Franskir dagar - 01.07.2004, Side 11

Franskir dagar - 01.07.2004, Side 11
Gönguleiðir á Suðurfjörðum m Horft upp með Skjólgilsá frá göngubrú skammt innan viö bilaverkstœði Bjarna á Ljósalandi. Gönguleiðin, sem merkt hefur verið, liggur upp utan við gilið (hœgra megin á myndinni). Albert Eiriksson tók myndirnar. Fyrir nokkrum árum tók til starfa á Suðurfjöröum hópur áhugafólks um gönguleiðir og útivist. Gaf hann út á árinu 2001 kort yfir helstu gönguleiðir á svæðinu frá Fá- skrúðsfirði til Berufjarðar. Kortið á aö vera aðgengilegt ferðamönnum og er víða til sölu og að sjálfsögðu er hægt að kaupa það á Frönskum dögum á Fáskrúðsfirði. Hægt er að skoöa kortiö á heimasiðu Austur- byggðar. Einnig merkti hópurinn nokkrar leiðir sem áður fyrr voru farnar milli byggða. Hófst sú vinna árið 1999. Þessar leiðir eru: 1. Stuðlaheiði, frá Dölum í Fáskrúðsfirði að Stuðlum í Reyðarfiröi. 2. Reindalsheiði, frá Tungu í Fáskrúðsfirði að Gilsá í Breiðdal. 3. Víkurheiði, frá Vikurgerði í Fáskrúðsfirði til Stöðvarfjarðar. 4. Berufjarðarskarð, frá bænum Berufirði aö Flögu í Breiðdal. 5. Tvær stuttar gönguleiðir voru merktar í vor. Önnur þeirra liggur af Ölfusmel, upp fyrir Svartagil, fallegt og stórbrotiö gil sunnan Fáskrúðsfjarðar, gegnt þorpinu. 6. Hin leiðin liggurfrá Ljósalandi, upp með Skjólgilsá. Þarfellur straumhörð áin í mörgum, snotrum fossum niður bratta hlíðina. Lýsingu á tveimur síðustu leiðunum er hægt að lesa á vefnum www ganga.is. Myndin er tekin inni í Svartagili í skínandi, björtu veðri 7.júlí 2004. Króklœkur rennur um gilið og fellur til sjávarskammt utan viö eyðibýlið Sœvarenda. Auövelt er að ganga inn í gilið að neöanveröu en þverhniptir hamrar umlykja það að ööru leyti. Gangi menn eftir hinni merktu leið er farið upp utan við gilið og komið niöur innan við það. í maí síðastliðnum var svo stofnaö félag áhugafólks úr Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og Breiðdal, Göngufélag Suðurfjarða. Formaður þess er Svandís Ingólfsdóttir á Breiðdalsvík. Félagið hyggst halda við stikum á þessum merktu leiðum og merkja nýjar auk þess sem þaö mun skipu- leggja gönguferðir fyrir félagsmenn og aðra sem vilja slást í hópinn. Minningarhlaup um Berg Hallgrímsson Stofnað var til minningarhlaupsins um Berg Hallgrímsson á Frönskum dögum sumarið 2000 með því að hjónin Guðmundur, bróðir Bergs, og Dóra Gunnarsdóttir gáfu bikar sem keppt skyldi um árlega. Fyrstu tvö árin kepptu allir í einum flokki en árið 2002 gaf fjölskylda Bergs ann- an bikar til keppninnar. Hefur verið keppt um hann í kvennaflokki síð- ustu tvö ár en um eldri bikarinn í karlaflokki. Er hér um farandbikara að ræða. Þrírfyrstu keppendurfá verðlaunapeninga. Engin aldurstak- mörk eru í hlaupinu. Þarna geta því ungir og gamlir hlaupið hlið við hlið og hafa reyndar gert það, bæði sjálfum sér og áhorfendum til á- nægju. Ungmennafélagið Leiknir hefur séð um framkvæmd hlaupsins öll árin. Minningarhlaupið er haldið á laugardag og hefst kl. 11:00. Skráning keppenda byrjar 15 minútum fyrr, við Reykholt - Skólaveg 77. Þar eru hlauparar ræstir. Konur hlaupa 1,7 km vegalengd, inn allan Skólaveg, síöan út þjóð- veginn og Búðaveg, allt að minnisvarðanum um Berg Hallgrímsson við Garðsá, fyrrum heimili hans. Þar lýkur hlaupinu. Karlar hlaupa 2,8 km vegalengd, sömu leið og konurnar aö því viðbættu að þeir hlaupa hring umhverfis lónið innan við þorpið (Ósinn). Aö loknu Minningarhlaupi um Berg Hallgrímsson sumariö 2003. Sigurvegari i karlaflokki, Bergur Hallgrímsson yngri, er lengst til vinstri og heldur á bikarnum. Meö honum á myndinni eru systkin og frændsystkin hans. Myndin er tekin viö minnisvaröann utan viö Garösá sem getið er um í pistlinum. Mynd:Bjarni Bergsson. Þessir hlauparar hafa sigrað i hlaupinu til þessa: Ar Karlaflokkur Kvennaflokkur 2000 Pétur HaukurJóhannesson 2001 Bergur Hallgrímsson 2002 Unnar Daði Helgason Jóhanna Hallgrímsdóttir 2003 Bergur Hallgrímsson. Gréta Björg Ólafsdóttir. Minningarhlaup um Berg Hallgrimsson er ekki haldið til að hampa sig- urvegurum þótt verðlaun séu í boði. Það er háð til að heiðra minningu mikils hlaupara, hans sem var sannur íþróttamaður. 11

x

Franskir dagar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.