Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2005, Page 109

Frjáls verslun - 01.01.2005, Page 109
RÁÐSTEFNUR OG FUNDIR F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 5 109 Ráðstefnuhópar eru oft svolítið öðruvísi saman settir en aðrir dæmigerðir ferðamannahópar sem maður leiðsegir um landið. Gjarnan þekkist fólk eitthvað innbyrðis áður og því verður stundum glatt á hjalla í rútunni. Stemmningin verður allt öðruvísi en þegar fólk kemur hvert úr sinni áttinni og á ekki svo ýkja margt sameiginlegt,“ segir Halldór Björnsson, leiðsögumaður hjá Kynnis- ferðum. Sama er hvort erlendir hópar koma til Íslands í þeim tilgangi helstum að skoða landið og ferðast um fjöll og firnindi eða sækja hér ráðstefnur; sömu ákvörðunarstaðirnir njóta alltaf vin sælda. „Gullhringurinn svonefndi, þar sem við förum á Þingvelli, Geysi og austur að Gullfossi, stendur alltaf fyrir sínu. Einnig Bláa lónið,“ segir Halldór. Ferðalög sem tengjast ráðstefnuhaldi segir hann gjarnan svonefndar makaferðir og hvað sem líði jafnrétti kynjanna og frómri viðleitni í að jafna hlutföllin þar – þá séu konurnar yfir- leitt í meirihluta í þessum ferðum. Dægradvöl og afþreying er mikilvæg í sambandi við ráðstefnu- og fundahöld og þar hefur Reykjanes upp á margt áhugavert að bjóða, að sögn Helgu Ingimundardóttur, framkvæmdastjóra Moby Dick hvalaskoðunar ehf. í Keflavík. Suður með sjó eru til dæmis fjögur áhugaverð söfn; Fræðasetrið í Sandgerði, Bátasafn Gríms Karlssonar í Listasafni Reykjanesbæjar, Saltfisksetrið í Grindavík og síðast en ekki síst jarðfræðisafn í Gjánni - kjallara Eldborgar við Bláa lónið. Söfn þessi eru mikið sótt af fólki sem situr ráðstefnur, svo sem þær sem haldnar eru á Reykjanesi: þ.e. við Bláa lónið eða á hótelunum í Keflavík. „Hér er hægt að fara í hvalaskoðun eða sjóstangaveiði og væri þá hægt að grilla til dæmis aflann um borð. Hægt væri að fara í kvöld- siglingu í hvalaskoðun ef það er á réttum ljósatíma,“ segir Helga Ingi mundardóttir. „Hægt er að bjóða upp á nýbakað rúgbrauð úti í hrauni, skoða hella og fleira. Reykjanesið er all sérstætt, sérstaklega á vorin þegar sjófuglar eru að hreiðra um sig. Þar eru hverasvæðið og Reykjanesviti á Valahnjúk. Þá er ekki langt að sprungunni þar sem Reykjaneshryggurinn kemur á land, en yfir hana hefur verið byggð „Brúin milli heimsálfa“ sem mörgum þykir beinlínis spenn- andi að ganga yfir,“ segir Helga Ingimundardóttir. Heillandi Reykjanes Halldór Björnsson leiðsögumaður gerir ferðamönnum grein fyrir staðháttum á Þingvöllum. Gullhringurinn er góður Vinsælir áfangastaðir erlendra gesta: „Reykjanesið er allsérstætt,“ segir Helga Ingimundardóttir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.