Franskir dagar - 01.07.2004, Blaðsíða 27

Franskir dagar - 01.07.2004, Blaðsíða 27
Tóti tannálfur og Jósafat mannahrellir Flestir munu kannast viö persónur úr hinum geysivinsæla barna- og fjölskylduleik um Benedikt búálf. Tóti tannálfur og Jósafat mannahrell- ir heimsækja okkur á Frönskum dögum og ætla aö skemmta gestum á hátiöinni í miðbænum á laugardag. Leikararnir Tinna Hrafnsdóttir og Sveinn Þórir Geirsson sjást á myndinni í gervi Tóta tannálfs og Jósafats mannahrellis. Keppni í sveskju- steinaspýtingum Keppnin fer fram á hátíðarsvæðinu i miðbænum á laugardag og er hér um heimsmeistaramót í spýtingum sveskjusteina að ræða. Allir þeir sem viðstaddir eru á mótsstaö þegar spýtingin hefst geta látíð skrá sig til keppni. Þátttakendum er ekki bætt við eftir að keppni er hafin. Hver þátttakandi fær eina sveskju um leiö og hann skráir sig. Keppendur spýta sveskjusteini frá ákveðinni línu og dómarar mæla vegalengdina og skrá hana. Mótinu lýkur með því að heimsmeistarinn tekur við verðlaunum fyrir afrekið. Heimsmeistaramót sem þetta hefur einu sinni áöur verið haldið á Frönskum dögum, árið 1998. Þá sigraði Geir Helgason með því að spýta sveskjusteini um 13 m vegalengd. Ekki hafa borist spurnir af því hvort Geir hyggi á titilvörn á mótinu 2004. Hátíð í miðbænum Miðpunktur hátíðarhaldanna á Frönskum dögum er í miöbænum, á götunni fyrir framan Hótel Bjarg og út fyrir Skrúð og er götunni lokað fýrir bílaumferð hátíöisdagana. Leiktæki fyrir börnin eru á hátíðar- svæðinu. Aðgangur að þeim kostar kr. 150 miðinn. Knattspyrnudeild Leiknis hefur umsjón með leiktækjunum eins og áður. Markaður er opinn í stóra tjaldinu kl. 14:00-17:00 á laugardag og sunnudag. Söluborð eru leigð út, aöallega heimafólki en líka einstak- lingum úr nágrannabyggðum. Fjölbreyttur varningur er til sölu, helst má þar nefna ýmiss konar handverk, keramikmuni, harðfisk og fleira. Dagskrá verður á sviði í miðbænum bæði laugardag og sunnudag kl. 14:00-17:00. Heimurfarfuglanna Hin stórmerkilega heimildarmynd, Heimur farfuglanna, verð- ur sýnd á Frönskum dögum. Sýningar veröa fjórar, á fimmtudag í félagsheimilinu Skrúð kl. 21:00 og á föstudag, laugardag og sunnudag kl. 17:00 - í Grunnskóla Fáskrúðs- fjarðar. Kvikmyndin Heimur farfuglanna hefur hlotið lof hvar sem hún hefur verið sýnd og nýtur þegar mikilla vinsælda. Áhorfendum er hreinlega boðið í flug með farfuglum heimsins á milli áfanga- staða og til að kynnast lífi þeirra svo að segja frá þeirra eigin sjónarhóli. Aðalhöfundur myndarinnar er Jacques Perrin en með honum unnu 450 menn og konurað gerð myndarinnar. Myndin er tekin í 40 löndum, þar á meðal á íslandi, í Skrúð og við Jökulsárlón. Þessar upplýsingar eru sóttar á umslag DVD útgáfu myndar- innar. 27

x

Franskir dagar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.