Frjáls verslun - 01.05.2005, Page 34
34 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 5
É g hef fengið að njóta þess frá 27. maí að sjá og hlusta,“ segir Ásdís Halla Bragadóttir, nýráðinn forstjóri BYKO. „Það sem ég hef séð og heyrt segir mér að þetta er spennandi fyrirtæki á
traustum grunni. Á sama tíma á mikil framsækni sér stað.“
Hún er með BA-próf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands auk þess
sem hún er með MPA-próf frá Harvard háskóla. Í náminu lagði hún
áherslu á breytingastjórnun.
„BYKO er mjög stórt fyrirtæki á íslenskan mælikvarða. Um er
að ræða starfsemi verslana (með sama nafni) sem eru skilgreindar
sem byggingavöruverslanir þó að vöruúrvalið sé breiðara og meira,
raftækjaverslunina Elko, Húsgagnahöllina og íþróttavöruverslun-
ina Intersport. Hver þessara verslana hefur sín sérkenni. BYKO er
umfangsmest af þessum fjórum. Síðan má nefna starfsemi sem fer
bráðlega af stað í Lettlandi.“
Ásdís Halla segist vona að hún stjórni í samræmi við aðstæður
hverju sinni. „Maður þarf að geta notað ólíkar stjórnunaraðferðir.
Aðaláherslan hjá mér er að sofna ekki á verðinum, sjá fram á veginn,
sjá stóru myndina, festast ekki í fortíðinni og sjá tækifærin nægilega
snemma til þess að við getum búið okkur undir þau og gripið þau.
Auk þess legg ég áherslu á að það er ekki mitt hlutverk einnar, sem
forstjóra fyrirtækisins, að leiða það áfram heldur að allir hjá fyrirtæk-
inu horfi fram á veginn og grípi tækifærin. Liðsheildin og menningin
hjá fyrirtækinu þarf að vera þannig að starfsmenn séu vel upplýstir og
spenntir fyrir að takast á við framtíðina.“
Ásdís Halla vonar að íslenskar konur verði metnar að verðleikum
í auknum mæli. „Því miður eru konur ekki nægilega áberandi í
viðskiptalífinu. Ég hef trú á því að það sé að breytast og ég nýt
þess að koma inn í fyrirtæki þar sem fyrir eru mjög sterkar konur
sem hafa verið að gera góða hluti. Fyrirtæki verða að laða til sín
hæfasta starfsfólkið og ég trúi ekki öðru en að konur verði þar með
í auknum mæli. Það skiptir máli að konur sæki fram á eigin verð-
leikum.“
ÁSDÍS HALLA BRAGADÓTTIR
FORSTJÓRI BYKO
Ásdís Halla Bragadóttir, forstjóri BYKO. „Fyrirtæki verða að laða til sín hæfasta
starfsfólkið og ég trúi ekki öðru en að konur verði þar með í auknum mæli.“
BA-próf frá
Háskóla Ísland
og MPA-próf frá
Harvard.
ÁHRIFA
MESTU 10ÁHRIFAMESTU 10