Franskir dagar - 01.07.2004, Blaðsíða 15

Franskir dagar - 01.07.2004, Blaðsíða 15
Skólastarf í eina öld Haldin ersýning í Grunnskóla Fáskrúðsfjaröar á Frönskum dögum 2004 til að minnast þess að ein öld er liöin frá því að skólastarf hófst í Fáskrúðsfirði. Er þá miðað við að árið 1904 var hinn lagalegi rammi um skólastarfið staðfestur með reglugerð. Börn höfðu þó fengið ein- hverja kennslu fýrir þann tíma, nokkrir bændur réðu til sín heimilis- kennara og fór það vaxandi um aldamótin. Sum árin fékkst styrkur til slíkrar kennslu úr Landssjóði. Nöfn sumra þessara kennara eru þekkt og vitað er aö Bjarni Magnús Sigurðsson var kennari í hreppnum á árun- um 1892-1906. Eftir að formlegur barnaskóli er stofnaður og kennsla hefst I nýju skólahúsi í þorpinu er Björn Daníelsson ráðinn skólastjóri og hann hefurstörf á Fáskrúðsfirði áriö 1908. Eftir skiptingu Fáskrúðsfjarðarhrepps og Búðahreppur er stofnað- ur, árið 1907, er byggt skólahús í þorpinu. Stóð það á sama stað og Leikskólinn er nú. Þar fór barnafræðslan fram um tveggja áratuga skeiö, eða þar til húsið varð eldi að bráð þann 4. nóvember árið 1929. Kennsla hafði þá staðið í rúman mánuð það haust. Þá var ástandiö þannig í þorpinu að nánast engu slökkvistarfi varð við komið, ekkert slökkviliö til og vatn ekki tiltækt nema I hálfþurrum lækjum. Húsið var mannlaust þegar eldurinn kom upp en hann magnaöist skjótt og ekki varð við neitt ráðið. íbúö skólastjórahjónanna var á efri hæð hússins, þaðan var litlu hægt að bjarga en nokkru af húsmunum skólans og bókasafni tókst mönnum að forða frá eyðileggingu. Bækur lestrarfé- lagsins, sem voru á efri hæð hússins, brunnu allar. Eftir brunann var gripið til þess ráðs að flytja skólastarfiö út í Franska spítalann sem þá stóö ónotaður. Þar var þó ekki kennt nema í rúmlega eitt ár því að nýtt skólahús var strax byggt á grunni þess gamla. Það hús þekkja Fáskrúðsfirðingar vel, það þjónaði barna- og unglingafræðslunni allt til ársins 1978 að flutt var í núverandi skóla- hús. Síðar fékk gamla húsið nýtt hlutverk og þar starfar Leikskólinn enn. Ekki veröur saga skólans rakin hér né sagt frá starfsfólki hans en geta má þess að hafin er skráning á nemendum og kennurum skólans. Ahugi er fyrir því að sú vinna haldi áfram og veröi hægt að gera sem nákvæmasta skrá, allt frá fyrstu árum skólastarfsins. Á sýningunni í Grunnskólanum er hægt að sjá hvernig þróun kennslu- gagna hefur orðið síðustu áratugi, breytingu á húsbúnaði og ekki sist þá miklu breytingu sem orðið hefur á námsbókunum. Sem dæmi um merkilega muni á sýningunni má nefna kennaraborð sem bjargaðist úr brunanum 1929, kennslutæki sem skýrir sólkerfið og flautu sem notuð var til að kalla nemendur í tíma. Svo verður skólabjallan góða, sem margir gamlir nemendur muna eftir, að sjálfsögðu í öndvegi. ms Gamla skólahúsiö á Fáskrúðsfirði sem brann 4. nóvember 1929. Þjóðsögur úr Fáskrúðsfirði - sýning Sýning byggð á þjóösögum og sögnum tengdum Fáskrúðsfirði verð- ur um Frönsku dagana í Viðarsbúð. Sögurnar eru alls vel á fjórða tuginn. Þær eru fjölbreyttar sem og sögusvið þeirra. Þótt sögurnar um Skrúðsbóndann og Kolfreyju séu ef til vill þekktastar eru fjöl- margar aðrar sagnanna áhrifaríkar, ævintýralegar og spennandi. Utdráttur úr sögunum fýlgir með á frönsku. Myndir eru sýndar með sögunum til glöggvunar og vísa þær á staðhætti og örnefni. Sýningargestir geta hlýttá hljóðritanirfrá Stofnun Árna Magn- ússonar þar sem eldra fólk syngur, segir draugasögur og aðrar sög- ur tengdar Fáskrúðsfirði. Sýningin er opin föstudag og laugardag kl. 11:00-18:00 og á sunnudag kl. 13:00-16:00. Myndin sýnir Jóhönnu S. Siguröardóttur og Helgu Hermannsdóttur i góðum félagsskap Skrúðsbóndans. Mynd: Albert Eiriksson 15

x

Franskir dagar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.