuðu Borg guð- anna (Cidade de deus). Hann fylgdi henni eftir með ekki síðri kvikmynd, Constant Gardener. Nýjasta kvikmynd hans, Blinda (Blindness), var sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes og verður tekin til almennra sýn- inga í lok september. Viðtökur við henni hafa verið misjafnar. Myndin gerist í borg þar sem allir eru smám saman að verða blindir. Aðalpersónan er eina alsjáandi manneskjan. Myndin er byggð á skáldsögu eftir nóbelsverðlaunahöfundinn José Saramago og hefur verið þýdd á íslensku. Sagan þótti fyrirfram ekki fýsileg til kvik- myndunar. Í aðalhlutverkum eru Julianne Moore, Gael García Bernal, Mark ruffalo, Sandra oh og danny Glover. Julianne Moore er eina alsjáandi manneskjan í borg hinna blindu. er eitthvað athugavert við þig. Þú ert sjálfstæð kona.“ Christine slapp af geðveikrahælinu með aðstoð predikara og hún hélt áfram leit sinni að syni sínum. Segja má með sanni að hin dramatíska saga í Changeling sé án endis þar sem ekkert er vitað hvað varð af Christine Collins: „Við vitum ekki hvað varð um Christine. Ég reyndi að komast að því en án árangurs og þar sem lík Walters fannst aldrei var ekki einu sinni hægt að enda myndina á líkfundi, en við komumst að niðurstöðu sem er að mínu viti góð enda leynist von í henni þó ekki sé það fyrir Chris- tine eða son hennar.“ Hefur alltaf dáðst að angelinu jolie Angelina Jolie leikur Christine Collins og eru þeir sem hafa fjallað um Changeling í kjölfar sýningarinnar í Cannes á því að leikur hennar sé frábær og hún sé örugg um að fá tilnefningu til óskarsverðlauna. Sjálfur segist Eastwood hafa valið Jolie fyrst og fremst vegna þess hversu sterkur persónuleiki hún er og að hún sé ein af fáum bandarískum leikkonum nútímans sem passi vel í hlutverk á borð við þau sem Ingrid Bergman og Bette Davis léku óaðfinnanlega í gömlum Hollywoodmyndum. „Ég hef alltaf dáðst að henni bæði vegna útlitsins og einnig vegna þess hversu sjálf- sörugg hún er. Það hefur því miður gleymst oft í umræðunni um hana hversu einstök leikkona hún er og þar vinnur útlitið gegn henni á sama hátt og það gerði gegn Ingrid Bergman. Aðrir leikarar í Changeling eru John Malkovich, Jeff- rey Donovan, Amy Ryan og Colm Feore. Clint Eastwood slakar ekki á og er með tvær myndir í farvatninu. Fyrst ber að telja Gran Torino sem hann vinnur að um þessar mundir og verður frumsýnd í desember. Um er að ræða litla kvikmynd á mælikvarða East- woods, um fyrrum hermann úr Kóreustríðinu sem aldrei hefur aðlagast lífinu og leikur hann sjálfur aðalhlutverkið. Á næsta ári tekur hann svo til við að leikstýra The Human Factor sem byggist á ævi Nelsons Mandela, hefst þegar Mandela kemur úr fangelsi og endar á fyrsta kjörtímabili hans sem forseta Suður-Afríku. Morgan Freeman á að leika Mandela og Matt Damon verður helsti mótleikari hans. Að öllum líkindum mun The Human Factor verða frumsýnd snemma árs 2010 eða um sama leyti og Clint Eastwood verður 80 ára gamall. KVIKMyNdAFrÉttIr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.