Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2005, Síða 27

Frjáls verslun - 01.10.2005, Síða 27
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 5 27 N okkur stórfyrirtæki á Íslandi eru með útlenda forstjóra í sínum röðum. Tveir þeir þekktustu eru eflaust Færeyingur- inn Jakup Jackobsen, forstjóri og aðal- eigandi Rúmfatalagersins, 27. stærsta fyrirtækis á Íslandi, samkvæmt lista Frjálsrar verslunar yfir stærstu fyrirtæki landsins, og Richard Stark- weather, forstjóri Norðuráls á Grundartanga, 36. stærsta fyrirtækis á Íslandi. Þá urðu þær breytingar fyrir rúmum mánuði hjá Íslenska járnblendifélaginu, 43. stærsta fyrir- tæki landsins, að Johan Svensson hætti sem for- stjóri. Við starfi hans hefur Ingimundur Birnir tekið. Forveri Johans var Norðmaðurinn Frank Björklund. Forstjórabreytingar hafa orðið hjá DHL sem er í 175. sæti listans. Þórður Kolbeinsson hefur látið af störfum eftir margra ára starf og við starfi hans hefur Svíinn Mikael Skogsberg tekið. Harpa-Flügger (Flügger-litir) er með danskan forstjóra sem tók við af Helga Magnússyni í fyrra. Hann heitir Holger Söe Jensen. Flaga Group er í 126. sæti á lista Frjálsrar verslunar. Meginstarfsemi Flögu hefur verið í gegnum dótturfélag þess, Medcare, í Bandaríkj- unum. Nýlega var tilkynnt að höfuðstöðvar þess verði í Denver í Colorado. Bogi Pálsson er stjórnarformaður Flögu Group en Kanadamaður- inn David Baker gegnir starfi forstjóra Medcare - sem auðvitað er íslenskt fyrirtæki þó það sé með höfuðstöðvar sínar vestra. Medcare er í raun annað tveggja dótturfélaga Flögu Group; hitt er Sleeptec. Þá stendur til að Flaga Group stofni nýtt dótturfélag í Kanada. Þá tilkynntu Samskip, 13. stærsta fyrirtæki landsins, um breytta forystusveit sl. vor þegar Knútur Hauksson lét þar af starfi forstjóra og settist í forstjórastól Heklu. Forstjórar félagsins eru núna tveir, þeir Ásbjörn Gíslason og Dan- inn Michael F. Hassing. Daninn starfar erlendis, en Íslandsdeild Samskipa heyrir undir Ásbjörn. Engu að síður eru þeir báðir titlaðir forstjórar félagsins. Ólafur Ólafsson er hins vegar starf- andi stjórnarmaður Samskipa. Útlendir framkvæmdastjórar eru í auknum mæli að festa sig í sessi í smáum fyrirtækjum á Íslandi, en þeir eru í langflestum tilvika eigendur, t.d. verslana, veitingahúsa og lítilla verktakafyrir- tækja (iðnaðarmenn). „Innrás“ erlends vinnuafls hefur sett svip sinn á atvinnulífið undanfarin ár og breytt atvinnu- landslaginu töluvert. Það er t.d. rætt um að á Ísafirði séu töluð tólf tungumál - og segir það allt sem segja þarf um vinnuaflið á Ísafirði og raunar Vestfjörðum almennt. Smám saman hefur útlendu fólki verið að fjölga í störfum millistjórnenda í stórum fyrir- tækjum. Margir hinna fjölbreyttu, þjóðlegu veitinga- staða eru reknir af útlendingum sem sest hafa að hér á landi. Útlendingar eru í vaxandi mæli að verða sýnilegri í íslensku atvinnulífi. Við ræddum stuttlega við fjóra erlenda for- stjóra sem eru við stjórnvölinn hjá íslenskum stórfyrirtækjum og voru þeir beðnir um að segja skoðun sína á íslensku vinnuafli og vinnuum- hverfi. RICHARD STARKWEATHER, NORÐURÁLI Bandaríkjamaðurinn Richard Starkweather er for- stjóri Norðuráls. Aðspurður segir hann að reynsla sín af Íslendingum hafi leitt í ljós að þeir séu almennt vel menntaðir og gæddir mikilli einstakl- ingshyggju: ,,Þeir eru sveigjanlegir og úrræðagóðir og hræðast ekki að takast á við verkefni þótt aðstæðurnar séu þeim jafnvel í óhag. Íslendingar eru ekki smeykir við að takast á við erfiðar áskoranir. Ég deili þeirri skoðun með mörgum stjórnendum fyrir- tækja á Íslandi að hvetja eigi fólk til þess að hafa vinnuöryggi að leiðarljósi.“ Hver er skoðun þín á íslensku vinnusiðferði? „Það er hættulegt að alhæfa um heilu starfs- hópana þar sem alltaf er svo mikið af ólíku fólki í hverjum hópi. Hins vegar er ég á þeirri skoðun að á Íslandi ríki sterkt vinnusiðgæði, fólk er metið af verkum sínum og einnig út frá því hversu mikinn metnað það leggur í vinnu sína. Ég er þeirrar skoðunar að vinnusiðfræði í Bandaríkjunum almennt hafi hrakað á síðustu 50 árum, af ýmsum ástæðum. Vonandi gerist ekki það sama á Íslandi með komandi kynslóðum.“ S T J Ó R N U N ,,Þeir eru sveigjanlegir og úrræðagóðir og hræðast ekki að takast á við verk- efni þótt aðstæðurnar séu þeim jafnvel í óhag. Íslend- ingar eru ekki smeykir við að takast á við erfiðar áskoranir.“ - Richard Starkweather, forstjóri Norðuráls. ÚTLENDIR FORSTJÓRAR Á ÍSLANDI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.