Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.03.2014, Qupperneq 44

Læknablaðið - 01.03.2014, Qupperneq 44
172 LÆKNAblaðið 2014/100 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R „Ég hef fyrst og fremst verið fæðinga- læknir en nú mun ég huga að öllu því breiða sviði þessarar stóru sérgreinar sem heitir fæðingar- og kvensjúkdóma- lækningar,“ segir Þóra Steingrímsdóttir sem fyrst kvenna hefur verið skipuð í stöðu prófessors og yfirlæknis í klínískri sérgrein læknisfræði við Háskóla Íslands og Landspítalann. „Heiti sérgreinarinnar hefur tekið breyt- ingum í gegnum tíðina og þegar ég fékk sérfræðileyfið hét þetta kvenlækningar, sem var afskaplega skringilegt heiti. Sér- greinin skiptist í megindráttum í fæðing- arlækningar og kvensjúkdómalækningar en undir báðar heyra síðan enn aðrar undirsérgreinar.“ Kvensjúkdómafræðin tekur til kyn- og æxlunarfæra kvenna eingöngu og þeir sjúkdómar sem herja á aðra líkamshluta kvenna heyra undir aðrar greinar læknis- fræðinnar. Sambærileg sérgrein fyrir karla er þvagfæraskurðlækningar sem fæst að mestu við karla þar sem kvensjúkdóma- fræðin nær yfir þann hluta kvenlíkamans. Allt eru þetta vel þekktar staðreyndir meðal lækna en nefnt til glöggvunar fyrir aðra lesendur. Prófessorsstaðan í fæðinga- og kven- sjúkdómum var stofnuð 1967 og Pétur Jakobsson er verið hafði forstöðulæknir fæðingadeildar Landspítalans frá 1948 var fyrstur til að gegna henni en hafði þá um árabil sinnt kennslu í greininni við lækna- deildina. Sigurður S. Magnússon var pró- fessor 1975–1985 og 1987 er Gunnlaugur Snædal skipaður í embættið. Þóra tekur nú við keflinu af Reyni Tómasi Geirssyni er gegnt hefur stöðunni frá 1994. Sóknarfæri í rannsóknum og fræðastarfi Það vekur óneitanlega athygli að Þóra er fyrsta konan í þessu embætti en eflaust endurspeglar þetta fyrst og fremst kynja- hlutföll innan læknastéttarinnar fyrr og nú. „Áður voru karlar í meirihluta í lækna- stéttinni og þar með í þessari sérgrein en þetta hefur gerbreyst á undanförnum árum og nú eru konur að verða í miklum meirihluta í sérgreininni. Við erum núna þrjár konur sem stýrum kvennadeild Landspítala, en auk mín eru þær Hildur Harðardóttir og Kristín Jónsdóttir yfir- læknar á fæðinga- og kvensjúkdómadeild- inni. Ég held að ég tali fyrir munn flestra kollega minna að mikilvægt sé að fá karl- menn í greinina. Þetta er fyrst og fremst fræðigrein sem hefur lítið að gera með kynferði þeirra sem hana stunda. Æski- legast hlýtur að vera að kynjahlutföllin séu sem jöfnust. Staðan er orðin þannig að við konurnar erum að hvetja piltana til að velja þessa sérgrein en þeir finna fyrir því að konur vilja síður láta karlmenn skoða sig en konur. Það á reyndar fyrst og fremst við um heilbrigðar konur því þegar til al- vörunnar kemur er þeim alveg sama hvort læknirinn er karl eða kona.“ Þóra stundaði sérfræðinám sitt við háskólasjúkrahúsið í Uppsölum og lauk þaðan doktorsprófi 1996. Hún hefur verið yfirlæknir mæðraverndar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins undanfarin ár og einnig gegnt hlutastöðu sem sérfræðingur á kvennadeild Landspítalans og klínískur dósent við læknadeild Háskóla Íslands. „Þetta hefur miklar breytingar í för með sér fyrir starfssvið mitt en undanfarin ár hef ég að mestu stundað klínísk störf en núna færist megináherslan yfir á kennslu, rannsóknir og vísindastörf þar sem starf- inu tilheyrir að byggja upp og bæta við hinn fræðilega hluta sérgreinarinnar. Klíníkin minnkar að sama skapi og ég er alveg tilbúin í þær breytingar.“ Þóra segist hafa hug á því að auka hlut fræðimennsku og rannsókna innan greinarinnar. „Þá er ég að tala um sam- starfsfólk mitt í sérgreininni en það er mjög mikilvægt að þessi hluti læknis- starfsins sé viðurkenndur á borði með því að veita fólki tækifæri til að sinna slíku með klínísku vinnunni. Viðhorfið hefur gjarnan verið að ef fólk er ekki uppfyrir haus alla daga í klíníkinni, heldur tekur sér tíma til rannsókna og fræðistarfa, þá sé það bara í fríi. Þessi blanda af klínísku starfi og rannsóknavinnu er svo gefandi fyrir alla, kemur í veg fyrir margumrædda kulnun í starfi og nýtist skjólstæðingum okkar beint og óbeint. Ég er sannfærð um að rannsóknastarf myndi blómstra ef umhverfið væri meira hvetjandi að þessu leyti. Þarna sé ég sóknarfæri þar sem klínískt starf kvennadeildarinnar er í mjög góðu horfi, konurnar fá þar framúrskar- andi þjónustu og okkar verkefni er í rauninni að halda uppi öflugu gæðaeftir- liti og fylgjast vel með öllum nýjungum í greininni.“ Þóra segir brýnt að haldið sé vel utan um fæðingarskráninguna en hún er sá „Vil auka hlut rannsókna og fræðimennsku“ segir Þóra Steingrímsdóttir nýskipaður prófessor í fæðingar- og kvensjúkdómalækningum ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.