Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2008, Blaðsíða 111

Frjáls verslun - 01.07.2008, Blaðsíða 111
fólk F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 8 111 nú er hánnatími ferðamanna að ljúka á hótelunum og við tekur ráðstefnu-tímabilið, sem stendur fram í októ- ber,“ segir Valgerður Ómarsdóttir, sölu- og markaðsstjóri Radisson SAS Hótels Sögu og Park Inn Island. Hótel Saga er eitt þekktasta hótel Reykja- víkur með meira en 45 ára sögu og býður glæsilega veitingastaði, vandaða funda- og ráð- stefnuaðstöðu og veislusali og Park Inn Island er í nýju viðskiptahverfi Reykjavíkur í u.þ.b. 20 mínútna göngufæri í miðbæ Reykjavíkur. „Sem yfirmaður sölu og markaðsmála er ég ábyrg fyrir allri markaðssetningu hót- elanna ásamt söluferðum og samningagerð. Helsta verkefnið núna er að ljúka samn- ingagerð við ferðaskrifstofur fyrir tímabilið 2009-2010. Einnig er verið að klára við- skiptaáætlun ársins 2009. Á Hótel Sögu er gríðarlega stór veitingadeild og erum við að leggja lokahönd á vetrardagskrána sem inniheldur „show“ í nóvember og stóra og mikla dagskrá yfir jól og áramót. Jafnframt er verið að opna Grillið með nýjum matseðli eftir sumarlokun og í framhaldinu erum við að uppfæra útlitið á öllu markaðsefni Grills- ins. Í september erum við með spennandi verkefni í gangi á báðum hótelunum en þá munum við selja eitt herbergi á hvoru hóteli til styrktar Neistanum en það þýðir að allar tekjur af þessum herbergjum renna til þess góða málefnis sem Neistinn stendur fyrir.“ Valgerður útskrifaðist árið 2001 frá hótel- skóla í Sviss með BS gráðu í hótelstjórnun: „Ég bý á Völlunum í Hafnarfirði svo það er nú nánast jafnlangt að fara í vinnuna þegar ég fer í söluferðir erlendis eins og á skrifstof- una á Hagatorgi. Þar bý ég með með unnusta mínum Guð- jóni Valberg sem ég kynntist einmitt á Hótel Sögu en hann er móttökustjóri á 101 Hótel. Það er því mikið spjallað um hótelbransann á heimilinu. Við eigum tvo stráka, fjögurra ára og eins og hálfs árs. Áhugamálunum fer nú ekki mikið fyrir enda í mörg önnur horn að líta en hins vegar er stefnan á að reyna fyrir sér í golfinu. Við förum mikið í sund með strákana okkar tvo og að veiða. Sumarbústaðurinn er í miklu uppáhaldi hjá öllum í fjölskyldunni og reynt er að fara þangað sem flestar helgar á sumrin. Við fórum í tveggja vikna frí til Krítar í sumar og var það yndisleg og vel heppnuð ferð. Gistum á frábæru 5 stjörnu hóteli – nema hvað. Krít er yndisleg eyja heim að sækja og eigum við án efa eftir að fara þangað aftur. Svo fórum við í sumarbústað í viku þegar við komum heim úr ferðinni til að toppa fríið.“ Valgerður á vinkonuhóp úr skólanum í Sviss sem hittist alltaf einu sinni á ári: „Í ár eru tvö „reunion“ þar sem brúðkaup var hjá einni vinkonunni í Ósló og svo er ég á leið til Rómar í brúðkaup hjá annarri í lok mán- aðarins. 300 manna ítalskt brúðkaup sem ég hlakka mikið til að taka þátt í.“ Valgerður Ómarsdóttir: „Sumarbústaðurinn er í miklu uppáhaldi hjá öllum í fjöl- skyldunni og reynt að fara þangað sem flestar helgar á sumrin.“ sölu- og markaðsstjóri radisson SAS Hótels Sögu og Park Inn Island VaLgerður ÓMarsdÓttir nafn: Valgerður Ósk Ómarsdóttir. fæðingarstaður: reykjavík, 11. 10. 1977. foreldrar: Ómar Sævar Karlsson og Fjóla Bergrós Valdimarsdóttir maki: Guðjón Valberg. Börn: róbert Ómar, 4 ára, Kristófer Jón, eins og hálfs árs menntun: BS í hótelstjórnun frá IHttI í Sviss.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.