Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.01.2008, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 10.01.2008, Blaðsíða 8
8 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 2. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR Frá og með áramótum tóku í gildi hjá Reykja- nesbæ breytingar á stjórnskipulagi og nýir starfsmenn hafa verið ráðnir í stjórnunar- stöður. Fjármála- og þjónustusviði hefur verið skipt í tvennt: fjármála- og rekstrarsvið og upplýsinga- svið. Markmið breytinganna er skýrari áhersla á þátt fjármála og starfsþróunar sem og áhersla á samræmda og öfluga upplýsingaþjónustu. Þórey I. Guðmundsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármála- og rekstarsviðs og tekur við fjármálastjórnun af Árna Hinrik Hjartarsyni sem hverfur til annarra starfa. Að auki hefur Guðrún Þorsteinsdóttir verið ráðin í stöðu starfsþróunarstjóra í stað Helgu Jóhönnu Oddsdóttur sem einnig hverfur til annarra starfa. Undir upplýsingasvið munu heyra: kynning- armál, stjórnun og viðhald, upplýsingatækni, verkefnastjórn og þjónustuver. Staða fram- kvæmdastjóra verður auglýst innan skamms. Menningarsvið er nýtt svið hjá Reykjanesbæ en það tilheyrði áður Íþrótta- og tómstundasviði. Íþrótta- og tómstundasvið mun áfram starfa með svipuðu sniði og verið hefur en þar framundan er mikil uppbygging íþróttamannvirkja og auk- inn stuðningur við íþróttir- og tómstundir. Valgerður Guðmundsdóttir menningarfulltrúi hefur verið ráðin framkvæmdastjóri menning- arsviðs frá og með áramótum en hún hefur starfað sem menningarfulltrúi Reykjanesbæjar frá árinu 2000. Umfang menningarmála hefur aukist í bæjarfélaginu undanfarin ár og er vilji til þess að málaflokkurinn fái aukið vægi í stjórnkerfinu. Með þessu móti hlýtur menn- ingarráð starfssvið líkt og önnur ráð Reykjanes- bæjar en litið er svo á að menningarmál hafi víðari tengingu en íþrótta- og tómstundamál s.s. atvinnumál og fræðslumál. Reykjanesbær: Nýir starfsmenn í stjórnunarstöður Víkurfréttir ehf. sem er í eigu Páls Ketilssonar, Ásdísar Pálmadóttur og fjölskyldu fagnaði tuttugu og fimm ára afmæli 7. janúar. Hlutafélagið var stofnað form- lega á þessu degi 1983 af Páli og þáverandi meðeiganda, Emil Páli Jónssyni en Páll keypti hann út úr fyrirtækinu 1993 og hefur rekið það með fjölskyldu sinni síðan. Upphaflega voru starfsmenn tveir, fjölgaði fljótt í þrjá og reksturinn eingöngu bund- inn við útgáfu samnefnds vikublaðs sem Prentsmiðjan Grágás stofnaði í ágúst 1980. Í dag starfa um 20 starfs- menn hjá Víkurfréttum ehf. en útgáfum VF hefur fjölgað og starfsemin hefur að sama skapi aukist mikið á þessum aldarfjórðungi. Í dag eru rekin tvö vikublöð, eitt tímarit, tveir fréttavefir sem og frétta- og ljósmyndaþjónusta fyrir aðra fjölmiðla, auglýsingastofa og nýjasta afurðin er prentþjón- usta undir nafninu prentun. com. Það er því óhætt að segja að það hafi mikið vatn runnið til sjávar frá stofnun fyrirtæk- isins. „Það er enn mjög skemmtilegt í vinnunni. Fjölmiðla- og út- gáfumarkaðurinn er svo fjöl- breyttur en velgengni okkar byggist á því að við höfum verið mjög heppin með starfs- fólk sem er opið fyrir nýj- ungum og fylgist vel með. Við erum með ungt og reynslu- mikið fólk í bland og það gengur mjög vel. Eftir rúm tvö ár verða þrjátíu ár liðin frá því blaðið okkar á Suður- nesjum, Víkurfrétt ir, kom fyrst út. Við stefnum að því að minnast þess með veglegum hætti og vonandi kemur þá út fyrsta bókin okkar sem gæti verið unnin úr viðtölum og áhugaverðum frásögnum úr blaðinu. Slíka útgáfu þarf að undirbúa vel og við erum að byrja á þeirri vinnu. Nýjasta þjónustan okkar, prentun.com hefur einnig fengið góðar við- tökur. Við lítum því björtum augum á framtíðina,“ sagði Páll Ketilsson. Tveir starfsmenn hafa fylgt Páli nán ast frá upp hafi ; Hilm ar Bragi Bárð ar son, fréttastjóri en hann fagnaði tuttugu ára starfsamæli nýlega og Aldís Jónsdóttir, sem hefur sinnt bókhalds- og skrifstofu- störfum ásamt fleiru, er að ná þeim áfanga á næsta ári. VÍKURFRÉTTIR EHF. Í ALDARFJÓRÐUNG Páll Ketilsson, ritstjóri og eigandi VF með Hilmari Braga Bárðar- syni, fréttastjóra og Aldísi Jónsdóttur, skrifstofudömu með af- mælisköku í tilefni tuttugu og fimm ára afmælisins. Víkurfréttir eru ört vaxandi fyrirtæki:

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.