Franskir dagar - 01.07.2004, Blaðsíða 23

Franskir dagar - 01.07.2004, Blaðsíða 23
Harmonikku- snillingar Rússneskir tvíburabræður, Yuri og Vadim Fedorov, heimsækja , Franska daga á laugardag. Þeir leika viö minningarathöfnina i grafreitnum og á hátíðinni í miðbænum. Eftir það, eða kl. 14:30, spila þeir fyrir heimilisfólkið á Uppsölum og Ijúka dvöl sinni á Fá- skrúðsfirði með því að þenja harmonikkur sínar fyrir gesti á kaffi- húsinu Sumarlínu. Þeir bræður eru fæddir í Pétursborg áriö 1969, hófu nám í harmonikkuleik aðeins sex ára gamlir og komu fyrst fram opinber- lega ári síðar. Eftir langt tónlistarnám í heimalandi sínu héldu þeir til háskólanáms í Þýskalandi og hafa notið mikilla vinsælda fyrir tónleikahald sitt í mörgum borgum þar i landi. Nú um stundir fást bræðurnirvið kennslu og tónleikahald á íslandi. Dorgveiðikeppni Ungur veiðimaöur meö þyrsklinginn sinn í fanginu. Helena Stefánsdóttir tók myndina á Frönskum dögum 1997. Fátt virðist sjálfsagðara þegar efnt er til bæjarhátíðar með yfirbragði fjölskylduskemmtunar en að ungir og aldnir fari saman niður á bryggju að veiöa. Dorgveiði hefur þess vegna fylgt Frönskum dögum frá upp- hafi. Keppendur þurfa sjálfir aö leggja sér til veiðarfæri og beitu. Ekki þarf aö tilkynna þátttöku fyrirfram, skráning fer fram á staðnum við upphaf keppninnar. Dómarar sjá um að vigta veiöina og sigurvegari er sá keppandi sem veiðir þyngsta fiskinn. Slysavarnadeildin Hafdís gefur verðlaunin. Keppnin fær að þessu sinni nýjan stað í dagskránni, byrjað verður að dorga kl. 17:00 á föstudag. Reynslan hefur sýnt aö hæfilegur tími fyrir keppnina er um ein klukkustund. Má því reikna með að þreyttir veiðimenn haldi heim með afla sinn upp úr kl. 18:00. Keppnisstaður er óbreyttur, löndunarbryggjan við Loönuvinnsluna. Dorgveiði, sem hér er lýst, veitir ekki einungis börnunum ánægju. Hún gleður fólk á öllum aldri og þeir fullorðnu, sem fylgt hafa yngri kynslóðinni viö veiðina síðustu sumur, vilja ekki missa af keppninni í ár. Framkvæmdanefnd Franskra daga skorar á foreldra, afa og ömmur og aðra fullorðna að taka þátt í dorgveiðinni með börnunum og leggja sitt af mörkum við að gera hana eftirminnilega. Tour de Fáskrúðsfjörður Frá hjólreiöakeppninni Tour de Fáskrúösfjöröur 1997. Þáverandi bæjarstjóri í Gravelines, Leon Panier, og fleiri franskir gestir voru meöal keppenda. Hjólreiðakeppnin Tour de Fáskrúðsfjöröur er haldin á Frönskum dögum ár hvert. Keppt er í þremur aldurshópum: 10 ára og yngri 11-13 ára 14 ára og eldri. Skráning í keppnina fer fram við Landsbankann kl. 13:00 sunnu- daginn 25. júlí. Þátttökugjald, sem er kr. 300, greiðist við skráningu. Lagt verður af stað strax að skráningu lokinni og hjólaö inn og niður á Búðaveg, út hann alla leið út aö Heiði og til baka inn Skólaveg inn að sundlaug. Þessi leið er um 2 km. Allir þátttakendur fá viðurkenningu. Sigurvegarar, bæði í kvenna- og karlaflokkum, fá boli sem verðlaun. Sunddeild Leiknis sér um fram- kvæmd keppninnar. 23

x

Franskir dagar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.