Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2009, Qupperneq 18

Frjáls verslun - 01.09.2009, Qupperneq 18
Fyrst þetta... 18 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . - 9 . T B L . 2 0 0 9 „Við fjölskyldan höfum alltaf haft það að leiðarljósi að best væri að stækka í smáum skrefum og mikil velta í krónutölu hefur aldrei verið markmið út af fyrir sig,“ segir Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmda- stjóri Pfaff. Fyrirtækið fagnar 80 ára afmæli á þessu ári og hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá upphafi. „Okkur hefur farnast vel að hafa umboð fyrir gríðarlega öflug og sterk fyrirtæki, sem hafa eflst í gegnum tíðina og það, ásamt frábæru starfs- fólki, er lykillinn að okkar árangri. Við flytjum inn góðar vörur – höfum ótrúlega öflugt og sjálfstætt starfsfólk og við fjölskyldan teljum okkar hlutverk fyrst og fremst að veita starfs- fólkinu góða umgjörð svo það blómstri. Við lítum alls ekki á okkur sem gamaldags fyr- irtæki, segjum stundum að við séum íhaldssöm en töff og höfum aldrei verið feimin við að reka fyrirtækið eftir hagfræði hinnar hagsýnu húsmóður enda stendur Pfaff fjárhagslega mjög vel og mun koma út úr þessari kreppu með glans – ef hægt er að segja að nokkurt fyrirtæki geti farið í gegnum þessar ham- farir með þeim hætti.“ Margrét segir að haldið verði upp á afmælið með ýmsum hætti. „Við höfum t.d. verið með vörur á tilboðsverði og ýmsar uppákomur í verslun okkar. Við létum gera nýjar sjónvarps- auglýsingar þar sem lögð er áhersla á vöruúrval fyrirtækisins á gamansaman hátt og gert grín að þessu skrýtna nafni sem fyr- irtækið ber. Fyrir nokkrum árum, þegar það var í mikilli tísku að endurskíra fyrirtæki, fórum við í vinnu með stóru almanna- tengslafyrirtæki þar sem skoð- aðir voru kostir og gallar við að endurskíra fyrirtækið. Vorum við komin með tíu nöfn í pott – alls kyns latnesk og samsett orð en sem betur fer bárum við gæfu til að halda í nafnið Pfaff.“ En hver er helsta sérstaða Pfaff? „Við segjum stundum að við séum rótgróið en síungt fjölskyldufyrirtæki. Með fjöl- skyldu eigum við þó ekki eingöngu við okkur eigendurna heldur lítum við á alla sem starfa í fyrirtækinu sem hluta af fjölskyldunni. Við teljum að hagnaður sé nauðsynlegur en við metum árangur samt ekki eingöngu í krónum – því sem betur fer skiptir svo margt annað máli í lífinu en krónur og aurar! Við erum heiðarleg og viljum að starfsfólki okkar líði vel og að við hlökkum öll til að mæta í vinnuna á morgnana.“ Margrét segir að aðalmark- mið allra fyrirtæki á Íslandi í dag sé að komast í gegnum þessa kreppu með sem bestum hætti. Við höfum sem betur fer þurft að gera óverulegar manna- breytingar og náð að halda veltunni gangandi, þannig að við ætlum að sigla fyrirtækinu í gegnum þetta öldurót ásamt okkar starfsfólki enda teljum við að okkar bíði björt framtíð – að okkar bíði mörg afmæli í við- bót.“ Pfaff fagnar 80 ára afmæli Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff. Pfaff saumavélarnar eru stór hluti af ímyndinni. TExTI: hrund hauksdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.