Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2007, Side 42

Frjáls verslun - 01.11.2007, Side 42
42 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 7 ársinsMenn20 ár Pálmi Jónsson heitinn, stofnandi og aðaleigandi Hagkaups, var valinn maður ársins í íslensku viðskiptalífi af Stöð 2 og Frjálsri verslun árið 1990. Svaraði Pálmi á sínum tíma örfáum spurningum Frjálsrar verslunar í tilefni af valinu. Var hann fyrst spurður að því hvort hvarflað hefði að honum við stofnun póstverslunarinnar Hagkaups, að hún ætti eftir að verða leiðandi á sínu sviði og ná fjórðungi matvörumarkaðar á höfuðborgarsvæðinu. „Nei, það datt mér nú sjálfsagt ekki í hug,“ svaraði hann. Athygli vakti á sínum tíma að Pálmi var ekki með skrifstofu og sagði í viðtalinu að slíkt hefði marga kosti. „Fyrir utan að verja mann fyrir rukkurum og blaðamönnum, þá veldur það því að maður er miklu meira á ferðinni um fyrirtækið og sér með eigin augun vandamálin sem þarf að leysa og er því fljótari að bregðast við þeim. Við í Hagkaupi köllum þetta Rekstur á röltinu,“ sagði hann. Pálmi stofnaði póstverslun á haustmánuðum árið 1959 og nefndi Hagkaup og fékk inni með starfsemina í gripahúsum Geirs bónda Gunnlaugssonar í Eskihlíð. Árið 1964 var sett á laggirnar saumastofa á vegum Hagkaups og hafin sala á hinum landsfrægu Hagkaupssloppum og jafnframt hafin verslun með fatnað í Lækjargötu 4, þar sem einkum var höfðað til ungs fólks. Árið 1970 opnaði fyrirtækið 600 fermetra verslun í Skeifunni og komu 5-6 þúsund manns þangað á hverjum föstudagssíðdegi til þess að versla. Árið 1985 stofnaði Hagkaup dótturfyrirtæki um sölu á vörum frá IKEA og flutti verslunina í Hús verslunarinnar, þar sem 15.000 manns komu í heimsókn fyrsta daginn, svo eitthvað sé nefnt. Í umfjöllun dómnefndar um val á manni ársins sagði meðal annars: „Hagkaup hefur alla tíð verið í eigu Pálma Jónssonar og fjölskyldu og er nú langstærsta og öflugasta einkafyrirtæki landsins ... Framsýni og frumkvæði Pálma kom glöggt í ljós þegar hann réðist í að byggja Kringluna, stærstu verslunarmiðstöð landsins, fyrir nokkrum árum. Hún var tekin í notkun árið 1987 og sýna vinsældir hennar að þörf var fyrir þessa aðstöðu. Bygging Kringlunnar var mikið átak.“ Árið 1990: Pálmi Jónsson stofnandi Hagkaups Pálmi Jónsson Pálmi Jónsson féll frá á 68. aldursári í byrjun apríl árið 1991. Árið 1998 seldi fjölskylda Pálma Jónssonar Kaupþingi og Fjárfestingabanka atvinnulífsins allan eignarhlut sinn í Hagkaupi og var einnig gengið frá kauprétti á eignarhlut fjölskyldunnar í Bónusi sf. Var markmiðið að sameina Hagkaup og Bónus sem gekk eftir í júní þegar Baugur var stofnaður. Þegar kaupin voru tilkynnt sagði Sigurður Gísli Pálmason, stjórnarformaður Hagkaups, ákvörðunina hafa átt sér langan aðdraganda því Pálmi Jónsson heitinn hefði talið að rétt væri að gera Hagkaup að almenningshlutafélagi þegar fram liðu stundir. Hlutabréf í Baugi voru afskráð af aðallista Kauphallarinnar í júlí árið 2003 þar sem einn hluthafi, Mundur ehf., hafði eignast yfir 90% hlutafjár í félaginu. Að Mundi ehf. stóðu þá Fjárfestingarfélagið Gaumur ehf. og tengdir aðilar, Kaupþing banki hf., Eignarhaldsfélagið Vor ehf., Eignarhaldsfélagið ISP ehf. og Ingibjörg S. Pálmadóttir. 1990Útnefningar í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.