Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2005, Page 105

Frjáls verslun - 01.10.2005, Page 105
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 5 105 FÓLK Eykt ehf. var stofnað árið 1986 og er um þessar mundir meðal stærstu verk-taka- og byggingafélaga landsins með á þriðja hundrað starfsmenn. Fyrirtækið fæst við mannvirkjagerð, húsbyggingar og viðhaldsverkefni. Það starfar á útboðsmark- aði en byggir jafnframt eigin hús til sölu, rekst- urs eða útleigu. For- stjóri Eyktar er Gunnar Valur Gíslason, sem segir starfsemi Eyktar mjög viðamikla á bygg- ingarmarkaðinum og félagið hafi yfir að ráða öllum búnaði sem þarf til undirbúnings og framkvæmdar meiri háttar byggingaverk- efna. Jafnframt hafi fyr- irtækið gott samstarf við öfluga verktaka á öðrum sviðum byggingaframkvæmda. „Ég er nýkominn til starfa hjá Eykt, byrj- aði nú í september. Ég kom utan af Álftanesi þar sem ég var búinn að vera bæjarstjóri síðastliðin 13 ár. Starf mitt felst í að hafa yfir- umsjón með daglegum rekstri, þar á meðal fjármálum, tækni- og þróunarvinnu, inn- kaupum, framkvæmdum og gæðastýringu fyrirtækisins. Meðal helstu verka okkar um þessar mundir er Höfðatorg, glæsileg íbúðar- og atvinnubyggð á svo- nefndum Skúlatúnsreit í Reykjavík, bygging Reykjanesvirkjunar fyrir Hitaveitu Suður- nesja, stækkun Mennta- skólans við Hamrahlíð, uppsteypa á stækkun höfuðstöðva KB-Banka við Borgartún, brúar- gerð á Hringbraut og Vesturlandsvegi, íbúðir og verslunarhús í Norð- lingaholti og stækkun Laugardalshallarinnar. Einnig erum við að und- irbúa byggingu tveggja fjölbýlishúsa á Norð- urbakkanum í Hafnarfirði.“ Gunnar Valur tekur fram að hjá Eykt séu starfsfólk og viðskiptavinir fyrirtækisins í fyrirrúmi. „Við erum með starfsmannafélag sem heldur úti öflugri starfsemi þar sem leitast er við að hafa uppákomur af ýmsum toga svo allir starfsmenn geti fundið eitthvað við sitt hæfi, s.s. skákkvöld, gocart-keppni, keiluspil og golf. Við héldum okkar árlegu árshátíð í Búdapest í lok október og einn viðburður er framundan, sem vert er að minnast á, það er jólahlaðborð fyrirtækisins sem mörgum finnst ómissandi og hjálpar við að lýsa upp dimmasta skammdegið.“ Gunnar Valur er stúdent af eðlisfræði- braut frá MR 1978, byggingaverkfræðingur frá Háskóla Íslands 1982, Diplom-gráða í byggingarverkfræði frá Þýskalandi 1986. Eig- inkona hans er Hervör Poulsen, bókari hjá SÁÁ og eiga þau fjögur börn og tvö barna- börn. Gunnar Valur segir áhugamál sín fjöl- breytt og tengjast fjölskyldunni: „Við erum að byggja okkur sumarbústað í Ölveri undir Hafnarfjalli og fór mikill tími í það í sumar. Ætlunin er að ljúka því verki næsta vor og má þá eiga von á því að fjölskyldan dvelji þar þegar tími vinnst til. Hvað varðar önnur áhugamál þá er hestamennska ofarlega á blaði, við hjónin erum með fjóra hesta úti á Álftanesi þar sem við búum, einnig bækur, tónlist, gönguferðir og útivera almennt.“ Nafn: Gunnar Valur Gíslason. Fæðingarstaður: Akranes, 6.3. 1958 Foreldrar: Gísli Sigurjón Sigurðsson og Erla Guðmundsdóttir, Akranesi. Maki: Hervör Poulsen. Börn: María Fjóla Björnsdóttir, 24 ára, háskólanemi, Andri Valur Gunn- arsson, 23 ára rafvirki, Dagbjört Ósk Gunnarsdóttir, 20. ára, nemi og starfsmaður í leikskóla og Maren Rún Gunnarsdóttir, 17 ára, nemi. Menntun: Byggingaverkfræðingur með Diplom-gráðu frá Þýskalandi. Gunnar Valur Gíslason forstjóri hjá Eykt ehf. Gunnar Valur Gíslason. Byggir sumarbústað í Ölveri undir Hafnarfjalli og er með hesta á Álftanesi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.