Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.01.2008, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 04.01.2008, Blaðsíða 22
22 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJASTA SPORTIÐ DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I ÍÞRÓTTASÍÐUR Hvalreki ársins Í ársbyrjun fékk Hnefaleikafé- lag Reykjaness tímabundna aðstöðu í gömlu Sundhöllinni. Guðjón Vilhelm forstöðumaður félagsins sagði draumahúsið fundið og síðan þá hefur starf- semi félagsins blómstrað. Erlend hnefaleikafélög hafa komið í heimsóknir og rómað aðstöðu félagsins. Síðustu meistarar ársins Ísleifur Guð- leifsson og María Ein- a r s d ó t t i r höfðu sigur á síðasta pútt- móti PS sem fram fór í Röstinni. Nýir eigendur Rastar- innar vildu fá hærri leigu sem PS var ekki í stakk búinn til að greiða. Málalyktir urðu þær að PS var varpað á dyr. PS með- limir pútta nú sem aldrei fyrr í HF við Hafnargötu. Tímamót ársins S t æ r s t a Taekwondo m ó t s e m haldið hefur verið á land- inu fór fram í Íþróttaaka- d e m í u n n i í R e y k j a - nesbæ. Alls mættu 200 kepp- endur til leiks á annað bikarmót Trésmiðju Snorra Hjaltasonar. Pulsa ársins Sturla Ólafsson varð Íslands- meistari í bekkpressu og hám- aði í sig nánast bílhlössin af pulsum til þess að komast upp um þyngdarflokk. Styrktarleikur ársins Kör f u knatt l e i ksmaður inn Magnús Gunnarsson og fjöl- skylda hans varð fyrir því óláni að íbúð þeirra brann snemma árs. Knattspyrnu- og körfu- boltalið Keflavíkur mættust þá í styrktarleik til handa Magnúsi og fjölskyldu. Teitur Örlygsson var sérstakt leynivopn í leiknum þar sem 130.000 kr,- söfnuðust í 114-114 jafntefli liðanna. Silfurlið ársins K e f l a v í k lá 78-77 í einum magn- aðasta bikar- leik í körfu- b o l t a s e m sögur fara af. Haukakonur u n n u a l l t sem hægt var að vinna á árinu og því eru Keflavíkurkonur silf- urlið ársins. Þær hafa þó sótt gull í greipar Hauka í upphafi þessa tímabils. Öldungur ársins Grindvíking- urinn Marel Ö r n Gu ð - laugsson sló leikjametið í úrvalsdeild karla í körf- k n a t t l e i k . Marel lék í mars sinn 410. deild- arleik og skákaði þar Guðjóni Skúlasyni sem lék 409 úrvals- deildarleiki. Marel á metið enn í dag sem er samtals 412 leikir. Knapar ársins Máni stóð að glæstu töltmóti að Mánagrund fyrir börn og unglinga. Um 40 börn og ung- lingar tóku þátt í þessu veglega móti en nýverið fékk Máni við- urkenningu frá Hestamannafé- lagi Íslands fyrir besta æskulýs- starfið á landinu. Kaflaskil ársins Tímamót urðu í íslenskri sjón- varpssögu þegar RÚV sýndi í beinni útsendingu frá leik í úr- slitakeppni kvenna í körfubolta. Sýnt var frá leik Keflavíkur og Hauka í Sláturhúsinu þar sem Haukar urðu Íslandsmeistarar. Þurrkur ársins Suðurnesjaliðunum í karla- og kvennaflokki í körfuknattleik tókst ekki að vinna stóru titlana sem í boði voru. Njarðvíkingar lágu gegn KR í úrslitarimmu um Íslandsmeistaratitilinn í karlaflokki og í kvennaflokki mátti Keflavík bíða enn einn ósigurinn gegn Haukum. Veðmál ársins Helena Sverrisdóttir hafði 5000 kr,- af Birgi Má Bragasyni for- manni KKD Keflavíkur. Birgir veðjaði við Helenu að hún myndi ekki hitta úr löngu þriggja stiga skoti í upphitun á einni viðureign Keflavíkur og Hauka. Hann varð að punga út aurnum enda víst að ef þú angrar nautið þá færðu hornin! Bani ársins Skipstjórinn Ibsen Angantýsson átti eitt merkilegasta golfhögg sumarsins. Það var reyndar ekki hola í höggi heldur minkur í höggi. Ibsen grandaði mink á 10. teig í Leiru og notað 3 járn til starfans. Hann sagðist aldrei áður hafa hitt jafn vel með 3 járni og að lokum gaf hann GS skottið af vargnum. Frumkvöðlar ársins Fyrsti fjór- hjólaklúbbur landsins var s t o f n a ð u r í R e y k j a - nesbæ í sum- a r b y r j u n . D av í ð Jón Kristjánsson varaformaður klúbbsins sagði að aðstaða fyrir klúbbinn væri engin en að klúbburinn ætti í góðum samskiptum við bæjar- yfirvöld og vonuðust eftir úr- lausnum sinna mála. Furðufrétt ársins Leiran var sena hinna skrýtnu atburða í sumar. Guðmundur R. Lúðvíksson verti í Leiru rak upp stór augu þegar rauðmagi féll af himnum ofan. Minnstu mátti muna að fiskurinn fljúg- andi hæfði Guðmund í höfuðið. Örsökina má væntanlega rekja til fuglalífsins við Leiru og að einn þeirra hafi hreinlega tekið of stórt upp í sig og hafið sig til flugs. Utanlandsferð ársins Vaskur hópur körfuboltapilta frá Grindavík fór í skemmtilega heimsókn til Orlando í Banda- ríkjunum þar sem hópurinn fékk að hitta NBA stjörnunar í liði Orlando Magic. SPORTANNÁLL 2007: HLUTI I Biggi formaður tapaði veðmáli ársins! Kafteinn Ibsen, 3 járnið og vargurinn í Leiru. Styrktarleikur Magnúsar tókst vel til. Í febrúar fengu Suðurnesjaboxarar netta kennslustund í hringnum frá Írum. Gestirnir unnu 14-4 en góð reynsla í bankann hjá okkar fólki. Magnús Þórisson varð UEFA dómari í knattspyrnu snemma árs. Hér er hann með Collina í Róm en sá síðarnefndi er talinn besti dómari knattspyrnusögunnar.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.