Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2005, Page 54

Frjáls verslun - 01.10.2005, Page 54
54 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 5 varð þó óásættanleg í janúar 2004 þegar Holl- inger tilkynnti kröfu upp á 200 milljónir dala á hendur þeim Black og Radler. Þeir voru kærðir fyrir að hafa beitt bókhaldssvikum til að komast yfir eignir fyrirtækisins og kraf- ist var að þeir endurgreiddu laun og aðrar greiðslur á tilteknu tímabili. Fyrirtækið bætti þó um betur, lagði fram fjárkröfu upp á 1,2 milljarða dala en henni var vísað frá rétti í október 2004. Black brást við þessum hræringum með því að lýsa yfir sölu á hluta sínum í Holl- inger til tvíburanna Davids og Fredericks Barclays, þar á meðal Telegraph og Spect- ator. Þá reis bandaríska fjármálaeftirlitið, U.S. Securities and Exchange Commission, SEC, upp á afturfæturna og reyndi að koma í veg fyrir söluna þar sem umsvif Blacks væru í athugun. Það tókst þó ekki þar sem salan, upp á um milljarð dala, fór í gegnum kanadíska arm Hollinger, Barclay-bræður fengu sitt, en SEC gerði úttekt á störfum Blacks og félaga hans. „Þjófræði“ stjórnenda Í SEC-skýrslu, skýrslu Kauphallareftirlitsins, í ágúst 2004 var talað um „þjófræði“ stjórnenda sem hefðu dregið til sín ríflega 400 milljónir frá 1997. Black sagði niðurstöðuna bæði óná- kvæma og ranga og þetta yrði allt skýrt í réttinum. Til þess fær hann líka tækifæri því SEC hefur stefnt Black og Radler fyrir að hafa haft 85 milljónir dala af Hollinger og þá um leið hluthöfum þess. Black heldur lögfræðingum sínum við efnið, hefur stefnt SEC. Black á einnig í meiðyrðamáli við blaðamanninn Peter Newman sem í ævi- sögu sinni um Black vænir hann um að glæp- samlegt athæfi hans hafi staðið um árabil. Fyrir þetta fer Black fram á tveggja milljón dala miskabætur. En það voru fleiri en hið opinbera sem töldu sig eiga harma að hefna fyrir þjófræðið í Hollinger. Hópur hluthafa hefur höfðað mál gegn Black og félaga hans sem þeir töldu að hefðu rýrt Hollinger um 4 milljarða dala. Tapið stafaði bæði af fjárdrætti en einnig af falli á hlutabréfum í Hollinger sökum frétta- flutnings af óheiðarleika og vafasömum stjórnarháttum Blacks og samstjórnenda hans. Hluti ákæranna varðar sölu Hollingers, undir stjórn Blacks, þar sem blöð voru seld fyrir einn dal þrátt fyrir önnur tilboð upp á sex stafa tölur. Black og félagar ráku önnur fyrirtæki og keyptu og seldu af þeim á óeðli- legu verði. Kauphallareftirlitið í Kanada hefur einnig lýst því yfir að Black og þrír félagar hans séu í rannsókn fyrir umsvif sín þar. Þar voru Black, ritari hans og bílstjóri myndaðir á eft- irlitsmyndavélar þar sem þeir báru tólf kassa úr höfuðstöðvum Hollinger í Kanada þrátt fyrir lögbann við því að Black tæki nokkuð þaðan. Black hélt því fram að þetta væru per- sónulegir munir sem bannið næði ekki til. Að stela og fela Í vor lýstu bandarísk yfir- völd því yfir að þau hefðu tekið mál Blacks og Radlers til rannsóknar. Í sumar skildu svo leiðir þeirra Blacks og Radlers þegar yfirvöld í Chicago tilkynntu að Radler hefði gengið til samstarfs við þau. Sjö ákærum var beint til Radlers þar sem hámarksrefsing var 35 ára fangelsi. Í haust játaði Radler á sig eina ákæruna, var dæmdur í 29 mánaða fangelsi og bætur upp á 250 þúsund dali. Black og nokkrir fleiri hafa nú verið ákærðir í Chicago fyrir að hafa haft rúm- lega 80 milljónir dala af Hollinger. Með Black á sakamannabekknum eru Jack Boult- bee, fyrrum fjármálastjóri, Peter Atkinson, fyrrum forseti Hollingers, og Mark Kipnis, fyrrum lögfræðilegur ráðgjafi. Þessi ákæra hefur afhjúpað ýmislegt nýtt, til dæmis er þeim félögum gefið að sök að hafa stungið í eigin vasa um 52 milljónum dala þegar Hollin- ger seldi nokkur hundruð kanadísk dagblöð árið 2000 fyrir 2,1 milljarð dala. Umrædd greiðsla var uppbót fyrir að standa ekki í samkeppni við kaupendur. Slík greiðsla átti að mati ákæranda að renna til Hollin- gers, ekki til stjórnenda, og ákærandi segir stjórnendur ekki hafa upplýst Hollinger um greiðslurnar. Ríkissaksóknarinn í Norður-Illinois er Pat- rick Fitzgerald og þykir einkar harður í horn að taka: það var hann sem skelfdi starfs- menn og íbúa Hvíta hússins nýlega þegar hann stefndi Lewis „Scooter“ Libby, starfs- mannastjóra Dick Cheneys varaforseta, fyrir meinsæri í yfirheyrslum þingnefndar. Þegar Fitzgerald tilkynnti um kæruna sagði hann Black og félaga hans hafa sérhæft sig í að „stela og fela“ - stela fé og fela slóðina - og um væri að ræða „grófa misnotkun“ á aðstöðu. Það mun taka nokkurn tíma að leiða öll dómsmál Blacks til lykta. Titlaveikleikinn gæti reynst honum skeinuhættur - gagnvart bandarískum kærum væri hann betur settur sem kanadískur ríkisborgari en breskur. Hingað til hefur hann hagað sér eins og allt væri í himnalagi, fannst þetta kannski bara eðlileg leið til að breyta pappírsauði sínum í áþreifanlegan pening. Vinum hans ber ekki saman um hvort hann sé kannski eins og Napoleon fyrir bar- dagann við Waterloo, geri sér ekki grein fyrir hættunni, sé í algjörri afneitun eða hvort hann í raun trúi því að hann hafi ekki gert neitt rangt... L U N D Ú N A P I S T I L L S I G R Ú N A R Honum fannst sjálfsagt að hlutafélagið Hollinger International Inc. borgaði þjórfé konu hans, blaðamannsins Barböru Amiel, í glæsiverslunum New York.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.