Frjáls verslun - 01.10.2005, Page 10
FRÉTTIR
10 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 5
Lögmannsstofan Mandat flutti
á dögunum í ný húsakynni
að Ránargötu 18 í Reykjavík.
Þar starfa nú sjö lögmenn og
bættist Benedikt Ólafsson hdl.
í þann hóp nú nýverið. „Við
sinnum fjölþættum verkefnum,
en leggjum þó mesta áherslu
á og sérhæfum okkur í félaga-
rétti, vinnurétti, skaðabóta-
málum, stjórnsýslurétti, vörn
í sakamálum og hagsmuna-
gæslu fyrir þolendur afbrota,“
segir Sif Konráðsdóttir hæsta-
réttarlögmaður, einn eigenda
Mandat. Fjöldi góðra gesta sam-
fagnaði flutningum stofunnar
í gamla Vesturbæinn með eig-
endum og starfsmönnum, sem
nú eru komnir í rýmra húsnæði
en áður sem skapar marga
möguleika í starfseminni.
Mandat í Vesturbæinn
Frá vinstri talið: Oddný Mjöll Arnardóttir, lögmaður á Acta lögmanns-
stofu og formaður Félags kvenna í lögmennsku, Dís Sigurgeirsdóttir,
lögfræðingur í dómsmálaráðuneytinu, og Eyrún Ingadóttir, rithöf-
undur og starfsmaður Lögmannafélags Íslands.
Tveir af eigendum Mandat, hæstaréttarlögmennirnir Björn L. Bergs-
son, til vinstri, og Ástráður Haraldsson hrl.
Investis fagnað
Fjöldi góðra gesta
fagnaði opnun ráðgjafa-
fyrirtækisins Investis
á dögunum. Það mun
sinna sölu á fyrirtækjum
í rekstri, virðisstjórnun
með það fyrir augum
að auka verðmæti fyrir-
tækja, stýra þróunarverk-
efnum og gera viðskipta-
áætlanir fyrir aðila sem
eru að fara af stað með
atvinnurekstur.
„Við höfum fengið
einkar góðar viðtökur
og það virðist einmitt
vera talsverð hreyfing
á fyrirtækjamarkaði um
þessar mundir,“ segir
Haukur Þór Hauksson
MBA, framkvæmda-
stjóri. Investis er til húsa
að Lágmúla í Lágmúla 7
í Reykjavík. Fyrirtækið
er rekið í samstarfi við
lögfræðistofuna Legails
og koma sérfræðingar
hennar að einstökum
verkefnum Investis, eins
og þurfa þykir.
Tveir á tali. Thomas Möller hjá Aalborg Portland
sement og Alexander G. Eðvardsson, endur-
skoðandi hjá KPMG.
Kátir og glaðir. Sigurður M. Magnússon, forstjóri Geislavarna ríksins, Helgi Eiríksson
hjá Lumex og Sigurbjörn Magnússon lögmaður.
Árni M. Mathiesen fjármálaráð-
herra og Gunnar Jóhann Birgisson
lögmaður.