Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.01.2008, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 10.01.2008, Blaðsíða 12
12 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 2. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR FRÉTTASÍMINN SÓLARHRINGSVAKT 898 2222 Forsvarsmenn Keflavíkur hafa fengið nóg af margítrek- uðum skemmdarverkum á áhorfendasætum við leik- vang félagsins við Hring- braut. Er nú unnið að því að koma upp eftirlitsmynda- vélum á svæðinu til höfuðs skemmdarvörgunum. Frá því sætin voru sett upp á þar síðasta ári hafa þau aldrei fengið að vera í friði fyrir skemmdarvörgum sem virð- ast í dómgreindarleysi sínu ekki bera skynbragð á að hér er um umtalsverð verðmæti að ræða. Sumum er því miður fyrirmunað að bera virðingu gagnvart eigum annarra. Tjónið er farið að hlaupa á hundruðum þúsunda og er því svo komið að forsvarsmenn félagsins sjá ekki annað í stöð- unni en að koma upp eftirlits- myndavélum á svæðinu. Öryggismyndavélar til höfuðs skemmdarvörgum Á þessari mynd sést hvernig búið er að brjóta hvert einasta sæti í efstu röðinni. Tjónið hleypur á hundruðum þúsunda og nú verða settar upp eftir- litsmyndavélar á svæðinu. VF-mynd: elg Næstkomandi sunnudag, 13. janúar, hefst sunnudagaskólinn í Keflavíkurkirkju á nýjan leik. Stundin hefst í kirkjunni kl. 11 og síðan er farið yfir í safnaðarheimilið þar sem söngur, sögur og leikir eru við allra hæfi. Að samverustund lokinni er heitt á könnunni fyrir foreldrana og djús og kex fyrir börnin. Allir velkomnir. Leiðtogar sunnudagaskólans. Keflavíkurkirkja: Sunnudagaskólinn að hefjast

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.