Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2005, Page 62

Frjáls verslun - 01.05.2005, Page 62
62 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 5 L ágt hlutfall kvenna í stjórnum fyrir- tækja virðist hafa komið fólki (þó aðallega kvenfólki) nokkuð í opna skjöldu þar sem lengi vel lifðum við í þeirri saklausu trú að Vigdís forseti og Kvennalistinn hefðu fleytt okkur öðrum framar hvað varðar jafnan hlut kynja. Þetta sýnir okkur svo um munar að það er hægt að sofna á verðinum, en svo mikið er víst að vakning er komin í málið. Hvers vegna eru konur ekki fleiri? Ýmsar skýringar á fæð kvenna í stjórnum hafa komið fram. Kanadísk rannsókn á við- horfum kvenna í stjórnum leiddi í ljós að þær töldu skýringar vera að þeir sem skipa í stjórnir viti ekki hvar ætti að leita eftir kven- kyns stjórnarmönnum, þeir hafi ekki áhuga á að leita eftir konum og telji konur almennt ekki vera hæfar til stjórnarsetu. Ennfremur töldu þær hræðslu fyrirtækjanna við breyt- ingar og hræðslu við að kvennamál komist í hámæli hindra fjölgun kvenna í stjórnum. Rannsókn sömu aðila á viðhorfum karlkyns- forstjóra leiddi í ljós að þeir töldu ekki nægi- lega margar hæfar konur vera til, kváðust ekki vita hvar ætti að leita þeirra og að það væri ekki áhugi á að fjölga þeim. Einnig nefndu þeir að konur væru óduglegar við að láta vita af áhuga sínum auk þess sem ótti við vandræðin sem fylgdu því að taka konu í stjórnina og áhyggjur af kvennastimpli voru til staðar. Rýnifundir sem haldnir voru á vegum nefndar iðnaðar- og viðskiptaráðherra um konur og stjórnun fyrirtækja í kringum síðustu áramót leiddu svipaða hluti í ljós. Konur töldu fæð kvenna mega rekja til þess að konur væru ekki í tengslaneti karla, virði fjölbreytileika væri ekki metið og að konur vanmætu sjálfar sig. Ennfremur komu fram þau sjónarmið að verðmætamat kynjanna væri ólíkt og að konur skorti metnað. Karlar töldu hins vegar umræðuna að einhverju leyti óþarfa, stjórnarseta byggðist á getu og með aukinni menntun myndu málin lagast af sjálfu sér. Konur væru ekki tilbúnar að leggja á sig þá miklu vinnu sem til þyrfti, það væri vesen á konum, þær byðu sig ekki fram og að ábyrgð á heimili og fjöl- skyldu væri íþyngjandi. Ennfremur nefndu þeir mikilvægi tengslanets, að leitað væri eftir ábendingum í gegnum félagana, og mik- ilvægi samheldni innan stjórnar sem þætti sem hömluðu aðgangi kvenna. Í stuttu máli má skipta þessum skýr- ingum upp í fjóra meginþætti. Konur geta ekki Þó að ekki þyki tilhlýðilegt að halda því fram að konur geti ekki eða séu almennt ekki tilbúnar til að taka að sér jafn ábyrgðarfullt starf og setu í stjórn hjá stóru fyrirtæki er það sjónarmið enn við lýði þó að það fari ekki hátt. Rök eins og þau að konur hafi ekki þá menntun og reynslu sem til þarf heyrast enn. Auðvelt er að hnekkja mennt- unarþættinum þar sem konur í háskólanámi á Íslandi hafa verið fleiri en karlar síðan árið 1984. Erfiðara er að sýna fram á eða hnekkja reynsluþættinum. Ákveðnar vísbendingar eru þó um að við hæfnismat starfsumsækj- Umræða um rýran hlut kvenna í stjórnum stærstu fyrirtækja landsins hefur verið áberandi á síðustu misserum. Kveikjan er væntanlega sú að íslensk fyrirtæki eru eftirbátar fyrirtækja í þeim löndum sem við berum okkur saman við og má þar nefna Norðurlöndin, Bretland, Bandaríkin og Kanada. HVERS VEGNA EKKI FLEIRI KONUR? K O N U R Í S T J Ó R N U M F Y R I R T Æ K J A TEXTI: ÞÓRANNA JÓNSDÓTTIR MYND: GEIR ÓLAFSSON
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.