Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2009, Side 146

Frjáls verslun - 01.09.2009, Side 146
Fólk 146 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 9 Nafn: Auður Þórhallsdóttir Fæðingarstaður: Reykjavík, 28. maí 1958 Foreldrar: Sigrún Sturludóttir og Þórhallur Halldórsson Maki: Siggeir Siggeirsson Börn: Sigríður Rún, Þórhallur og Vilhjálmur Menntun: Grunnskóla- og textíl- kennari / B.Ed. Auður Þórhallsdóttir: „Við hjónin erum að byggja sumarbústað í Grímsnesinu og segja má að við eyðum öllum okkar frítíma í bygg- ingarvinnu sem er skemmtilegt hobbý, svona „golfið“ okkar.“ Samskip hafa byggt upp heildarþjón-ustu á sviði flutninga, vörustýringar og vörumeðhöndlunar, innanlands sem utan. Félagið býður viðskiptavinum sínum flutninga um allan heim, geymslu á vörum á Íslandi eða erlendis og ráðgjöf vegna flutninga og birgða. Auður Þórhallsdóttir, fræðslustjóri Sam- skipa, segir að rík áhersla sé lögð á að starfs- fólk þróist í starfi enda sé það forsenda þess að fyrirtækið haldi áfram að styrkjast. „Starfsfólkið er okkar auðlind og grund- völlur þeirrar framtíðar sem við stefnum að. Við leggjum áherslu á að fræðsla og þróun sé hluti að framtíðaráætlunum hvers starfs- manns og er farið vel yfir slíkt í starfsmanna- samtölum sem fara formlega fram einu sinni á ári. Starf mitt felst m.a. í að greina þessar þarfir og að bjóða upp á fræðslu sem eykur færni starfsmanna í núverandi starfi, auk þess að afla sér þekkingar á nýjum sviðum. Svona þróun skilar sér í hærra menntunarstigi, eykur starfsánægju og færni og skapar verðmæti bæði fyrir einstaklinginn og fyrirtækið. Við leggjum ríka áherslu á að fræðsluferlið sé virkt fyrir alla starfsmenn, því hver einasti starfs- maður er afar mikilvægur hlekkur í okkar flutningaferli.“ Auður er gift Siggeiri Siggeirssyni raf- eindavirkja hjá Skyggni/Nýherja og eiga þau saman þrjú börn. Elst er Sigga Rún sem er 24 ára og er á lokaári í skó- og fylgihlutahönnun í Róm á Ítalíu. Næstur kemur Þórhallur 22 ára, í íþróttafræði í Háskólanum í Reykjavík og sá yngsti, Vilhjálmur 18 ára, er í Kvikmynda- skóla Íslands, á tæknibraut. „Við erum mjög samrýmd fjölskylda og krakkarnir úrvals- hópur, góðar og hamingjusamar manneskjur. Við hjónin erum að byggja sumarbústað í Grímsnesinu og segja má að við eyðum öllum okkar frítíma í byggingarvinnu sem er skemmtilegt hobbý, svona „golfið“ okkar. Við mæðgur höfum verið að hanna og sauma saman, sem var óvænt og afar vinsælt, og stendur orðið til að fá sér saumakonu þar sem við önnum ekki pöntunum. Svo erum við hjónin miklir sóldýrkendur og eigum hlut í íbúð á Spáni og reynum að fara allavega eina eða tvær ferðir á ári þangað sem er algjör draumur í dós. Síðustu ferð fórum við í ágúst, þá var farið með fulla ferðatösku af spennu- bókum og lopa og tímann nýtti ég í lestur og prjónaskap, sem er frábær afslöppun. Ég er alin upp í fallegasta firði Vestfjarða, Súgandafirði, og er afar stolt af því að vera Súgfirðingur. Var alin upp við að láta verkin tala og að bera virðingu fyrir öllum störfum. Byrjaði að starfa í frystihúsi 12 ára gömul og eftir að ég fluttist suður fór ég mörg sumur vestur í fisk til að eiga fyrir skólagöngunni. Það var dýrmæt reynsla.“ Auður er menntaður grunnskólakennari og starfaði við það í tæp 20 ár. „Síðustu árin mín sem kennari starfaði ég sem deildarstjóri í Fossvogsskóla en árið 2004 ákvað ég að nú væri kominn tími til að breyta til og reyna fyrir mér á almennum vinnumarkaði. Var svo lánsöm að fá starf sem leiðtogi fræðslumála hjá Alcan í Straumsvík. Þar starfaði ég með frábæru fólki og kynntist miklum metn- aði gagnvart fræðslu starfsfólksins sem var mikið lærdómsferli fyrir mig. Eftir þrjú ár í Straumsvík var ég tilbúin í frekari áskoranir og réð mig til Samskipa vorið 2007. Þessi ár hér hafa verið algjörlega frábær, hér er ótrúlegur sköpunarkraftur og öllu frumkvæði afar vel tekið. Hér er þessi dásamlega samsetn- ing fólks sem er dýrmætt og gefandi að starfa við og læra af.“ fræðslustjóri Samskipa AUÐUR ÞÓRHALLSDÓTTIR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.