Frjáls verslun - 01.10.2005, Síða 27
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 5 27
N
okkur stórfyrirtæki á Íslandi eru með
útlenda forstjóra í sínum röðum. Tveir
þeir þekktustu eru eflaust Færeyingur-
inn Jakup Jackobsen, forstjóri og aðal-
eigandi Rúmfatalagersins, 27. stærsta fyrirtækis á
Íslandi, samkvæmt lista Frjálsrar verslunar yfir
stærstu fyrirtæki landsins, og Richard Stark-
weather, forstjóri Norðuráls á Grundartanga, 36.
stærsta fyrirtækis á Íslandi.
Þá urðu þær breytingar fyrir rúmum mánuði
hjá Íslenska járnblendifélaginu, 43. stærsta fyrir-
tæki landsins, að Johan Svensson hætti sem for-
stjóri. Við starfi hans hefur Ingimundur Birnir
tekið. Forveri Johans var Norðmaðurinn Frank
Björklund.
Forstjórabreytingar hafa orðið hjá DHL sem
er í 175. sæti listans. Þórður Kolbeinsson hefur
látið af störfum eftir margra ára starf og við starfi
hans hefur Svíinn Mikael Skogsberg tekið.
Harpa-Flügger (Flügger-litir) er með danskan
forstjóra sem tók við af Helga Magnússyni í
fyrra. Hann heitir Holger Söe Jensen.
Flaga Group er í 126. sæti á lista Frjálsrar
verslunar. Meginstarfsemi Flögu hefur verið í
gegnum dótturfélag þess, Medcare, í Bandaríkj-
unum. Nýlega var tilkynnt að höfuðstöðvar þess
verði í Denver í Colorado. Bogi Pálsson er
stjórnarformaður Flögu Group en Kanadamaður-
inn David Baker gegnir starfi forstjóra Medcare
- sem auðvitað er íslenskt fyrirtæki þó það sé
með höfuðstöðvar sínar vestra. Medcare er í raun
annað tveggja dótturfélaga Flögu Group; hitt er
Sleeptec. Þá stendur til að Flaga Group stofni nýtt
dótturfélag í Kanada.
Þá tilkynntu Samskip, 13. stærsta fyrirtæki
landsins, um breytta forystusveit sl. vor þegar
Knútur Hauksson lét þar af starfi forstjóra og
settist í forstjórastól Heklu. Forstjórar félagsins
eru núna tveir, þeir Ásbjörn Gíslason og Dan-
inn Michael F. Hassing. Daninn starfar erlendis,
en Íslandsdeild Samskipa heyrir undir Ásbjörn.
Engu að síður eru þeir báðir titlaðir forstjórar
félagsins. Ólafur Ólafsson er hins vegar starf-
andi stjórnarmaður Samskipa.
Útlendir framkvæmdastjórar eru í auknum
mæli að festa sig í sessi í smáum fyrirtækjum á
Íslandi, en þeir eru í langflestum tilvika eigendur,
t.d. verslana, veitingahúsa og lítilla verktakafyrir-
tækja (iðnaðarmenn).
„Innrás“ erlends vinnuafls hefur sett svip sinn
á atvinnulífið undanfarin ár og breytt atvinnu-
landslaginu töluvert. Það er t.d. rætt um að á
Ísafirði séu töluð tólf tungumál - og segir það allt
sem segja þarf um vinnuaflið á Ísafirði og raunar
Vestfjörðum almennt.
Smám saman hefur útlendu fólki verið að
fjölga í störfum millistjórnenda í stórum fyrir-
tækjum.
Margir hinna fjölbreyttu, þjóðlegu veitinga-
staða eru reknir af útlendingum sem sest hafa
að hér á landi. Útlendingar eru í vaxandi mæli að
verða sýnilegri í íslensku atvinnulífi.
Við ræddum stuttlega við fjóra erlenda for-
stjóra sem eru við stjórnvölinn hjá íslenskum
stórfyrirtækjum og voru þeir beðnir um að segja
skoðun sína á íslensku vinnuafli og vinnuum-
hverfi.
RICHARD STARKWEATHER,
NORÐURÁLI
Bandaríkjamaðurinn Richard Starkweather er for-
stjóri Norðuráls. Aðspurður segir hann að reynsla
sín af Íslendingum hafi leitt í ljós að þeir séu
almennt vel menntaðir og gæddir mikilli einstakl-
ingshyggju:
,,Þeir eru sveigjanlegir og úrræðagóðir og hræðast
ekki að takast á við verkefni þótt aðstæðurnar
séu þeim jafnvel í óhag. Íslendingar eru ekki
smeykir við að takast á við erfiðar áskoranir. Ég
deili þeirri skoðun með mörgum stjórnendum fyrir-
tækja á Íslandi að hvetja eigi fólk til þess að hafa
vinnuöryggi að leiðarljósi.“
Hver er skoðun þín á íslensku vinnusiðferði?
„Það er hættulegt að alhæfa um heilu starfs-
hópana þar sem alltaf er svo mikið af ólíku fólki
í hverjum hópi. Hins vegar er ég á þeirri skoðun
að á Íslandi ríki sterkt vinnusiðgæði, fólk er
metið af verkum sínum og einnig út frá því hversu
mikinn metnað það leggur í vinnu sína. Ég er
þeirrar skoðunar að vinnusiðfræði í Bandaríkjunum
almennt hafi hrakað á síðustu 50 árum, af ýmsum
ástæðum. Vonandi gerist ekki það sama á Íslandi
með komandi kynslóðum.“
S T J Ó R N U N
,,Þeir eru sveigjanlegir og
úrræðagóðir og hræðast
ekki að takast á við verk-
efni þótt aðstæðurnar séu
þeim jafnvel í óhag. Íslend-
ingar eru ekki smeykir
við að takast á við erfiðar
áskoranir.“
- Richard Starkweather,
forstjóri Norðuráls.
ÚTLENDIR
FORSTJÓRAR
Á ÍSLANDI