Frjáls verslun - 01.10.2005, Qupperneq 16
FORSÍÐUGREIN • GRÁÐUSNOBB
GRÁÐUSNOBB
Það hefur orðið bylting í starfsheitum, prófgráðum og titlum
innan fyrirtækja á síðustu tíu til fimmtán árum. Við spyrjum
okkur að því hvort komið sé upp gráðusnobb á meðal
viðskiptafræðinga. Svarið er að okkar mati einfalt: „Já.“
TEXTI: JÓN G. HAUKSSON
MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON
Er komið upp gráðusnobb á meðal við-skipta- og verkfræðinga sem starfa innan íslenskra fyrirtækja? Að mati Frjálsrar verslunar er svarið einfalt: „Já.“
Sumir orða þetta svo sterkt að enginn virðist
maður með mönnum nema hann hafi farið í fram-
haldsnám og sé með MBA gráðu upp á vasann
- helst frá þekktum og viðurkenndum erlendum
háskóla.
Það er hins vegar mjög eðlilegt að fólk með við-
skiptamenntun nái sér í þessa framhaldsmenntun
við erlenda háskóla því hún er „góður aðgöngu-
miði í starfsviðtöl“ vegna stjórnunarstarfa og þar
með betur launaðra starfa.
Aldur, fyrri störf, hæfileikar, skapgerð og kunn-
átta í mannlegum samskiptum hafa mikið
að segja - en framhaldsmenntunin
skiptir miklu máli „til að kom-
ast í fyrstu umferð“, þ.e. að
komast í gott starfsviðtal og
hreppa hnossið. Eftir það má mönnum
helst ekki mistakast. Maður með gott próf og
mikla framhaldsmenntun getur lent í verulegum
erfiðleikum ef honum mistekst illa í starfi. Í for-
stjórastörfum er stundum talað um að menn fá
bara „einn séns“. Það er margt til í því.
Fyrir tuttugu árum voru algengustu titlarnir í
fyrirtækjum þessir: Forstjóri, framkvæmdastjóri,
skrifstofustjóri, fjármálastjóri, markaðsstjóri,
framleiðslustjóri, starfsmannastjóri, verkstjóri,
deildarstjóri, gjaldkeri, bókari og innheimtustjóri.
Þessir titlar hafa bólgnað út. Forstjórinn er
að verða að starfandi stjórnarformanni, fram-
kvæmdastjórinn að forstjóra og deildarstjórarnir
að framkvæmdastjórum einstakra sviða. Áfram
mætti telja. Hvers vegna hefur þetta gerst? Sífellt
fleiri útskrifast úr háskólum og í kjölfarið eru búin
til ný störf og nýir titlar innan fyrirtækja - auk
þess sem nýtt starf og nýr titill hjálpar til við að
hækka starfsmenn í launum eða gefa utanaðkom-
andi kost á að koma inn á hærri launum en þeir
sem fyrir eru.
Við ræðum við þau Guðnýju Harðardóttur,
ráðningarstofunni Strá Mri, Katrínu S. Óladóttur,
ráðningarstofunni Hagvangi og Svala Björgvins-
son, framkvæmdastjóra starfsmannasviðs KB
banka, en mikil ásókn er hjá ungu fólki eftir vinnu
hjá fyrirtækinu.
16 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 5