Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.01.2008, Blaðsíða 23

Víkurfréttir - 04.01.2008, Blaðsíða 23
23ÍÞRÓTTASÍÐUR VÍKURFRÉTTA ERU Í BOÐI LANDSBANKANS VÍKURFRÉTTIR I ÍÞRÓTTASÍÐUR Jóhann Rúnar Kristjánsson, borðtenniskappi, bíður nú og vonar það besta með að komast inn á Ólympíumót fatlaðra sem haldið verður í Peking í Kína síðar á þessu ári. Hann tók þátt í opna banda- ríska mótinu sem fór fram í Chicago á milli jóla og nýárs og náði þar ásættanlegum árangri, fjórða sæti í sínum flokki, en náði ekki að safna eins mörgum stigum og hann hefði viljað. „Ég náði alveg sæmilega langt, en það var einn mótherji sem mætti ekki í leikinn á móti mér og þó ég fengi skráðan á mig sigurinn fékk ég ekki stigin sem ég hefði fengið ef ég hefði sigrað hann. Þess vegna er ég enn í 14. Sæti á heims- listanum, en fyrir neðan mig er Ameríkumeistarinn sem fer sjálfkrafa upp fyrir mig og þannig er ég ekki að komast inn sjálfkrafa.” Jóhann bætir því við að fram- kvæmd mótsins hafi verið ein- kennileg þar sem að í sama sal og borðtenniskeppnin fór fram var blakmót og fimleikamót. Skarkalinn frá þeim hafi því síst verið til að auka einbeit- ingu borðtennismannanna. „Nú verð ég bara að bíða og sjá með hvernig þetta verður sett upp. Ég á möguleika á svokölluðu WildCard sæti og svo er ekki víst að allir sem eru fyrir ofan mig skrái sig til leiks á leikunum. Hvernig sem fer gerði ég allavegana mitt besta og þetta síðasta ár var mitt allra besta á ferlinum.” Jói bíður og vonar ��������������������� �������������������������������������������������������� ���������������������������� ������������������������������������������ ����������������������������������������������� ��������������������������������������� ����������������������� �������������������������������� ��� ������ ������������������������������ ������ ������� � ������ ������ � ������������������������������ ��������� ��� ����� ������� ���� ��������� ����� �������� ������������ Sundkonan Erla Dögg Haraldsdóttir var út-nefnd sæmdarheitinu Íþróttamaður Reykja- nesbæjar 2007 við hátíðlega athöfn í Íþrótta- húsinu í Njarðvík á gamlársdag. Í öðru sæti var borðtenniskappinn Jóhann Rúnar Kristjáns- son og í því þriðja var Brenton Birmingham körfuknattleiksmaður. Við athöfnina voru bestu íþróttamenn hverrar greinar einnig sæmdir viðurkenningum sem og allir Íslandsmeistarar ÍRB á árinu en þeir töldu 220 manns. Hafa þeir aldrei áður verið fleiri._Erla Dögg hlaut þessi verðlaun einnig árið 2005, en árið í ár var með eindæmum gjöfult fyrir þessa ungu og bráðefnilegu sundkonu. Hún setti alls tíu Íslandsmet og í lok ársins átti hún orðið fimm gildandi met í 25m braut og eitt í 50m braut. Markverðustu áfangar hennar voru metin sem hún tók af Ragnheiði Runólfsdóttur í 25m laug í 50 og 100m bringusundi en þessi met voru orðin átjan ára gömul. Um leið náði hún þeim merka áfanga að verða fyrsta íslenska sund- konan til þess að synda 100m bringusund á undir 1 mín og 10 sek. Metið sem hún sló í 50m bringu- sundi í 50m laug var einnig komið til ára sinna eða 16 ára gamalt. Erla vann til tveggja gullverðlauna og einna brons- verðlauna á Smáþjóðaleikunum, vann sigur í 100m bringusundi á danska meistaramótinu í 25m laug ásamt silfurverðlauna í 50m bringu- sundi. Hún vann einnig til silfurverðlauna í 200m fjórsundi og 50m bringusundi á danska meist- aramótinu í 50m laug. Hún sigraði í fjölmörgum greinum á alþjóðlegu móti í Darmstadt í Þýska- landi og alls varð Erla Dögg Íslandsmeistari í átta greinum á árinu. Í samtali við Víkurfréttir sagði Erla Dögg að stífar æfingar, einbeiting og metnaður lægju að bak árangri sem þessum. Hún stefnir enn á að ná lagmörkum fyrir Ólympíuleikana í Peking síðar á árinu. „Ég stefni á að ná lágmörkunum í 200m fjórsundi á Ægir International mótinu í janúar, en ég tek líka 100m bringusund og sé hvernig það gengur. Það er alveg nóg af sénsum eftir líka þannig að ég stefni alveg eindregið á þetta.” Su n d m a ð u r i n n Guðni Emilsson var á dögunum valinn Íþróttamaður Kefla- víkur fyrir árið 2007. Hann var einnig val- inn sundmaður árs- ins hjá félaginu. Guðni vann til fjöl- margra verð launa á árinu og er einn af efnilegri bringusundsmönnum landsins. Á Íslandsmeistaramótinu í 25m laug í nóvember síðastliðnum varð hann Íslandsmeistari í 50m bringusundi, en varð einnig Íslandsmeistari í fullorðinsflokki í fjórum boðsundum á síðasta ári og er einn af burðarásum boð- sundsveitar deildarinnar sem setti hefur þrjú Íslandsmet á árinu 2007. Aðrir sem hlutu viðurkenningar voru: Fimleikadeild: Kristín Siguðardóttir, taekwondodeild: Aron Yngvi Nielsen, skotdeild: Bjarni Sigurðsson, körfuknattleiksd.: Bryndís Guðmundsdóttir, badmintondeild: Margrét Vala Kjartansdóttir, knattspyrnudeild: Guðjón Árni Antoníusson. Guðni Emilsson íþróttamaður Keflavíkur Erla Dögg íþróttamaður Reykjanesbæjar Við hjá fimleikadeild Kefla-víkur höfum það að leið-arljósi að fimleikaiðkun skuli vera þroskandi líkamlega,fé- lagslega og sálrænt. Með því móti má skapa aðstæður fyrir mun fleiri börn til að njóta sín innan fimleikahreyfingar- innar. Fimleikafélag Keflavíkur býður börnum á aldrinum þriggja ára til fimm ára upp á íþróttaskóla á laugardögum í íþóttasal Myllu- bakkaskóla þar sem leikur og lífsgleði ráða ríkjum. Í íþróttaskólanum er boðið upp á mjög fjölbreyttar æfingar og leiki með það að markmiði að auka alhliða hreyfiþroska og félagsþroska barnanna.Oft eru æfingarnar mjög svipaðar og mikið er af endurtekningum en allar æfingarnar hafa einhver markmið í för með sér og eru settar upp til að efla einhvern ákveðin þroskaþátt barnsins.Við förum því aðeins í undirstöður í fimleikum sem nýtist þeim vel og er mjög góð undirstaða fyrir allar íþróttir í framtíðinni. Fyrir hönd fimleikafélagsins. Margrét Ólöf Richardsdóttir Íþróttafræðinemi. Krakkahópur í fimleikum Erla Dögg með sigurlaunin. VF-mynd/Þorgils Verðlaunahafarnir. VF-mynd/elg

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.