Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.01.2008, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 10.01.2008, Blaðsíða 10
10 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 2. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR Digital víkurfréttir 2.tölublað - 29. árgangur - fimmtudagurinn 10. janúar 2008 ANNO2007SVIPMYNDIR AF LIÐNU ÁRI SEIN N I H LU TI Júlí: Gunnar Júlíus Helgason og Hilmar Egill Sveinbjörnsson koma á leiðarenda á Reykjanestá eftir langa gönguferð frá Langa- nesi þvert yfir landið, alls 640 kílómetra leið. Nokkrir vinir og vandamenn gengu með þeim síðasta spölinn á Reykjanesi. Áheitum var safnað fyrir gönguna, sem runnu til Ungmennafé- lagsins Þróttar í Vogum, þaðan sem þeir félagar eru. VF-mynd: elg. Reykjanesbær seldi níu félagslegar íbúðir þar sem þær voru orðnar of viðhalds- frekar. Íbúarnir voru ugg- andi um framtíð sína og hag. Atvinnulífið á Suðurnesjum fékk skell þegar ríkisstjórnin ákvað að skera niður þorskkvóta um 30%. Það verður að teljast þungur biti að kyngja fyrir öflugan útgerðarbæ eins og Grinda- vík enda voru menn þar á bæ allt annað en sáttir. Lagnakerfið á gamla varn- arsvæðinu var mikið í umræðunni og Rafiðnaðar- sambandið lét í sér heyra. Sviptivindar léku um Hita- veitu Suðurnesja og tekist var á um eignaraðild og völd. Á endanum höfðu sveitar- félögin á Suðurnesjum selt eignarhluti sína að mestu til Geysis Green og OR. Fyrirtækið Tomahawk Development kynnti til- lögu að matsáætlun vegna fyrirhugaðrar kísilmálm- verksmiðju í Helguvík. Júlí Ágúst: Bandaríkjaher gerði loksins upp við Hitaveituna. Upp- hæðin, 10 milljón dollarar, var ekki millifærð heldur sendi Kan- inn ávísun í pósti! Varnarsvæðið gamla var óðum að taka á sig mynd með nýtt hlutverk. Samn- ingar voru undirritaðir um uppbyggingu leik,- og grunnskóla og nýjir íbúar komu sér fyrir. Í lok mán- aðarins var háskólinn Keilir settur í fyrsta sinn. Methagnaður var hjá SpKef á fyrri helmingi árs upp á rúma 5,6 milljarða samanborið við rúma 1,2 milljarða árið áður. Sandgerðingar kynntu hugmyndir um bygg- ingu sjávardýrasafns í Sandgerði. Þar munu gestir geta barið augum ísbirni, seli og hákarla. Ágúst Ágúst: Ófögur sjón mætti vegfarendum á Stafnesvegi í sumar en mikill fjöldi kríuunga hafði endað lífdaga sína undir bíldekkjum og lágu hræin á víð og dreif um allan veg. VF-mynd: elg. Ágúst: Ljósanótt í Reykjanesbæ var blaut. Einhverja hluta vegna voru veðurguðirnir ekki hliðhollir hátíðinni að þessu sinni. Þrátt fyrir mígandi rigningu nánast alla helgina var þátt- taka mjög góð. VF-mynd: elg September September: Fagrir orgeltónar fylltu Grindavíkurkirkju þegar nýtt kirkjuorgel var vígt við sérstaka hátíðarmessu af því tilefni. Orgelið er afar voldugt eins og sjá má og þurfti að gera breyt- ingar á húsnæðinu til að koma því fyrir. VF-myndir: elg. Annar áfangi Akurskóla var vígður með athöfn í nýju og glæsilegu íþróttahúsi. Fyrirhugað álver í Helguvík var í umræðunni þar sem forstjóri Landsnets og fram- kvæmdastjóri Landverndar skiptust á orðum vegna viðbragða sveitarfélaga á Suðurnesjum við fyrirhug- uðum háspennulínum. Svo virðist sem það ætli að reynast erfitt að koma raforku út í Helguvík. Ágúst: Farþegar með hvala- skoðunarbátnum Moby Dick trúðu varla eigin augum þegar þeir sáu risa skjald böku á svamli í Garðsjó. Síðast sást til risaskjaldböku við Íslands- strendur árið 1963. September: Mikill fjöldi manna beina fannst und ir kirkjugólfinu á Útskálakirkju en miklar endurbætur standa yfir á kirkjunni. Þótti ekki óhugsandi að hluti beinanna gætu verið jarðneskar leifar 42ja sjómanna sem fórust í miklum skipsskaða við Garð- skaga árið 1685. VF-mynd: elg

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.