Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.01.2008, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 10.01.2008, Blaðsíða 6
6 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 2. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Sigrún Einarsdóttir Frá Borg Tunguvegi 4, Njarðvík verður jarðsungin frá Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 11. janúar kl.14 Friðrik Pétur Valdimarsson Ólafía Sigríður Friðriksdóttir, Birgir Vilhjálmsson, Þórunn Friðriksdóttir, Ragnar Halldórsson, Oddbjörg Friðriksdóttir, Erlendur Borgþórsson, Anna Hulda Friðriksdóttir, Árni Eiðsson, Sigrún Alda Jensdóttir, Snorri Snorrason, Hafdís Friðriksdóttir, Árni Hjaltason, ömmu- og langömmubörn Hjartaheill á Suðurnesjum, Átak og Heilsuverndarstöðin (áður Inpro) undirrituðu um síðustu helgi samning um samstarf aðilanna um rekstur svokallaðrar HL- stöðv ar að Nes völl um í Reykjanesbæ. Samkomulagið var handsalað á aðalfundi Hjartaheilla á Suðurnesjum. Stöðin gefur sjúklingum sem gengist hafa undir aðgerð vegna hjartasjúkdóms eða þurfa af annarri ástæðu end- urhæfingu vegna hjarta- eða lungnasjúkdóms kost á að stunda hana í heilsulindinni að Nesvöllum. Fram hefur komið að hjarta- sjúkdómar eru mun algengari á Suðurnesjum en í öðrum landshlutum og telur svæðið nú mikinn fjölda hjartasjúk- linga. Markhópur HL-stöðvarinnar verður fólk sem er 40 ára og eldri og þá sérstaklega þeir sem hingað til hafa ekki lagt í að fara á almennar líkamsrækt- arstöðvar eða hafa hug á að auka hreyfingu sína til heilsu- eflingar. Boðið verður upp á hámarks þolpróf og heilsufars- skoðun hjá hjartasérfræðingi sem og æfingaráætlun undir eftirliti sjúkraþjálfara. Að auki verður boðið upp á ráðgjöf hjá sjúkraþjálfara, meðferðir af ýmsu tagi og nudd. Sjúkraþjálfunin Átak mun flytja að Nes völl um með sína starfsemi í mars nk. og mun byggja upp full búna HL-stöð sem er rekin undir eftirliti hjartasérfræðings og í samvinnu við Hjartaheill. Í til- kynningu segir einnig að Átak fyrirhugi að opna almenna lík- amsræktarstöð með áherslu á heilbrigðan lífsstíl og for- varnir gegn hjarta- og æðasjúk- dómum sem aðalmarkmið. Með þessum samningi styrkist heilsulind Nesvalla enn frekar og þjónusta eykst en vonast er til að það verði til hagsbóta fyrir íbúa Nesvalla og alla eldri borgara Reykjanesbæjar. Hjartaheill hefur ásamt Heilsu- verndarstöðinni og fleiri að- ilum staðið fyrir forvarnar- verkefninu Heilsuefling á Suð- urnesjum síðasta árið en í því var boðið upp á áhættumæl- ingar fyrir almenning þar sem bæjarfélögin, stéttarfélög og fleiri hafa komið að málum. Fram kom hjá þeim sem tóku til máls á fundinum að um 1200 manns hafa leitað til Heilsuverndarstöðvarinnar á þessu ári sem liðið er. Hefur um 150 manns verið beint til frekari rannsókna og sagði Hjálmar Árnason, fráfarandi formaður Hjartaheilla á Suð- urnesjum, að hann væri sann- færður um að ófá mannslíf hefðu bjargast við það. Hjartaheill mun verða bak- hjarl HL-stöðvarinnar með því að aðstoða við að útvega ýmis tæki sem þarf til verksins. Á aðalfundinum var stjórn Hjartaheilla á Suðurnesjum endurkjörin með þeirri und- antekningu að Ólöf Sveins- dóttir tekur við formennsku af Hjálmari og í varastjórn sett ust þeir Hall dór Leví Björnsson, Jóhann Geirdal og Eiríkur Hermannsson. Heilsuvernd: Glæsileg aðstaða fyrir hjarta- og lungnasjúklinga á Nesvöllum Neðri röð frá vinstri: Axel Sigurðsson, hjartalæknir frá Heilsuverndarstöðinni, Hjálmar Árnason frá Hjartaheillum á Suðurnesjum og Adda Sigurjónsdóttir frá Átaki. Aftari röð: Sigurður Garðarsson frá Nesvöllum, Ólöf Sveinsdóttir, nýr formaður Hjartaheilla og Sveinbjörg Ólafsdóttir frá Heilsuverndarstöðinni. Hópur myndlistarmanna í Reykjanesbæ efndu í desember sl. í samstarfi við Kaffitár til myndlistarsölu og skyldi ágóðinn renna til þróunarstarfs í Afríku í gegnum IceAid-samtökin sem eru íslensk hjálparsamtök. Samtals söfnuðust rúmar 300 þúsund krónur sem voru afhentar Glúmi Baldvinssyni fulltrúa IceAid. Að sögn Hjördísar Árnadóttur var þetta skemmtileg uppákoma á aðventunni og vildi hún þakka myndlistarfólki fyrir þeirra framlag og Kaffitári fyrir gott samstarf. Ágóði af myndlistarsölu til þróunarstarfs

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.