Franskir dagar - 01.07.2004, Blaðsíða 19

Franskir dagar - 01.07.2004, Blaðsíða 19
íslandsmeistara- mót í Pétanque Sumariö 1999 var í fyrsta sinni keppt í Pétanque á Frönskum dögum. Síðan hefur keppnin verið fastur liöur í hátíðarhöldunum og hefur hún öll árin farið fram neöan við félagsheimilið Skrúð. Svo verður einnig í ár. Hér er um ævafornt kúluspil að ræða, ættað frá Skotlandi og mik- ið spilað á sumarleyfisstööum víða um Evrópu. Ekki er fjarri lagi að líkja Pétanque við boccia. Keppendur kasta stálkúlum, getur fjöldi þeirra veriö breytilegur, eða frá tveimur til sex. Á Frönskum dögum fær hver keppandi aðeins tvær kúlur til að kasta. Um liðakeppni er að ræða og eru aðeins tveir í liði. Þar sem um íslandsmeistaramót er að tefla þarf varla að taka fram að keppt er til verðlauna á mótinu. Keppendur standa inni í hring þegar þeir kasta. Sá sem hefur leik- inn fær í hendur hnetu sem hann kastar fyrst og verður hún að koma niður að lágmarki fjórum metrum frá hringnum. Síðan kastar hann fyrri kúlu sinni og reynir að láta hana koma niður sem næst hnetunni. Eftir það kasta keppendur hver af öðrum. Sá vinnur sem kemur kúlu sinni næst hnetunni. Þessi ófullkomna lýsing á leiknum er látin fljóta hér með til að sýna lesendum fram á að Pétanque er einfalt en um leið skemmtilegt spil sem allir ættu að hafa yndi af að prófa. Austurland að Glettingi Línudanshópurinn Austurland að Glettingi sýnir á Frönskum dögum í ár eins og hann hefur gert síðustu tvö sumur. Dansarar koma víða aö af Austurlandi, allt frá Hornafiröi til Vopnafjarðar. Stjórnandi er Óli Geir, danskennari. Myndin sýnir hópinn dansa á sviði Franskra daga 2002. Mynd: Guöný Elisdóttir. Myndlistarsýning Reynis Katrínar Reynir Katrínar sýnir eigin listaverk á Frönskum dögum og er sýningin í Grunnskólanum. Hann sýnir myndir unnar með vatns- og olíulitum og einnig verk sem hann hefur gert úr Djúpalónsperlum. Auk þess að vera myndlistarmaður er Reynir einnig sjáandi og heilari. Hann er mikill á- hugamaöur um norræna goða- fræöi og hefur hannað nýtt rúna- sett sem hann nefnir Steina guð- anna. Þar eru rúnir goðanna grafnar í Djúpalónsperlur. Á sýn- ingunni verður hægt að fá skýr- ingar á rúnasettinu og öðrum verkum Reynis, eins og Þagnar þulum og Altari sannleikans. Örsmá er hræðslan er breyti ég orku. Við hreyfingu augnloks gufar hún upp. Frjálst hef ég valið um mína framtíð því einn mun mér stjórna, ég. Þetta er hluti af þagnarþulu gyðjunnar Gná, segir Reynir Katrínar. Af lýsingu Reynis á verkum sínum má ráða aö sýning hans geti komið gestum á óvart og spennandi er að kynnast list hans og nýstárlegum viðfangsefnum. Svanhildur Sigurðardóttir, sem ættuð er frá Fáskrúðsfirði, sýnir í Grunnskólanum pastelteikningarsem hún hefurgertaf kon- um. Svanhildur er fjölhæfur listamaður, hún býr á Englandi og starfar sem myndhöggv- ari. Eftir myndlistarnám í Reykjavík með megináherslu á textíllist vann hún um tíma sem textíl- og tískuhönnuður og náði góð- um árangri. Þá hóf hún nám í höggmyndalist, fyrst í Reykjavík og sið- an um fjögurra ára skeið í Emerson College of Art á Englandi þaðan sem hún útskrifaðist árið 1995. Svanhildur hefur sýnt verk sín víða, bæöi heima og erlendis. Sýning hennar, Birting orkunnar, stendur yfir Pastelteikningar afkonum í Reykjavík, var opnuö þann 3. júlí. Fjölmörg verka hennar prýða hús- næði fyrirtækja og opinberra stofnana. Svanhildur helgar listinni krafta sína alla og skapar brons- og steinskúlptúra sem hún er þekkt fyrir. Innblásin af landslagi ættjarðar- innar býr höggmyndalist hennar yfir náttúrlegum þokka þar sem sam- an fer hljóðlátur styrkur og myndugleiki. 19

x

Franskir dagar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.