Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.01.2008, Blaðsíða 21

Víkurfréttir - 04.01.2008, Blaðsíða 21
VÍKURFRÉTTIR I FÖSTUDAGURINN 4. JANÚAR 2008 21STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Að ganga me ð b arn er ekki átakalaust fyrir lík- ama okkar. Það verða miklar breytingar á líkamanum og til- finningar kvenna geta einnig raskast þó nokkuð. Eftir fæð- ingu barns leitar líkaminn þess að komast í samt horf og það er því mjög gott ef konur hjálpa til í þeim efnum. Með léttri hreyfingu og styrkj- andi æf ing um hjálp um við líkamanum að jafna sig eftir meðgönguna og fæðinguna. Til dæmis eru grindarbotnsæfingar eitthvað sem allar konur ættu að temja sér að gera, hvar og hvenær sem er. Sérstök leikfimi fyrir nýbakaðar mæður hefur verið að færast í aukana síðustu ár. Þar hittast konur sem eru að kljást við sömu eða svip- aða hluti og gera æfingar sem styrkja og liðka líkamann. Æf- ingar fyrir börnin eru ekki síður mikilvægar þar sem þau eru að þroskast hratt fyrsta árið. Heil- inn þroskast ört á þessum tíma þar sem börnin eru stöðugt að læra nýja hluti, eru forvitin og meðtaka og læra mjög mikið á stuttum tíma. Leikfimi fyrir ný- bakaðar mæður þar sem börnin fá að vera með í æfingum er því skemmtileg og árangursrík jafnt fyrir mæðurnar sem börnin. Mæðurnar styrkja líkamann og sálina og börnin fá hreyfingu sem stuðlar að þroska þeirra. Auk þess er það góður kostur að mæður geti farið í líkamsrækt með börnum sínum þar sem þau eiga góða samverustund saman. Leikfimina er gott að byrja að stunda þegar barnið er u.þ.b. 6-8 vikna gamalt þar sem líkami kvenna þarf tíma til að jafna sig fyrst eftir fæðing- una. Þó verður að hafa í huga að hver kona hlustar á sinn lík- ama og byrjar aðeins á æfingum þegar hún telur sig og barnið vera tilbúin. Leikfimi fyrir ný- bakaðar mæður, Móðir og barn, er að hefjast í Perlunni 8. janúar. Nánari upplýsingar eru í síma 893 9771 og 865 8649. Anna Sigríður Jónsdóttir, Freydís Helga Árnadóttir, leiðbeinendur á námskeiðinu Móðir og barn í Perlunni Leikfimi fyrir nýbakaðar mæður Nú eru jól og áramót liðin og nýtt ár hafið. Áttum ég og fjölskyldan mín frá- bæra og áhyggjulausa daga, þar sem sonur minn var til staðar og naut þess inni- lega að vera með fjöl skyld u sinni og ættingjum. Eru þetta fyrstu jól og áramót í ca 6-8 ár sem hann hef ur verið „EDRÚ“...Yndislegt, en það eru ekki allir svo heppnir að vera áhyggju- og kvíðalausir, og lausir við allan þann ótta sem því fylgir. Eitt er mér þó alveg óskiljanlegt, eins mikið og umræðan um for- varnir, fræðslu og stuðning er mikil í dag, og hversu margir eru að taka sig á og berjast við að snúa blaðinu við, ungir sem aldnir, er það hvað það eru fáir sem eru að styðja við bakið á þeim. Það þýðir ekkert að sitja heima, vona bara og eða ætlast til að þetta takist í þetta sinn og taka engan þátt í því. (Virkar bara ekki þannig). Hvar eru foreldrarnir, systk- inin, ættingjarnir og vinirnir. Af hverju sækir fólk sér ekki fræðslu þar sem hún er til staðar og styður þannig við bakið á þeim sem þau segjast elska og styrkja sjáfan sig þannig í leið- inni. Af hverju er það yfirleitt bara annað foreldrið sem leitar sér hjálpar. Það mætti halda að sum börn væri eingetin og ættu bara eitt foreldri. Annað foreldrið vill gera hlutina svona og hitt foreldrið hinsegin, aldrei sammála. Hjá Lundi er hægt að fá fræðslu og styrk í þessum efnum. Er það út af skömm, er stoltið of mikið, er það hræðsla við álit annarra, eða afneitun um að þetta gerist ekki hjá ykkar fólki? Fíknin fer ekki í manngreining- arálit hvort sem það er áfengis-, eiturlyfja-, spila-, matarfíkn eða eitthvað annað. Það er enginn óhultur fyrir þessum fjanda. Við verðum að gera eitthvað, er það ekki? Eins og umræðan er opin og mikil um þetta í dag ætti fólk að drattast á lappir og gera eitthvað í málunum áður en ástandið versnar. Þau þurfa virkilega á ykkur að halda, meira en ykkur grunar og þið farið þá kannski að tala sama tungumál. Ég var í af- neitun því miður allt of lengi og var t.d. ekki að skilja son minn, náði ekki að tala við hann af neinu viti fyrr en ég fór að gera eitthvað sjálfur í mínum málum og hafa stjórn á minni tjáningu, læra að taka á meðvirkninni sem foreldri og aðstandandi, fræðast um sjúkdóminn. Að hafa sjúkling í fjölskyldu, smitar út frá sér. Að hafa heil- brigða fjölskyldu, smitar líka út frá sér, en við elskum samt báða ekki satt. Svona fréttir eru stanslaust í blöðunum og verða áfram um ókomna tíð ef við gerum ekkert. Lögreglan var rænd. 23 þúsund e-töflur teknar. 150 e-töflur og 55 grömm af meintu amfetamíni við húsleit í Reykjanesbæ. Ökumaður var tekinn fyrir meintan ölvunarakstur í Grinda- vík í nótt og annar réttindalaus. Skemmdir á 13 ljósaskreyt- ing um við leiði og brotnar rúður í nýja kirkjugarðshúsinu. Nokkrir handteknir grunaðir um ölvun við akstur eða akstur undir áhrifum fíkniefna. Þetta er óþarfi. Þeir sem hafa áhuga á að fá kynningu á Lundi og fræðslu um misnotkun áfengis,- fíkni- efna og afleiðingar þess, hafi endilega samband. Hér er dagskráin fyrir foreldra- fræðsluna í janúar en öll á www. forvarnir.bloggar.is undir for- eldrafræðslan. • 7/1´08 Vímuefnin sem ung- lingarnir nota og áhrif þeirra. • 14/1´08 Bataþróun hjá ung- lingum og íhlutun. • 21/1´08 Vímuefnameðferð unglinga. • 28/1´08 Vandi foreldra og þjónusta SÁÁ í Göngudeildum Sjá auglýsingu í blaðinu. Lundur þakkar þeim sem styrkt hafa forvarnarverkefnið Lund með fjárframlögum og í verki. Nýárs- og baráttukveðja, Erlingur Jónsson S: 864-5452 lundur@mitt.is www.forvarnir.bloggar.is Forvarnarverkefnið Lundur að hefja nýtt ár Íþróttaakademían heldur áfram að bjóða íbú um Suðurnesja uppá h e i l s u s a m l e g a fyrirlestra fyrsta þriðju dag inn í hverjum mánuði á nýja árinu klukkan 20.00. Fyrirlestr- arkvöldin skipa orðið fastan sess hjá mörgum og mætingin verið afbragðs góð. Fyrsti fyrirlesturinn á nýja árinu verður nk. þriðjudag, 8. janúar og þá verður það engin önnur en Sólveig Eiríksdótt ir eða Solla græna sem stígur á stokk. Solla mun kenna þátttakendum kúnstina að búa til himneska græna hrist inga. ,,Þið lærið að búa til nokkra grunna sem þið síðan getið lagað að bragð- laukum ykkar og fjölskyldunnar. Markmiðið er að búa til hrist- inga sem eru það bragðgóðir að ef þið eruð með bundið fyrir augun þá grunar ykkur ekki að þeir séu grænir...“ segir Solla. Skráning er í síma 420-5500 og á akademian@akademian.is Hlökkum til að sjá ykkur. Ókeypis fyrir- lestrar á nýju ári Erlingur Jónsson skrifar:

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.